Fréttablaðið - 06.04.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 06.04.2021, Síða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Einn af grundvallar- þáttum í ríkjum þar sem borgar- arnir treysta á lög og rétt er sá að reglur séu skýrar og auðskiljan- legar. Tölurnar sýna al- gjöran viðsnúning. Heildar- fjölgun umsókna frá árinu 2018 er 153%. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ára Einn af grundvallarþáttum í ríkjum þar sem borgararnir treysta á lög og rétt er sá að reglur séu skýrar og auðskiljanlegar. Þau byggja á að fólk hafi frelsi til athafna að því marki að frelsi þess takmarki ekki frelsi annarra. Flest viljum við að þannig sé gengið frá málum að ekki þurfi að efast um að réttilega hafi verið staðið að allri reglusetningu. Eftir því sem settar eru meiri hömlur og takmarkanir á borgarana eru ríkari kröfur gerðar til vandvirkni og reglurnar eigi stoð í lögum og jafnframt gangi ekki í berhögg við þau. Reglurnar leiða til þess að farþegar eru hnepptir í skyldusóttkví á hóteli, jafnvel þótt þeir eigi hér heimili og geti tekið út sóttkvína þar. Ekki kom sérstaklega á óvart að héraðsdómur skyldi komast að þeirri niðurstöðu í gær að of langt væri gengið. Í nýbreyttum sóttvarnalögum er sóttvarnahús skilgreint sem staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða staðfest er að svo sé. Ekkert í þessum texta fjallar um að skylda megi fólk til dvalar í þess konar húsum. Það er reyndar heimild til sóttvarnalæknis til þess arna, en það er þegar aðstaðan er sú að fólk hafi fallist á samstarf um að fylgja reglum um sóttkví en í ljós komi að reyndin hafi verið önnur. Í þessum reglum er vísað til ferðamanna. Hvort það hugtak tekur til Íslendinga á heimleið, eins og dæmi eru um meðal vistmanna í sóttvarnahúsi, er óljóst. Í lögunum segir að ráðherra sé heimilt að kveða á um í reglugerð að fólk gangist undir sóttkví óháð því hvort grunur sé um að þeir hafi smitast – en þá aðeins „til að bregðast við tiltekinni hættu eða bráðri ógn við lýðheilsu“. Í fréttaskýringu á vef Fréttablaðsins frá því á laugardag kemur fram að þingmenn sem rætt var við hafi efasemdir um hvort þeir tímar sem við nú lifum og koma Íslendinga heim teljist „hætta eða bráð ógn við lýðheilsu“. Þetta er lykilatriði. Þegnar þessa lands verða að geta treyst því að ekki sé lengra gengið í takmörk- unum og hömlum en nauðsyn krefur og heimilt er. Stjórnvöld eru bundin af reglu um meðalhóf. Sú regla segir að stjórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem stefnt er að með ákvörðuninni, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Þess skuli þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn krefur. Ekki ber á öðru en við þessa reglusetningu hafi meðalhófið gleymst. Sóttvarnaráðstafanir eru mikilvægar. Um þær þarf að vera sátt. Ekki var von til þess að svo yrði. Við getum ekki liðið að gengið sé frjálslega um grundvallarmannréttindi á borð við frelsi einstakl- ingsins. Við getum ekki sætt okkur við að fólk sé svipt frelsinu þegar önnur og vægari úrræði eru tiltæk. Þetta er ófært. Ófært Fávitum varpað úr hrauni Facebook-hópurinn Fávita- varpið í Geldingahrauni var eldhress yfir páskahelgina þar sem háðfuglar krossfestu af miklum móð fólk sem treður sér í mynd og skyggir á beina vefút- sendingu RÚV. Leikar æstust til muna þegar hin smánuðu bættust í hópinn til þess að verja væntanlega stjórnarskrárbund- inn rétt sinn til athyglissýki og smána á móti spaugarana spor- lötu sem nenna ekki í návígi við náttúruöf lin. Hafi þótt vanta áminningu um hversu tilgangs- laus og hallærisleg samfélags- miðlarifrildi eru reyndist þessi hópur sannkölluð opinberun. Afstæð sóttkví Stjórnarskrárvarinn réttur fólks til þess að dreifa COVID- 19 var einnig í brennidepli vegna lúxusgúlagsins í Þórunn- artúni. Magnús Karl Magnús- son, prófessor við læknadeild HÍ, komst líklega býsna nærri kviku þess máls á Facebook þegar hann benti á að hitinn í umræðunni af hjúpaði hversu „sumir hafa tekið heimasóttkví frjálslega“. Hann benti síðan á að munurinn á heimasóttkví og hótelsóttkví snerist í raun aðeins um staðsetninguna en ekki einangrunina sem slíka og að rétt væri „að muna að umræðan nú snýst um stað- setningu frelsissviptingar, ekki um hvort um frelsissviptingu sé að ræða eða ekki“. toti@frettabladid.is Oft og tíðum eru fjölmörg mál sem bíða úrlausnar mennta- og menningarmálaráð-herra, enda sinnir ráðuneytið mikilvægum málaflokkum. Í störfum mínum sem ráðherra legg ég ætíð áherslu á stóru samfélagsmyndina. Ég velti því fyrir mér hvernig samfélag við viljum sem þjóð og hvernig framtíð við óskum okkur. Stóra myndin er sú að við erum samfélag sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi menntun. Rannsóknir sýna okkur t.d. að góður námsorðaforði og hugtakaskilningur, ályktunarhæfni, ánægja af lestri og fjölbreytni lesefnis vega mjög þungt í því að nemendur nái tökum á námsefni. Við vitum það einnig að góður kennari skiptir sköpum, og því tel ég kennara sinna einu mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Eitt það fyrsta sem blasti við mér í mennta- og menningarmálaráðuneytinu var yfirvofandi kennaraskortur. Þess vegna er mikil áhersla lögð á kennaramenntun og nýliðun í nýrri menntastefnu sem samþykkt var nýlega á Alþingi. Við höfum þegar markað stefnuna og sjáum árangurinn strax. Ný lög um menntun og hæfi kenn- ara og skólastjórnenda hafa orðið að veruleika. Við höfum ráðist í umfangsmiklar og markvissar aðgerðir til að fjölga kennurum, t.d. með því að bjóða nem- endum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám. Annað sem við gerðum var að bjóða nemendum á lokaári að sækja um námsstyrk sem gæti skapað hvata til að klára námið. Eftir að þetta átaksverkefni hófst árið 2018 fjölgaði umsóknum í kennaranám á grunn- og meistarastigi árin 2018 og 2019 um 454 umsóknir. Fjölgunin hélt áfram árin 2019 og 2020 en þá sóttu 585 fleiri um nám. Tölurnar sýna algjöran viðsnún- ing. Heildarfjölgun umsókna frá árinu 2018 er 153%. Markvissar aðgerðir skila árangri til framtíðar. Þessi þróun er einstaklega ánægjuleg. Ég fagna því á hverjum degi að við erum skrefi nær því að ná mark- miðum okkar um framúrskarandi menntakerfi. Góður kennari skiptir sköpum! Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra 6 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.