Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Blaðsíða 38
38 SPORT 433
UNGIR ÍSLENDINGAR
Á FERÐ OG FLUGI
Þrátt fyrir heimskreppu vegna kórónaveirunnar heldur
íslenskt afreksfólk áfram að fá tækifæri erlendis og er
oftar en ekki keypt fyrir mikla fjármuni. Sérstaklega
er mikill uppgangur í kvennaknattspyrnu á Íslandi en
í fyrsta sinn í langan tíma eru sterkustu og bestu lið í
Evrópu að kaupa leikmenn beint frá Íslandi.
12. MARS 2021 DV
ALEXANDRA JÓHANNSDÓTTIR
FRANKFURT ÞÝSKALAND
Stórlið Frankfurt í Þýskalandi keypti þessa öflugu
knattspyrnukonu frá Breiðabliki í upphafi árs. Alex-
andra Jóhannsdóttir var að klára sitt þriðja tímabil í
herbúðum Breiðabliks þrátt fyrir að vera aðeins tví-
tug. Hún hefur spilað yfir 100 leiki í meistaraflokki og
nálgast sinn fyrsta tug í A-landsleikjum. Alexandra
byrjaði 14 ára í meistaraflokki með Haukum, á síðustu
mánuðum hefur hún stimplað sig inn sem algjör lykil-
maður í A-landsliði kvenna. „Alexandra hefur mikla
tilfinningu fyrir leiknum, les leikinn vel og pælir mikið í
þessu. Hún undirbýr sig vel, skoðar andstæðinga sína
vel og veit hvað hún er að fara út í. Líkamlega sterk
og tæknilega góð, hún var að spila aftar á vellinum
með landsliðinu en hún gerir hjá okkur,” sagði Þor-
steinn Halldórsson landsliðsþjálfari þegar hann lýsti
Alexöndru á dögunum en þau störfuðu saman í þrjú
ár hjá Breiðabliki.
BRYNJÓLFUR ANDERSEN WILLUMSSON
BK KRISTANSUND NOREGUR
Maðurinn með furðulegu hárgreiðslurnar er farinn út í atvinnumennsku.
Norska liðið Kristiansund hefur fest kaup á sóknarmanninum frá Breiða-
bliki. Brynjólfur sem er tvítugur að aldri á að baki 75 leiki með meistara-
flokki Breiðabliks og hefur skorað 24 mörk í þeim leikjum. Hann á einnig 22
landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands. Norskir fjölmiðlar segja
að Brynjólfur sé dýrasti leikmaður í sögu Kristiansunds en hann er sagður
kosta um eða yfir 20 milljónir íslenskra króna. Kristiansund spilar bein-
skeyttan fótbolta og stundum er leikstíl þeirra líkt við gamaldags enskan
fótbolta, þeir sparka langt og eru fastir fyrir.
SVEINDÍS JANE JÓNSDÓTTIR
WOLFSBURG ÞÝSKALAND
Vonarstjarna íslenska kvennafótboltans sló í gegn
síðasta sumar þegar hún lék með Breiðabliki, þessi
unga knattspyrnukona ólst upp í Keflavík.
Eftir eitt ár á láni í Kópavoginum var stærsta og besta
lið Þýskalands mætt á dyrnar og keypti Sveindísi frá
Keflavík.
Sveindís Jane Jónsdóttir er fædd árið 2001 en hún
lék sína fyrstu landsleiki síðasta haust, þýska félagið
festi kaup á Sveindísi en lánaði hana beint til Kristi-
anstad í Svíþjóð þar sem Elísabet Gunnarsdóttir fær
það verkefni að þróa leik hennar enn frekar.
„Hún gæti verið góð í hvaða íþrótt sem er, hún
væri frábær í frjálsum íþróttum, góð í körfubolta
og handbolta. Hún gæti verið í öllu, hún hefur hrað-
ann, sprengju og styrk sem kemur frá náttúrunnar
hendi,” sagði Þorsteinn þegar hann lýsti Sveindísi
sem íþróttakonu.
VALGEIR LUNDDAL FRIÐRIKSSON
HACKEN SVÍÞJÓÐ
Hinn hávaxni varnarmaður var keyptur til Svíþjóðar eftir að hafa slegið
rækilega í gegn í húsakynnum séra Friðriks á síðasta ári. Valsarar áttu ekki
von á því að Valgeir Lunddal yrði ein af stjörnum síðasta sumars en ungi
pilturinn úr Grafarvogi sló í gegn og var seldur til Svíþjóðar. Hacken og fleiri
lið höfðu lagt mikið á sig til að sannfæra Val um að selja Valgeir, Valur er
í sérstöðu á Íslandi þegar kemur að fjármunum og því þarf að berast gott
tilboð á borð félagsins svo að það selji leikmann. Valgeir er 19 ára gamall
og virðist eiga bjarta framtíð fyrir sér.
KARÓLÍNA LEA VILHJÁLMSDÓTTIR
FC BAYERN ÞÝSKALAND
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er líkt og Sveindís fædd árið 2001 en hún er á
sínu þriðja tímabili í herbúðum Breiðabliks. Hún er frænka Gylfa Þórs Sig-
urðssonar, fremsta knattspyrnumanns Íslands. Karólína ætlaði sér að spila
í eitt ár á Íslandi til viðbótar en boð frá einu stærsta félagsliði í heimi var of
gott til að afþakka. Karólína lék sinn fyrsta leik fyrir stórlið Bayern í síðustu
viku og skoraði sitt fyrsta mark í þeim sama leik. „Hún er leikmaður sem
getur gert hluti sem engum öðrum dettur í hug að gera. Tæknilega mjög
góð og útsjónarsöm,” sagði landsliðsþjálfarinn um helstu kosti Karólínu.
ALEX ÞÓR HAUKSSON
ÖSTER SVÍÞJÓÐ
Loksins fékk þessi öflugi miðjumaður úr Garðabæ tækifæri í atvinnu-
mennsku, það furðuðu sig margir á því að Alex væri enn að spila á Íslandi.
Alex spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Stjörnuna aðeins 17 ára
gamall, eftir að hafa byrjað ferilinn á Álftanesi og vakti þar verðskuldaða
athygli. Það kom kannski mörgum á óvart þegar nafnið Alex Þór Hauks-
son var á leikskýrslu og jafnvel í byrjunarliði Stjörnunnar fyrir fyrsta leik í
efstu deild árið 2017, enda hafði lítið heyrst af þessum öfluga pilti í Garða-
bæ. Alex lék heila 17 deildarleiki það tímabil og vakti verulega athygli fyrir
frammistöðu sína. Síðan þá hafði Alex átt fast sæti í liði Stjörnunnar. Öster
leikur í næstefstu deild í Svíþjóð sem vonandi verður stökkpallur fyrir kauða
á enn stærra svið.
MYND/ANTON BRINK
MYND/HELGI VIÐAR