Rit Mógilsár - jun. 2002, Side 6
6
ríkisins þátt í þessum verkhluta sem kallaður var manna á milli
“trjáleitin”. Tókst að mestu að safna upplýsingum af öllu landinu eða
frá um rúmlega 2.000 mismunandi svæðum eða stöðum sem hafa að
geyma um 10.500 mismunandi gróðursetningar (í sumum tilvikum er
um aðeins stök tré að ræða).
Veturinn 1998-99 var unnið við innslátt og úrvinnslu úr gögnum sem
söfnuðust í forúttekinni. Aðaltilgangurinn með henni var að gefa góðar
og yfirgripsmiklar upplýsingar um trjágróður á Íslandi þannig að hægt
væri að gera almennilegt úrtak þegar trjáreitir og tré til nákvæmari
mælinga yrðu valin.
4.2 Val á trjáreitum og trjám til mælinga
Val á trjáreitum og trjám til mælinga hófst vorið 1999 og var nýttur til
þess hugbúnaður og reynsla landupplýsingardeildar Rala.
Valið fór þannig fram að unnið var með fasta viðmiðunarfjarlægð milli
valinna mælipunkta fyrir hverja tegund. Fyrir mikilvægustu tegundirnar;
ilmbjörk, alaskaösp, alaskavíði, sitkagreni, stafafuru og síberíulerki var
föst viðmiðunarfjarlægð 15 km á milli valinna mælipunkta en 20 km hjá
öðrum tegundum. Með þessu móti var áætlaður fjöldi mælinga í
úttektinni um 2000 talsins. Það er rösklega tvöföldun á mælingum frá
fyrri úttekt auk þess að þær urðu mun jafndreifðari um landið en raunin
varð í fyrstu úttektinni.
Leitast var við að velja skógarreiti þar sem hægt er að koma fyrir 100
m2 mælifleti. Til að auka samanburðarmöguleika var reynt að mæla
reiti sem höfðu verið mældir áður og þá sömu mælifleti. Þar var
einkum um að ræða reiti sem mældir voru í úttektinni 1973-76,
lerkireiti sem Arnór Snorrason mældi 1985 (Arnór Snorrason 1987),
stafafurureiti sem Aðalsteinn Sigurgeirsson mældi 1986 (Aðalsteinn
Sigur-geirsson 1988), asparreiti sem Brynjólfur Jónsson mældi 1987
(Brynjólfur Jónsson 1988) auk ýmissa annarra mæliflata. Við
mælingar á alaskavíði og viðju sem að jafnaði voru í skjólbeltum voru
aðeins mæld óklippt belti. Á þeim svæðum sem ekki var möguleiki á
að mæla samfelldar gróðursetningar voru einstök tré eða trjá
þyrpingar mældar. Ekki var leitast við að mæla elstu eða hæstu tré á
hverju svæði, heldur reynt að ná samfelldum mælifleti sem gæfi
nokkuð raunhæfa mynd af þeim vexti sem búast mætti við hjá
viðkomandi tegund í skógrækt.
Eins og fram kemur á 1. mynd var ekki eingöngu mælt í skóglendum
og skjólbeltum heldur einnig í heimagörðum. Það var gert í þeim
tilvikum það sem skóglendi og skjólbelti voru ekki til staðar. Er það
afar misjafnt eftir trjátegundum á hvernig ræktunarstað mælingar fóru
fram og hve stórir mælifletirnir voru.