Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15
Þetta er kúnstin, að gera ekki
neitt. Við kennum fólki þá að
stoppa sig af, gera ekki neitt,
róa sig og koma til baka.
Minnsta mögulega timeout
er að draga djúpt andann og
telja upp á fimm. Það getur
líka verið timeout að fara á
klósettið, vera lengi þar, þvo
á sér hendurnar og vera lengi
að því. Ef fólki tekst að gera
grín að sjálfu sér er það búið
að vinna. Það er ekki hægt
að vera reiður og hlæja að
sjálfum sér. Forsenda þess að
taka timeout er að fá leyfi frá
makanum, annars getur hann
upplifað það sem ofbeldi að
viðkomandi labbi í burtu.“
Er hægt að hjálpa öllum að
hætta að beita ofbeldi?
„Nei. Rannsóknir sýna að
það er ekki hægt. Það er ekki
hægt að hjálpa fólki sem vill
ekki breyta hegðun sinni eða
sér ekkert rangt við hana. Ef
þú sérð ekkert rangt við hegð-
un þína get ég ekki hjálpað
þér.“
Afar misjafnt er hversu
lengi fólk er í meðferð. „Brott-
fallið er í kring um 20-25 pró-
sent. Það er fólk sem kemur
kannski í eitt viðtal og finnst
það síðan ekki eiga hér erindi.
Það er þá kannski fólk sem
er vísað hingað. Það er ein-
hver reytingur af fólki sem
er í meðferð í eitt til tvö ár
og örfáir sem eru lengur. Hjá
þeim sem eiga langa sögu um
ofbeldi þarf að breyta svo
miklu þegar kemur að við-
horfi og gildismati. Okkur
reynist til þess að gera auðvelt
að vinna þannig að líkamlegt
ofbeldi hætti. Lengstan tíma
tekur að vinna með andlega
ofbeldið. Síðan er líka dæmi
um fólk sem er bara hrætt
við að vera ekki í meðferð. Þá
kemur fólk kannski einu sinni
tvisvar á ári í eftirfylgd.“
Í gildi er þjónustusamning-
ur milli heilbrigðisráðuneytis-
ins og Heimilisfriðar þannig
að þjónustan er niðurgreidd að
mestu. Greiða þarf þrjú þús-
und krónur fyrir hvert viðtal.
Andrés tekur fram að góður
stuðningur ráðuneytisins hafi
skipt sköpum fyrir verkefnið.
„Þetta er þjónusta sem
margborgar sig og er for-
vörn. Ofbeldið og afleiðingar
þess eru gríðarlega kostn-
aðarsamar fyrir samfélagið.
Þegar ofbeldið hættir er það
svo mikill léttir fyrir alla.
Það besta sem við getum gert
fyrir börn sem upplifa of-
beldi á heimilum er að stoppa
ofbeldið. Síðan þarf að grípa
börnin. Ég er ekki í neinum
vafa um mikilvægi þess sem
við erum að gera.“ n
DV 12. MARS 2021
Fjöldi tilkynninga frá janúar 2020 til og með janúar 2021 eftir kyni geranda.
25
20
15
10
5
0
Ja
nú
ar
Fe
br
úa
r
M
ar
s
A
pr
íl
M
aí
Jú
ní
Jú
lí
Á
gú
st
Se
pt
em
be
r
Ok
tó
be
r
N
óv
em
be
r
De
se
m
be
r
Ja
nú
ar
TILKYNNINGAR UM HEIMILISOFBELDI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
17
11
16
5
2
15
5
23 2
3
7
3
2 5
12
14
20
1
20
11
13
15
17
1
1
4
HEIMILD: SAMAN GEGN OFBELDI
n Karlar
n Konur
Athugaðu að hér er ekki um próf
að ræða sem gefur niðurstöðuna
„já“ eða „nei“. Eftirfarandi fullyrð-
ingar geta hins vegar hjálpað þér
við að átta þig á eðli sambandsins.
Á eitthvað af neðantöldu við um
þig og maka þinn?
• Mislíkar þér við fjölskyldu mak-
ans, vini og vinnufélaga?
• Hefur þú komist að því hvað
maki þinn er lengi í og úr vinnu/
skóla?
• Viltu gjarnan sækja hann beint í
vinnuna/skólann?
• Finnst þér vinna makans eða
skóli vera lítils virði?
• Finnst þér börnin ræna athygli
hans frá þér?
• Ert þú gagnrýnin/n á uppeld-
isaðferðir makans?
• Kemur fyrir að þú gagnrýnir
fataval hans og útlit?
• Viltu helst að þið séuð bara tvö
saman án annarra aðila?
• Reynir þú að aftra maka þínum
frá því að hitta annað fólk?
• Viltu vita allt um fyrrverandi
hans/hennar?
• Viltu að maki þinn losi sig við
hluti tengda fyrri ástarsam-
böndum?
• Ásakarðu maka þinn um að vera
þér ótrú/r?
• Hefur þú eingöngu yfirlit yfir
fjármál ykkar og skammtar
maka þínum peninga?
• Viltu hafa yfirsýn yfir símtöl
makans, tölvupóst, skilaboð,
bréf, bankareikninga eða þess
háttar?
• Kemur það fyrir að þú niðurlægir
maka þinn frammi fyrir öðru
fólki?
• Hefur þú viljandi eyðilagt per-
sónulega muni hans?
• Finnst þér óþarfi að maki þinn
mennti sig meira?
• Kemur fyrir að þú öskrar á hann
eða uppnefnir hann?
• Reynir þú að fá maka þinn til
að taka þátt í kynferðislegum
athöfnum sem hann kærir sig
ekki um?
• Hefur þú einhvern tímann reynt
að aftra maka þínum frá að fara
ein/n til læknis?
• Hefur þú einhvern tímann hótað
að beita maka þinn ofbeldi?
• Hefur þú einhvern tímann hrint
maka þínum?
• Hefur þú einhvern tímann haldið
maka föstum, hrist hann eða
slegið?
BEITI ÉG OFBELDI?
HEIMILD: KVENNAATHVARF.IS
lokum meðferðar. Það er
viljandi að makar fara á aðra
stofu til að tryggja að það komi
ekki fyrir óvart að gerandi og
þolandi hittist á stofunni. Þetta
eru bara öryggissjónarmið.“
Flestir þeirra sem koma
eru á aldrinum 25-40 ára en
aldursdreifingin nær upp í
sextugt. Hann segir fáa koma
undir 25 ára og fáa yfir sex-
tugu.
Draga úr alvarleikanum
Hann segir nokkuð algengt að
fólk hafi ekki áttað sig á því
að það hafi beitt ofbeldi eða
þá að það geri sér ekki grein
fyrir alvarleika málsins.
„Þegar maður skoðar málin
ofan í kjölinn er algengt að
fólk geri lítið úr ofbeldinu,
dragi úr alvarleika þess eða
segist jafnvel ekki muna
eftir því. Þetta er eðlilegt.
Fólk kemur hingað uppfullt
af skömm og þarf að verja
sig með einhverjum hætti því
annars er nánast ógjörningur
að horfast í augu við sjálfan
sig,“ segir Andrés.
„Það er líka sláandi að und-
antekningarlítið gera bæði
gerendur og þolendur sér ekki
grein fyrir afleiðingum of-
beldisins fyrir börn. Ég verð
miður mín í hvert sinn. Þetta
er það sem mér finnst erfiðast
við starfið. Fólk áttar sig ekki
á því hvaða áhrif þetta hefur á
börnin. Fólk segir börnin hafa
verið sofandi og ekkert verða
vör við þetta en þau verða
sannarlega vör við ofbeldið
og þau sitja uppi með afleið-
ingarnar. Börn sem alast upp
við ofbeldi á heimilum sýna
sömu líffræðilegu breytingar
á heilastarfsemi og börn sem
bjuggu við stríðsástand í Kós-
ovó. Þetta hefur verið rann-
sakað. Ég er alltaf að benda á
þetta því mér finnst þetta svo
alvarlegt.“
Fjórir þættir meðferðar
Í upphafi meðferðar fara
gerendur í þrjú til fjögur
einstaklingsviðtöl þar sem
fram fer geðgreining, áfalla-
sögugreining og mat er lagt
á alvarleika ofbeldisins. Með-
ferðinni er skipt í fjóra þætti;
sýnileika, ábyrgð, tengsl og
afleiðingar.
„Sýnileikinn snýst um að
leggja spilin á borðið með fólki
og gera því kleift að átta sig á
ofbeldinu, að sjá það. Næsta
skref snýst um að taka ábyrgð
á ofbeldinu. Fólki er kennt að
það eitt ber ábyrgð á hegðun
sinni. Það er einfaldlega ekki
í boði að segja „… en hún ætti
ekki að vera að ýta á alla takk-
ana hjá mér.“ Ofbeldi er ein-
faldlega bannað. Það er ekki
valkostur við nokkrar kring-
umstæður. Í þriðja þættinum
skoðum við tengsl ofbeldis,
hvort það er tengt við einhvers
konar neyslu, geðveiki, streitu
eða atvinnuleysi, svo dæmi séu
tekin. Þá skoðum við afleið-
ingarnar fyrir alla á breiðum
grunni, afleiðingarnar fyrir
börnin, fyrir viðkomandi,
fyrir maka, fyrir vinnuna.“
Hann segir að frá fyrsta
tíma fái gerendur praktísk
verkfæri í hendurnar. „Við
kennum fólki að taka timeout.
Andrés Ragnarsson sálfræðingur rekur verkefnið Heimilisfrið þar sem gerendur í heimilisofbeldismálum fá
sérhæfða aðstoð. Hann segir algengt að fólk átti sig ekki á því að það hafi beitt ofbeldi. MYND/VALLI
HEIMILISFRIÐUR
Sími: 555 3020
Það er líka sláandi að undan-
tekningarlítið gera bæði
gerendur og þolendur sér
ekki grein fyrir afleiðingum
ofbeldisins fyrir börn.