Rit Mógilsár - jun. 2002, Side 59

Rit Mógilsár - jun. 2002, Side 59
59 6 ÁLYKTANIR Í þessari skýrslu verða dregnar litlar ályktanir af framsettum niðurstöðum mælinga. Hér er eingöngu verið að leggja fram hráar niðurstöður trjámælinga en mat á gæðum þeirra, stöðlun og önnur úrvinnsla hefur ekki farið fram. Í þessum kafla verður aðeins leitast við að benda á hvað ber að varast við túlkun gagnanna og niðurstaðna þeirra sem hér eru birtar. 6.1 Óvenjulegir punktar – Einfarar (Outliers) Þegar gögn eru sett fram í punktaritum eins hér er gert koma oft í ljós punktar sem skera sig mjög frá punktasveiminum. Slíkir óvenjulegir punktar er kallaðir einfarar og eru oft felldir úr við áframhaldandi úrvinnslu gagna. Hér hafa þeir alltaf verið hafðir með t.d. þegar ferlar hafa verið gerðir og getur það í sumum tilvikum skýrt óvenjulega lögun eða stefnu ferlanna. Þau tilvik um einfara sem hægt er að greina eru talin upp hér að neðan. Birki við Sólheimahjáleigu í Mýrdal (PQ) sker sig töluvert úr hvað varðar bolrúmmál og bolrúmmálsvöxt án þess að hæðarferillinn sé tortryggilegur. Aldur var skráður eftir minni og margt bendir til þess að hann sé vanáætlaður. Mælingar á reyniviði í Deildarárgili í Mýrdal (PP) skera sig töluvert úr hvað varðar bolrúmmál og meðalársvöxt á flatareiningu. Mæliflöturinn sem var mældur var eingöngu 50 m2. Vera má að fjöldi trjáa og stofna sem voru innan flatarins hafi fyrir tilviljun verið óvenju margir og það ráði einhverju um einfaraeinkenni mælingarinnar. Samt verður að hafa í huga að reynirinn í gilinu er mjög hávaxin og stórvaxinn og öll vaxtarskilyrði eru eins og best verður á kosið. Þetta gætu verið samverkandi þættir sem skýra hve mikið þessi mæliflötur sker sig úr. Viðjubelti við Áshól í Ásahreppi Rangárvallasýslu mælist með óvenju góðan vöxt. Ljóst er að vöxturinn í þessu belti er mjög góður en það má vera að flatarmál beltisins hafi verið eitthvað vanmetið og því leitt til ofmats á rúmmálsvexti. Þrjár mælingar af lerki falla illa að punktasveiminum. Þetta eru mælingar á Kálfafelli II í V.-Skaftafellssýslu (OZ), Múlakoti (P6) og á Tumastöðum (P8) í Fljótshlíð. Allar eiga það sammerkt að vera mælingar á frekar stórvöxnum stökum trjám í görðum. Sú aðferð við að áætla grunnflöt á flatareiningu (G) út frá sambandi G og meðalgrunnflatar mældra trjáa virðist henta illa fyrir lerki þegar trén eru orðin mjög stór eins raunin er í þessu tilviki. Vera má að fleiri þættir spili þarna inn í. Til dæmis er nokkuð öruggt að lerkið í Múlakoti er álitið eitthvað yngra en það er í raun. 6.2 Ferlar Ferlar sem hér eru birtir má alls ekki túlka sem vaxtarferla viðkomandi trjátegundar í landsfjórðungnum. Þeir eru eingöngu vegið meðalgildi hæðar og bolrúmmáls á mismunandi aldursskeiðum fyrir öll mæld eða reiknuð gildi

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.