Fréttablaðið - 06.04.2021, Side 4

Fréttablaðið - 06.04.2021, Side 4
ÍSBAND ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 18:00 • OPIÐ FÖSTUDAGA 07:45 - 17:00 VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA FIAT HÚSBÍLAR - ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI SMURÞJÓNUSTA BYGGINGAR Í nýrri talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu á Akureyri kemur í ljós að 149 íbúðir eru í byggingu, þar af 123 í fjölbýli. Á undanförnum 12 mánuðum hefur dregið úr umsvifum í byggingu íbúðarhúsnæðis þar á bæ og segir í skýrslu um málið að mikill lóða- skortur hamli uppbyggingu íbúða á Akureyri. Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SS Byggir, segir að hann hafi séð í hvað stefndi fyrir um tveimur árum en talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í bænum. „Við erum að fara að steypa okkar síðustu steypu eftir rúman mánuð, eftir það verðum við lóða- lausir. Það er engin fjölbýlishúsalóð laus á Akureyri og ég held að það hafi verið tvær lausar einbýlishúsalóðir í síðustu viku. Svona er nú ástandið og mér skilst að flestir verktakar séu að verða lóðalausir,“ segir Sigurður. SS Byggir var stofnað 1978 og er í hópi stærstu byggingafyrirtækja norðan heiða. Sigurður segir að um 90 manns séu í vinnu hjá sér og til að bregðast við lóðaskortinum réðst fyrirtækið í uppbyggingu Hálanda í Hlíðarfjalli. „Þau svör sem ég fæ frá bænum eru að ný hverfi séu í hönnun. Við höfum verið að ýta á hlutina í að verða annað ár því við sáum í hvað stefndi. Það er meira að segja verið að spyrja okkur, hver kaupir þessar íbúðir? Mér finnst það ekki rétta spurningin. Íbúðir seljast. Við höfum verið að skila af okkur rúmlega einni íbúð á viku og erum að verða lóðalausir núna. Við erum, með undirverktökum, um 90 manns í vinnu og það er eins og það skipti engu máli.“ Þótt samdrátturinn sé mestur á Akureyri er einnig verulegur sam- dráttur í fjölda íbúða í byggingu. Í þeim sveitarfélögum þar sem taln- ingin fór fram eru nú 4.610 íbúðir í byggingu og hefur þeim fækkað um 1.131 á milli ára. Hefur ekki mælst meiri fækkun íbúða í byggingu síðan SI hófu íbúðatalningu á vor- mánuðum fyrir áratug. Samdráttur íbúða í byggingu á landinu mælist um 20 prósent frá talningu SI á sama tíma 2020. Mestur er samdrátturinn á íbúðum sem eru á byggingarstigum 4 og 5, eða um 23 prósent á milli ára. Um er að ræða íbúðir sem eru orðnar fokheldar og að því að vera tilbúnar til innrétt- inga. Boðar þetta að veruleg fækkun gæti orðið á íbúðum á síðustu bygg- ingarstigum á næstunni, samkvæmt skýrslu SI. Sigurður er ekki hrifinn af nútíma- pólitík þar sem allt er sett í nefndir og starfshópa og jafnvel undirbún- ingsfélög til að undirbúa ákvörðun. „Það liggur við að ef einhver tekur ákvörðun sé viðkomandi skamm- aður. Það þarf allt að fara í gegnum fjórar eða fimm nefndir en við rekum ekki Ísland eða sveitarfélög á nefndum. Sumir bæjarfulltrúar, ég tek það fram sumir, halda að við séum með frekju og að troðast með því að ýta eftir lóðum, en ég veit að ef við fáum lóð þá tekur um 10 mánuði að fá allar teikningar samþykktar og annað slíkt inn í kerfið. Við erum 43 ára fyrirtæki og þetta hefur aldrei verið svona áður.“ Hann segir að verktakar geti lítið annað en að líta í kringum sig og skoða sveitirnar í kring. Sigurður segir að hann hafi áhyggjur af því að önnur sveitarfélög taki fram úr Akureyri í fólksfjölda. Það sýni ákveðna stefnu, já eða skort á stefnu. „Akureyri var næstfjölmennasta sveitarfélagið í kringum aldamótin en verður komið í sjötta sæti áður en langt um líður. Það segir ýmislegt og sýnir að eitthvað er að.“ benediktboas@frettabladid.is Mikill lóðaskortur á Akureyri gerir verktökum erfitt fyrir Umtalsverður samdráttur er í íbúðarbyggingu á Norðurlandi og sérstaklega á Akureyri. Þar eru verk- takafyrirtæki að verða lóðalaus og segist framkvæmdastjóri SS Byggir aldrei hafa kynnst öðru eins á þeim fjóru áratugum sem fyrirtækið hafi verið til. Pólitíkin geti ekki sent allt í nefndir og starfshópa. Afar fáar íbúðir eru á fyrstu byggingarstigum, sem er áhyggjuefni vegna væntanlegs framboðs á fullbúnu íbúðar- húsnæði. Sigurður bendir á að öruggasti tekjustofn sveitarfélaga séu fasteignagjöld og útsvar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 123 fjölbýli eru í byggingu á Akureyri samkvæmt taln- ingu SI. COVID -19  Rúmlega  tíu þúsund manns hafa verið boðaðir í bólu- setningu vegna kórónuveirunnar í þessari  viku. Þetta kemur fram í bólusetningardagatali Landlækn- is. Bóluefnin þrjú sem hafa borist hingað til lands, AstraZeneca, Pfi- zer  og Moderna, verða notuð við bólusetningarnar. Miðvikudaginn 7. apríl fá þeir seinni Pfizer-sprautuna sem fengu þá fyrri fyrir 18. mars. Á fimmtu- daginn hefst bólusetning næsta ald- urshóps í röðinni þegar allir fæddir 1951 og fyrr verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca. Á föstudag- inn verður svo heilbrigðisstarfsfólk, sem starfar utan stofnana, bólusett með Moderna. Bólusetning fer fram í Laugardalshöll alla þrjá dagana. Eins og staðan er núna hafa 50.259 fengið bóluefni og tæplega helmingur þeirra hefur fengið báðar sprauturnar. Í apríl er stefnt að því að bólusetja tvo þriðju þerra sem eru á aldrinum 60–69 ára og tæp- lega helming þeirra sem hafa undir- liggjandi langvinna sjúkdóma.  Stærstur hluti þeirra sem bólu- settir hafa verið hér á landi hafa fengið bóluefni frá Pfizer, eða um það bil 28 þúsund manns. Þar á eftir kemur AstraZeneca, um 17 þúsund. Rúmlega fjögur þúsund hafa verið bólusettir með Moderna. – hó Komið að því að bólusetja 1951-árganginn Gert er ráð fyrir því að tveir þriðju þeirra sem eru á aldrinum 60–69 ára verði orðnir bólusettir í apríl. HELGARKROSSGÁTAN Leysti helgarkrossgátuna Dregið hefur verið úr réttum lausnum við helgarkrossgátunni sem birtist í blaðinu 27. mars. Hinn heppni lesandi er Linda Leifsdóttir, Reykjavík. Fréttablaðið þakkar þeim fjölmörgu sem sendu inn lausnir og óskar Lindu til hamingju. COVID -19 Reglugerð sóttvarna- yfirvalda sem kveður á um að þeir einstaklingar sem koma koma til Íslands frá áhættusvæðum þurfi að vera í fimm daga sóttkví í far- sóttarhúsi er ó lög mæt að mati Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Héraðs dómur Reykja víkur úr- skurðaði í  gær í þremur málum er snúa að lög mæti þess að skylda komu far þega frá á hættu svæðum í far sóttar hús. Alls hafa fimm kærur er varða tólf ein stak linga verið lagðar fram og voru þrjár teknar fyrir í gær. Jón Magnús son, lög maður konu sem dvelur í farsóttarhúsi með dóttur sinni, segir að úrskurður- inn eigi við um þá sem sýnt geti fram á að þeir geti verið í sóttkví á heimili sínu hérlendis. Úrskurður- inn  hafi  að öllum líkindum for- dæmisgildi fyrir þá sem eru í sams konar stöðu og umbjóðendur hans. Fyrstu gestirnir mættu í sótt- kvíar hótelið þann 1. apríl síðast- liðinn. Í tilkynningu sem  heilbrigðis- ráðuneytið sendi frá sér í gær- kvöldi segir að ráðuneytið og sótt- varnalæknir fari nú yfir úrskurðinn. Að svo komnu máli verður brugð- ist við úrskurðinum með þeim hætti að þeim sem eru á sóttkvíar- hótelum verður gerð grein fyrir því að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Eigi að síður biðla sóttvarna- yfirvöld til gesta um að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid 19-sjúkdómsins. Í framhaldinu mun ráðherra, í samráði við sóttvarnalækni, nota næstu daga til að skoða hvaða leið verður farin til að lágmarka áhættu á að smit berist inn í landið. – hó Stjórnvöld biðla til fólks um að ljúka sóttkví í farsóttarhúsinu Þessi kona virtist una hag sínum vel í sóttkvínni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 6 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.