Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
UMDEILDUR Í TVO ÁRATUGI
Jóni Steinari Gunnlaugssyni hefur verið falið að taka þátt í endurskoðun
laga um meðferð sakamála. Hins vegar telja margir að hann sé ekki rétti
maðurinn í verkið vegna umdeildrar afstöðu hans til kynferðisbrotamála.
Á slaug Arna Sigurbjörns-dóttir dómsmálaráð-herra hefur falið Jóni
Steinari Gunnlaugssyni lög-
manni að aðstoða við vinnu
ráðuneytisins til að stytta
málsmeðferðartíma í refsi-
vörslukerfinu.
Þessi ákvörðun ráðherra
hefur verið harðlega gagn-
rýnd. Rósa Björk Brynjólfs-
dóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sagði ákvörðunina
blauta tusku í andlit brotaþola
og Kvenréttindafélag Íslands
ásamt Stígamótum sagði ráð-
herra senda konum kaldar
kveðjur.
Gagnrýnin á rætur að rekja
til þess að Jón Steinar hefur í
gegnum tíðina verið umdeildur
fyrir afstöðu sína til sönnunar-
mats í kynferðisbrotamálum. Í
rúmlega tvo áratugi hefur Jón
Steinar ítrekað vakið máls á
því á opinberum vettvangi að
hann telji dómstóla á Íslandi
hafa slakað of mikið á sönn-
unarkröfum í málaflokknum.
Þótti þessi afstaða hans enn
fremur kristallast í störfum
hans sem hæstaréttardómara
á árunum 2004-2012.
Saklausir dæmdir
Jón Steinar hefur lengi verið
þeirrar trúar að íslenskir
dómstólar hafi slakað svo
mikið á kröfum til sönn-
unarfærslu í kynferðisbrota-
málum að jafna megi því við
að sönnunarbyrðinni sé snúið
við. Samkvæmt meginreglu
sakamálaréttarfars eru menn
saklausir uns sekt er sönnuð.
Öfug sönnunarbyrði myndi
því fela í sér að menn þyrftu
að sanna sakleysi sitt fremur
en að ákæruvaldið þyrfti að
færa sönnur á sekt.
„Afleiðingin af þessum
vinnubrögðum er sú að svo
og svo margir saklausir hafa
verið ranglega dæmdir. Þess-
ar kringumstæður eru m.a.
til þess fallnar að gera fólki
kleift að ná sér niðri á öðrum
með því að bera fram rangar
sakargiftir á hendur þeim.“
skrifaði Jón Steinar í Morgun-
blaðinu árið 2019.
Þessi afstaða Jóns Steinars
hefur verið gagnrýnd bæði
af lagaprófessorum og öðrum
fagaðilum sem hafa aðkomu
að kynferðisbrotamálum.
„Það er ekki hægt að bera
saman kröfur hvað sönn-
unargögn varðar í kynferðis-
brotum og öðrum brotum,
til dæmis auðgunarbrotum,“
sagði Hulda Elsa Björgvins-
dóttir lögfræðingur í samtali
við DV árið 2003 og vísaði þar
til greinaskrifa Jóns Steinars.
„Það er eðli þessara brota að
hvorki líkamlegir áverkar né
bein vitni finnast. Þá líður oft
langur tími frá því að brotið
er framið þar til kært er,“
sagði Hulda.
Tekur ekki mark á
sálfræðingum
„Nú liggur það auðvitað í
hlutarins eðli að sjaldnast er
unnt með vissu að vita hvað
það er sem veldur þeirri van-
líðan eða röskun sem mæld
er. […] Í stöku tilvikum kann
meira að segja kæra um brot
og sú niðurlæging sem ætl-
aðir brotaþolar upplifa oft í
framhaldinu að valda röskun
á andlegri líðan,“ skrifaði Jón
Steinar í grein árið 2008. Sönn-
unargögn á borð við skýrslur
sálfræðinga, greiningar á
áfallastreitu og mat geðlækna
eru dæmi um óbein sönnunar-
gögn í kynferðisbrotamálum
sem hafa nokkuð mikið vægi
þar sem eðli brotanna er slíkt
að sjaldnast er sjónarvottum
fyrir að fara.
„Svona greinargerð skiptir
að mínum dómi yfirleitt ekki
máli fyrir sönnunarfærsluna,
enda kemur sú frásögn brota-
þola, sem greinargerð byggist
á, venjulega fram í því sem
brotaþolinn ber sjálfur fyrir
dóminum,“ skrifaði Jón Steinar
enn fremur. „Menn verða að
sætta sig við að afbrot, sem
engin vitni eru að verða yfir-
leitt ekki sönnuð með því að
láta kunnáttumenn fara inn í
heilabú fórnarlambs eða sak-
bornings og kanna sannleiks-
gildi frásagna þeirra. Réttmæt
þrá eftir því að afbrotamenn
sleppi ekki við refsingu má
ekki valda því að búnar séu til
aðferðir af þessu tagi við sönn-
unarfærslu.“
Vildi létta refsingu
barnaníðings
Sératkvæði Jóns Steinars í
máli Jóhanns Sigurðarsonar,
sem sakfelldur var fyrir
barnaníð árið 2008, vakti
mikla athygli. Jóhann var
fundinn sekur um að hafa
brotist inn í hús og brotið kyn-
ferðislega á fimm ára stúlku
með því að sleikja kynfæri
hennar. Jóhann hafði verið
dæmdur í fjögurra ára fang-
elsi í héraði en Jón Steinar
vildi lækka refsinguna í þrjú
ár. Í sératkvæði sínu taldi Jón
Steinar að trúverðug frásögn
stúlkunnar um að „skegg-
broddar mannsins sem mis-
bauð henni snertu kynfæri
hennar“ benti til þess að Jó-
hann væri sekur, en hins veg-
ar væri ekki sannað að hann
hefði sleikt kynfæri hennar
þar sem munnvatn hafði ekki
fundist við sýnatöku.
Í öðru kynferðisbrotamáli
gegn barni árið 2005 skilaði
Jón Steinar sératkvæði. Í því
máli var maður sakfelldur
fyrir að hafa misnotað dóttur
sambúðarkonu sinnar um ára-
bil. Jón Steinar vildi þar ekki
taka mark á vitnisburði aðila
sem brotaþoli hafði sagt frá
brotunum.
„Hann felur aðeins í sér
endursögn á frásögn annars
manns og skiptir því ekki
máli um sönnun sakargift-
anna.“ Þetta sératkvæði Jóns
Steinars varð tilefni ritdeilna
milli hans og prófessorsins
Eiríks Tómassonar sem benti
á að meðal sönnunargagna
hefðu verið þrjú vitni og vitn-
isburður frá forstöðumanni
Barnahúss. Taldi Eiríkur Jón
Steinar ekki taka tillit til þess
að kynferðisbrot séu þess eðl-
is að sönnunargögn séu metin
með öðrum hætti en í öðrum
brotaflokkum.
Vitlaust gat
Ofangreind dæmi eru aðeins
brot af þeim tilfellum þar
sem afstaða Jón Steinars til
kynferðisbrota hefur komið
fram. Sökum þessa freistaði
ríkissaksóknari þess árið 2008
að fá Jóni Steinari vikið til
hliðar í dómsmáli sem varðaði
kynferðisbrot gegn unglings-
stúlku. Af því tilefni sagði
Bragi Guðbrandsson, þáver-
andi forstjóri Barnaverndar-
stofu, í samtali við DV:
„Mér liggur við að taka það
djúpt í árinni að sjónarmið
Jóns Steinars séu svo sérstök
og svo langt frá því sem nú-
tímaleg þekking segir okkur
að mér myndi ekki líða vel
með að hann væri dómari í
þessum málum yfir höfuð ef
ég væri ákæruvaldið.“
Jóni Steinari var þó ekki
gert að víkja í málinu og
kom það fáum á óvart að
hann skilaði sératkvæði og
vildi sýkna ákærða. Taldi
hann ósannað að gerandinn
hefði getað vitað að brotaþoli
væri mótfallin samförunum
þar sem hún hefði frosið og
„lét hún ekki í ljós við hann
með látbragði eða í orðum að
hún væri andvíg kynmökum
við hann. Þar með er ósann-
að að honum hafi verið slík
andstaða hennar ljós. Þetta
þýðir að ekki hefur verið
sannaður ásetningur ákærða
til að þvinga kæranda til
kynmaka.“ Í málinu lá fyrir
áverkavottorð sem bar með
sér að gerandi hefði þrengt
sér inn í endaþarm unglings-
stúlkunnar en Jón Steinar
taldi þó að skýring geranda,
að hann hefði óvart hitt í vit-
laust gat, vera trúanlega, en
meirihluti dómsins taldi þá
skýringu „fjarstæðukennda“.
Það vakti einnig úlfúð þegar
Jón Steinar sagði árið 2017 að
brotaþolar níðingsins Róberts
Downey ættu að fyrirgefa ger-
anda sínum. „Ég fullyrði það
að þeim sem brotið er gegn,
þeim myndi líða miklu betur
ef þeim tækist að þróa með
sér fyrirgefningu, gegn alvar-
legu broti. Stundum eru brot
miklu alvarlegri en þetta.“
Jón Steinar hefur þó ítrekað
tekið fram að hann sé enginn
talsmaður kynferðisbrota-
manna. Afstaða hans markast
af íhaldssömum skoðunum
um hvernig sönnunarfærsla
eigi að fara fram í saka-
málum og hefur hann hafnað
því að sönnunarfærsla í kyn-
ferðisbrotamálum eigi að
njóta sérstöðu vegna eðlis
brotanna.
Hins vegar vekur það
óneitanlega athygli þegar jafn
umdeildur maður er fenginn
í það verkefni að endurskoða
lög um meðferð sakamála,
þegar það er einmitt á því
sviði sem hann hefur helst
verið gagnrýndur. n
Jón Steinar
Gunnlaugsson
hefur lengi
verið um-
deildur.
MYND/GVA
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
12. MARS 2021 DV