Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 11
Endurkoma Jóns í íslenskt viðskiptalíf má segja hafi formgerst með framboði hans til stjórnar Haga árið 2019 og svo yfirtökutilboði í Skeljung. Framboðið reyndist dauða- dæmt og aðeins um 2 prósent hluthafa í Skeljungi tóku yfir- tökutilboði Jóns. Nú ertu kominn af stað í íslenskt viðskiptalíf aftur, en virðist misvel tekið af koll­ egum þínum í bransanum. Tengist þessi óvild sem þú mætir þinni persónu? „Nei, ég held að við höfum bara verið að gera hluti sem hafa ekki verið gerðir á Ís- landi áður og ég hef verið í góðu sambandi við aðra hlut- hafa, til dæmis í Skeljungi.“ Óvildin tengist ekki þinni persónu? „Nei, nei.“ Þegar fyrir lá að mikill meirihluti hluthafa í Skeljungi myndi ekki taka tilboði Jóns þakkaði Jón þeim traustið og sagðist gera því skóna að þeir hefðu trú á stefnu og áætl- unum Jóns um rekstur fyrir- tækisins og, á einfölduðu máli, hefðu viljað vera með. Hlut- hafarnir sjálfir sögðu að til- boðið hefði bara verið of lágt. Hvað sem því líður var ljóst að nærvera Jóns Ásgeirs í íslensku viðskiptalífi myndi ekki fara fram hjá neinum. Því hefur verið fleygt fram að það fylgi því orðspors­ áhætta að hafa þig með í rekstri fyrirtækja. Það var til dæmis notað í tengslum við tilboð þitt í Haga um árið. „Jú, mér var sagt að mér fylgdi orðsporsáhætta.“ Tókstu því persónulega? „Að sjálfsögðu.“ Heldur þú að kollegar þínir í viðskiptalífinu upplifi enn orðsporsáhættu af því að hafa þig með? „Nei, ég held að svo sé ekki. Þetta var vinsælt orð hérna rétt eftir hrun. Ef menn höfðu engin önnur svör við því sem við vorum að segja, þá gripu menn í þetta orð,“ segir Jón kíminn á svip. „Þetta var notað miskunnarlaust, til dæmis í Hagamálinu. Við buðum miklu hærra verð í hlutinn en bank- arnir sögðu samt nei. Bank- arnir töpuðu rosalegu fé á því og maður hlýtur að spyrja sig, hvar var umboðssvikalöggan þá?“ Saknar ekki vöru bretta­ ímyndarinnar Það var ekki alltaf svo að „orð- sporsáhætta“ væri sögð fylgja nærveru Jóns Ásgeirs. Því er til dæmis lýst í bókinni að þeir feðgarnir lögðu mikið upp úr því að koma sér upp orðspori sem samsvaraði rekstri Bón- uss. Þeir feðgar keyrðu um á sendiferðabílum merktum bleika Bónusgrísnum og sáust iðulega sjálfir á gólfinu að raða í hillur í verslunum sín- um. Feðgarnir voru kallaðir „bestu vinir litla mannsins“ í fjölmiðlum og voru kosnir við- skiptamenn ársins í tímarit- inu Frjáls verslun. Ljóst er að þessi ímynd stökkbreyttist svo á góðæristímabilinu. Snekkjur og einkaþotur passa vafalaust illa inn í vörubrettaímyndina. Aðspurður út í þessa stökk- breytingu tekur Jón strax upp hanskann fyrir Bónus: „Það breytir því ekki að Bónus var alltaf og hefur alltaf verið trúr sínum uppruna.“ En þú? Varst þú trúr þínum uppruna? „Eins og kemur fram í bók- inni tel ég að við höfum farið aðeins fram úr okkur.“ En þessi upprunasaga, langar þig aftur í hana? Þetta gamla mannorð. Langar þig að verða maður fólksins aftur? „Ég held nú að það sé ekkert keppikefli hjá mér að komast aftur í kristalsalinn í Skútu- vogi,“ segir Jón og glottir. „Það var nú ágætt að vera þar samt. Pabbi sagið alltaf: „Gróði en ekki græðgi,“ og það var mikill sannleikur í því. Við urðum að vera með hagnað, en við vorum oft með tækifæri til þess að taka risa álagningu en gerðum það ekki. Á því byggðist þessi Bónus-hugsjón.“ Svo kom nokkurra ára tíma­ bil þar sem þú gerðir það ekki. „Já, við fórum þarna í stærri mál og uppruninn gleymdist,“ viðurkennir Jón. En áfram stendur spurningin: Langar Jón aftur að verða „maður fólksins“? „Ég gaf út þessa bók vegna þess að ég vildi að þessi saga væri til, en í henni felst enginn „glory-viðsnúningur“. Maður veit ekkert hvað maður gerir í framtíðinni en ég er ekki á Ég held nú að það sé ekkert keppi- kefli hjá mér að komast aftur í kristalsalinn í Skútuvogi. DV 12. MARS 2021 FRÉTTIR 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.