Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 21
FÓKUS 21 vinahjónum sínum, verslun með notaðan fatnað og vörur fyrir fullorðna. „Nánast frá því við opn- uðum Barnaloppuna var fólk að spyrja hvort við ætluðum ekki líka að vera með föt fyr- ir fullorðna. Við ákváðum svo að slá til þegar við fundum gott húsnæði í Smáralind. Við erum reyndar líka búin að sprengja það utan af okkur og það er langur biðlisti.“ Hún segir fólk kaupa tölu- vert af tækifærisgjöfum á borð við kertastjaka og vasa í Extraloppunni en minna sé um að fólk kaupi notaðan fatnað sem gjöf fyrir full- orðna. „Fólk er meira í því að kaupa föt á sjálft sig. Það er líka töluvert um að unglingar fari í Extraloppuna að kaupa á sig föt.“ Lengi hafa bæði Kolaportið og Rauði krossinn selt not- aðan fatnað og ýmsar vörur en frá því Barnaloppan var opnuð jukust vinsældir versl- ana með notað og hefur fjöldi þeirra sprottið upp á síðustu misserum. Þessi gerð versl- ana er því greinilega komin til að vera. n Guðríður Gunnlaugs- dóttir rekur Barnaloppuna ásamt mann- inum sínum. MYNDIR/STEFÁN Fólk er frekar að kaupa notuð leik- föng en fatnað til að gefa. BÁSALEIGA Í Barnaloppunni leigir fólk bás til að selja notuð föt og notaðar barnavörur. SÆLT AÐ GEFA Það þy k i r sjálfsagðara en áður að kaupa notað til að gefa. UMHVERFIÐ Það er um- h v e r f i s - vænna að kaupa notað en að kaupa sífellt nýtt. FYRIR FULLORÐNA Í Extraloppunni er fatnaður og vörur fyrir fullorðna. BARNAVAGNAR VINSÆLIR Barnavagnar er dæmi um vörur sem nýtast vel þó þær séu not- aðar. DV 12. MARS 2021 Í dag er framleitt gríðarlega mikið af fatnaði. Framleiðsl- an er ódýr vegna þess að meðal annars er umhverfis- kostnaður ekki tekinn inn í verðið við framleiðsluna. Heilmikið af efnavöru og auðlindum þarf til framleiðslu á vefnaði, eins og ræktarland, vatn, skordýraeitur og ýmislegt fleira. Mikil ofneysla er á fatnaði á Íslandi og öðrum Vestur- löndum og mikið er framleitt af endingarlitlum fatnaði. Hver Íslendingur kaupir rúmlega 17 kíló af vefnaðarvöru árlega, sem er um þrisvar sinnum meira en meðal-jarð- arbúi. Á hverju ári eru framleiddar um 150 milljarðar flíka sem svarar til 20 flíkum á hvert mannsbarn í heiminum árlega. En hvert fer allur þessi fatnaður? Hafa þarf í huga að vefnaðarvara er auðlind sem á ekki heima í urðun. Í dag er þó um 60 prósentum hent í ruslið og endar annað hvort með því að vera brennt eða urðað. Aðeins 40 pró- sent fara í endurnotkun og endurnýtingu. Næstum allur notaður textíll sem safnast á Íslandi er sendur í flokk- unarstöðvar erlendis þaðan sem honum er svo dreift til endursöluaðila eða settur í endurnýtingu. Endurnýting felur í sér að aðrar vefnaðarvörur af verri gæðum eru unnar úr textílnum, svo sem tuskur. NOKKUR GÓÐ RÁÐ • Draga úr fatakaupum. • Kaupa endingarbetri flíkur bæði hvað varðar gæði og hönnun. • Fá lánað og gefins föt sem aðrir eru hættir að nota. • Gefa föt til annarra. • Fara með allan textíl, líka það sem er ónýtt, blettótt eða með götum í endurvinnslu. FATASÓUN HEIMILD: UMHVERFISSTOFNUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.