Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 8
S ex bátar voru í höfninni á Flateyri er flóðið féll á varnarveggi sem reistir
voru fyrir ofan bæinn. Varn
arveggirnir bægðu flóðinu
frá bænum og út í höfnina. Al
tjón varð á flestum bátunum.
Eiður var stærstur þeirra og
reyndist heilmikil aðgerð að
koma honum upp úr höfn
inni. Honum hvolfdi í flóðinu
og maraði hann á floti í höfn
inni í um tvær vikur. Síðar
meir tókst köfurum að koma
böndum á hann, snúa honum
við og sökkva honum. Þá gátu
kafararnir loks hafist handa
við að þétta hann til þess að
hægt væri að dæla vatni úr
honum og ná honum á flot.
Kostnaðurinn við aðgerðirnar
féll á tryggingafélag hvers
báts fyrir sig, nema eins sem
reyndist ótryggður.
Eiður var loks dreginn til
Ísafjarðarhafnar þar sem
hann lá bundinn við bryggju
þar til um síðustu helgi.
Á hádegi laugardags 6. mars
fylgdust Ísfirðingar svo með
því er björgunarskipið Gísli
Jóns dró Eið út Skutulsfjörð.
Lá leiðin inn Djúpið og að
landi Garðsstaða. Þar var sett
lína í bátinn og hann dreginn
með jarðgröfu upp á land þar
sem stendur til að rífa hann.
Þorbjörn á Garðsstöðum
alræmdur safnari
Landeigendur á Garðsstöðum
hafa legið undir gagnrýni
undanfarin ár vegna fjölda bíl
hræja sem á jörðinni standa.
Eigandi jarðarinnar, og bíl
hræjanna, segist stunda nið
urrifsstarfsemi og partasölu.
Í viðtali við Fréttablaðið árið
2019 var haft eftir ábúendum á
Ögri, næsta bæ við Garðsstaði,
að þeir áætluðu að um 650700
bílhræ stæðu á jörðinni, auk
mikils magns af öðru rusli.
Ábúendurnir á Ögri skrif
uðu árið 2019 harðort bréf
til ýmissa stofnana ríkis og
sveitarfélaga, auk stjórn
málamanna þar sem þeir sök
uðu Þorbjörn Steingrímsson,
ábúanda á Garðsstöðum, um
að hafa staðið að ólögmætri
starfsemi.
Samkvæmt upplýsingum
frá Umhverfisstofnun gildir
reglugerð umhverfis og auð
lindaráðuneytis um endur
vinnslu skipa og segir þar
að starfsemi þar sem endur
vinnsla skipa fer fram skuli
vera starfsleyfisskyld. Í þeim
tilfellum þar sem skipið er
undir 500 brúttótonnum skal
leyfisveitingin vera á hendi
heilbrigðisnefnda sveitar
félaga.
DV kannaði hvort leyfi fyrir
niðurrifi og endurvinnslu
bátsins á landi Garðsstaða
hefði verið gefið út og er
skemmst frá því að segja, að
svo er ekki.
Í skriflegu svari við fyrir
spurn DV segir Anton Helga
son frá Heilbrigðiseftirliti
Vestfjarða að engin starfsleyfi
hafi verið gefin út „enn sem
komið er“. Hann segir jafn
framt að skoðað hafi verið að
taka bátinn á land á Ísafirði
en fyrir því hafi ekki verið
áhugi. Anton segir að Eiður
hafi verið of stór og þungur
til þess að hægt væri að taka
hann upp úr sjónum með
krana og sé þess utan of stór
til að hægt sé að koma honum
í gegnum göngin. „Báturinn lá
á hafsbotni um tíma og er því
vel skolaður. Eins hefur Terra
yfirfarið bátinn og var öllum
spilliefnum dælt úr.“
Anton segir að brotamálms
fyrirtækið Fura mun sinna
niðurrifi bátsins á landi
Garðsstaða og flytja leifarnar
í endurvinnslu.
Bragi Þór Thoroddsen,
sveitarstjóri í Súðavíkur
hreppi, sagðist ekkert kannast
við málið.
Lítið eftirlit með eftirlitinu
DV sendi enn fremur fyrir
spurn á björgunarsveitina á
Ísafirði, sem sagði að þessi
notkun á björgunarskipi væri
hluti af reglubundinni tekju
öflun björgunarsveitarinnar.
„Þetta var fjáröflunarverkefni
og það koma af og til slík verk
efni og er þá samið um þjón
ustugjald fyrir fram. Rekstur
björgunarbátasjóða sem okkar,
þar sem á bilinu 1530 útköll
berast á ári, er fjárfrekur og
því eru fjáröflunarverkefni
yfirleitt kærkomin, auk þess
sem slík verkefni geta verið
góð æfing fyrir áhöfn skips
ins,“ sagði Gauti Geirsson, for
maður björgunarbátasjóðsins á
Ísafirði. Hann kvaðst ekki geta
veitt DV upplýsingar um hver
greiddi fyrir aðgerðina eða
hvað drátturinn kostaði.
Í svari Friggjar Thorlacius,
lögfræðings hjá sviði efna,
eftirlits og veiðistjórnunar
hjá Umhverfisstofnun, við
fyrirspurn DV um viðurlög við
brotum á áðurnefndri reglu
gerð, segir hún að heilbrigðis
nefndir sveitarfélaganna hafi
eftirlit með atvinnurekstri
sem þessum. „Þau þvingun
arúrræði sem heilbrigðis
nefnd hefur í þessu tilviki,
til að koma á reglufylgni, eru
áminning, dagsektir og verk
á kostnað aðila og stöðvun til
bráðabirgða.“ Það er því sama
heilbrigðisnefnd sem vissi af
ætluðu niðurrifi skipsins á
landi Garðsstaða og taldi ekki
þörf á að veita fyrir því leyfi
sem á að hafa eftirlit með því
að leyfi séu veitt og refsa þeim
sem fara af stað í leyfisskylda
starfsemi án tilskilinna leyfa.
Umhverfisstofnun er þó
heimilt að beita stjórnvalds
sektum „í vissum tilfellum“,
sem og að kæra brot á lögunum
og reglugerðum til lögreglu,
að því er fram kemur í svari
Friggjar.
DV spurði Umhverfisstofnun
að því hvort niðurrif Eiðs á
landi Garðsstaða í leyfisleysi
væri til skoðunar og hvort
stofnunin hygðist kæra fram
kvæmdina, en svör höfðu ekki
borist þegar blaðið fór í prent
un. Svörin verða birt á vefnum
DV.is ef og þegar þau berast. n
Heimir
Hannesson
heimir@dv.is
MYND/SKJÁSKOT MAP.IS
ENN BÆTIST Í SAFN ALRÆMDS
RUSLASAFNARA Í DJÚPINU
Báturinn Eiður sem fórst í snjóflóðinu á Flateyri aðfaranótt 15. janúar 2020 var um síðustu
helgi dreginn upp á strönd á landi Garðsstaða í Ísafjarðardjúpi þar sem til stendur að rífa
hann. Engin starfsleyfi liggja fyrir aðgerðinni þó að Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða viti af henni.
Báturinn Eiður
fórst í snjó-
flóðinu á Flat-
eyri í janúar í
fyrra.
MYND/HEIMIR
SAFNARINN Í DJÚPINU
Nágrannar Garðsstaða áætla að
um 700 bílhræ séu á jörðinni.
8 FRÉTTIR 12. MARS 2021 DV