Rit Mógilsár - jun. 2002, Side 8
8
skjól af nær-landslagi (innan 50m fjarlægðar) og fjær-landslagi, einnig
var botngróður metinn og skráður. Uppvaxtarskilyrði voru metin og
skráð, þ.e. hvort trjágróðurinn var uppvaxinn á bersvæði, í skjóli
skóga eða bygginga. Aldur gróðursetninga var fenginn úr
gróðursetningaskrám þar sem þær voru fyrir hendi, annars frá
eigendum og/eða lesinn af borkjörnum. Reynt var að meta umhirðu,
þ.e. grisjanir og áburðargjöf. Í sumum tilfellum voru YH- eða GMtré
svo skemmd vegna t.d. snjóbrots að þau voru ekki mælanleg. Í þeim
tilfellum voru þau tré sem næst komu skilgreiningum á GM– og YH-
trjám mæld og þess getið í skrá.
Nákvæm staðsetning mæliflata var mæld með GPS
staðsetningartæki, miðpunktur mæliflatanna var merktur með járnhæl
þar sem því var viðkomið. Í mörgum tilfellum voru mæld tré einnig
merkt með málingardoppu.
4.4 Framkvæmd og fjöldi mælinga
Trjámælingar á Suður- og Suðvesturlandi fóru fram sumarið og
haustið 2001.
Gerðar voru 360 mælingar á 169 stöðum í fimm sýslum; Vestur-
Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Kjósarsýslu sunnan
Mógilsár á Kjalanesi.
Í viðauka eru birtar í töflu I upplýsingar um alla staði ásamt
upplýsingum um fjölda mælinga á hverjum stað. Staðarkóðinn sem
kemur fram í fyrsta dálki í töflu I er notaður í gröfum sem sýna hæð,
bolrúmmál og bolrúmmálsvöxt. Þannig er hægt að lesa úr gröfunum
frá hvaða stöðum mælingar eru birtar.
Í þessari skýrslu birtast fyrstu niðurstöður mælinga fyrir áðurnefnt
landssvæði, en áður hafa verið birtar niðurstöður fyrir Vesturland,
Norðurland, Austurland og Vestfirði í sambærilegum skýrslum og
þessari (Arnór Snorrason ofl. 2001a, 2001b, 2001c og 2002).
Endanleg úrvinnsla mælinganna bíður lokaskýrslu verkefnisins.
4.5 Útreikningar
Reiknað er út og birt bolrúmmál standandi trjáa á ha og
meðalársvöxtur bolrúmmáls standandi trjáa á ha. Bolrúmmál er hér
skilgreint sem heildarrúmmál trjábols með berki. Trjábolur er
skilgreindur sem bolur eða stofn trés frá jarðvegsyfirborði að hæsta
toppi þess. Bolrúmmál GMtrjáa var reiknað eftir eftirfarandi jöfnum: