Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Blaðsíða 24
MYNDIR/GETTY SKJÁSKOT/YOUTUBE SKJÁSKOT/YOUTUBE 24 FÓKUS Máltíð í krukku Hvað er betra en að byrja daginn á því að opna ísskápinn og þar bíður þín tilbúinn morgun- eða hádegismatur? Hér eru nokkrar uppskriftir að einföldum, hollum og góm- sætum mat í krukku sem þú getur undirbúið kvöldið áður. 12. MARS 2021 DV KALDUR HAFRAGRAUTUR Í KRUKKU Grunnurinn • Sama magn af höfrum og plöntumjólk. Til dæmis einn bolli hafrar og einn bolli mjólk. • Hlynsíróp (valkvætt) • Kanill (valkvætt) • Blandað saman og sett í ísskáp yfir nótt Hugmyndir að hráefni til að setja ofan á grautinn: Epli, banani, jarðarber, bláber, hnetusmjör, möndlusmjör, hampfræ, dökkt súkkulaði, valhnetur, kókosflögur og jógúrt. HNETUSMJÖRSGRAUTUR • ½ bolli ósæt möndlumjólk (eða önnur plöntumjólk) • ¾ msk. chiafræ • 2 msk. hnetusmjör m. salti • 1 msk. hlynsíróp • ½ bolli tröllahafrar Ofan á (valkvætt): Banani, jarðar- ber eða hindber. Settu öll hráefni nema hafra í krukku og hrærðu saman. Bættu höfrunum við og hrærðu aftur saman. Geymdu í ísskáp yfir nótt, eða í allavega sex klukkutíma. Daginn eftir geturðu borðað beint úr krukkunni eða bætt við ferskum ávöxtum ofan á. Uppskrift: YouTube/Minimalist Baker KLASSÍSKUR • 2 msk. chiafræ • ½ bolli mjólk að eigin vali • 1 tsk. hlynsíróp (valkvætt) • ½ tsk. vanilludropar (valkvætt) Allt sett í krukku, blandað saman og geymt í ísskáp yfir nótt. SÚKKULAÐI • 2 msk. chiafræ • ½ bolli mjólk að eigin vali • 1 tsk. hlynsíróp (valkvætt) • ½ tsk. vanilludropar (valkvætt) • 1 msk. kakóduft Allt sett í krukku, blandað saman og geymt í ísskáp yfir nótt. Getur toppað með frosnum hind- berjum áður en þú lokar krukkunni. Annað: Sniðugt er að nota frosna berjablöndu. Ódýrara og þægi- legra. Það er líka gott að setja mangó og kókosflögur ofan á grautinn. Endist allt að fimm daga í ísskáp og nokkrar vikur í frysti. Sniðugt að nota ílát sem eru ekki of stór svo það komist minna loft. GULRÓTARGRAUTUR SEM ER EINS OG KAKA • 2 dl hafrar • 2 dl plöntumjólk • 1 dl rifnar gulrætur • Hlynsíróp eftir smekk • Kanill eftir smekk • Pekanhnetur • 1 msk. möndlusmjör (eða meira) Blandaðu öllu saman í krukku og geyma í ísskáp yfir nótt. Líka gott að strá pekanhnetunum yfir grautinn. CHIAGRAUTAR Salat í krukku Það er auðvitað hægt að hafa dressinguna í sérkrukku, en ef þú ætlar að hafa allt innihaldið í einni krukku þá er ákveðin formúla frá HurryTheFoodUp sem auðvelt er að fylgja til að tryggja að salatið haldist ferskt og brakandi. Formúlan Það er gott að miða við að hafa um 700 ml krukku fyrir eitt salat. Fyrsta lag: Dressing. Annað lag: Grænmeti eins og tóm- atar, gúrka, rauðlaukur, aspas, sell- erí, gulrætur, paprika. Þriðja lag: Eldað grænmeti eins og sveppir, brokkolí eða kúrbítur. Hér er líka gott að setja baunir, eins og kjúklingabaunir eða linsubaunir, og gular eða grænar baunir. Fjórða lag: Soðin egg og ostur, eins og fetaostur. Fimmta lag: Hrísgrjón, pasta, kínóa eða kúskús. Sjötta lag: Hnetur og eit thvað grænt, eins og kál, spínat eða klettasalat. Það þarf ekki að fylgja öllum sex skrefunum, þú getur til að mynda sleppt fjórða laginu ef þú ert vegan. Þú getur líka sett vegan fetaost í staðinn. Aðferð Byrjaðu á því að hafa öll hráefni til- búin. Vertu búin/n að skera niður og skola allt sem þarf að skera og skola, elda það sem þarf að elda. Útbúðu dressinguna. Þegar allt er klárt raðarðu í krukk- una og fylgir formúlunni hér að framan. Settu síðan lokið ofan á og krukkuna inn í ísskáp. Einfaldara verður það ekki. Annað: Þú getur leikið þér endalaust með formúluna. Fyrir meira prótein geturðu bætt við Oumph! eða öðru sojapróteini eða kjúklingi. Góð þumalputtaregla er að setja blautu hráefnin neðst og þurru efst. Það fer eftir því hvað er í salatinu hversu lengi það endist í ísskápnum. Venjulega um fjóra til fimm daga. SKJÁSKOT/HURRYTHEFOODUP.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.