Rit Mógilsár - jun. 2002, Side 10
10
Fyrir stafafuru:
V = 0,1424*H2,0786 * D1,3 1,9028 * (H-1,3)-1,0259 * (D1,3 +100)-0,264
Þessi jafna er gerð fyrir skógarfuru í Vestur-Noregi (Bauger 1995).
Hana notaði Gunnar Freysteinsson í mælingum á viðarvexti á
Suðurlandi árið 1996 (Gunnar Freysteinsson 1996).
Fyrir lerki:
V = e-2,5079 * D1,3 1,7574 * H0,9808
Jafnan er gerð fyrir lerki (bæði rússa- og síberíulerki) í
Hallormsstaðaskógi (Norrby 1990).
Bolrúmmál standandi trjáa á flatareiningu var síðan reiknað með því
að margfalda fjölda trjáa á flatareiningu með leiðréttu rúmmáli
GMtrés. Með leiðréttu rúmmáli er átt við að búið er að taka tillit til
fráviks grunnflatar GMtrés frá meðaltalsgrunnfleti mæliflatarins.
Einnig er búið að taka tillit til annarra trjátegunda sem vaxa á
mælifletinum. Meðalársvöxtur bolrúmmáls standandi trjáa er síðan
reiknaður út með því að deila bolrúmmáli með aldri. Hér er notaður
gróðursetningaraldur sem er skilgreindur sem fjöldi ára frá og með
gróðursetningarári.
Þar sem samband er á milli meðalgrunnflatar (gmeðal) og
heildargrunnflatar á ha (G/ha) er hægt að áætla G/ha, þar með talið
fjölda stofna á ha og þ.a.l. bolrúmmál á ha. Þetta var gert í þeim
tilvikum þar sem aðeins voru mæld stök tré án þess að það flatarmál
sem þau stóðu á væri mælt. Þar sem þessi aðferð er notuð verður að
túlka niðurstöður mjög gætilega þar sem þær eru eðlilega mun lakari
að gæðum en þar sem mælt var á fleti með þekktu flatarmáli.
Innan hverrar tegundar er gerðir meðaltalsferlar fyrir samband
yfirhæðar og aldurs og bolrúmmáls standandi trjáa og aldurs. Notuð
er jafna sem lýsir S-laga (sigmodial) sambandi en það er viðurkennt
samband aldurs við bæði hæð og bolrúmmál (Strand 1968).
Eftirfarandi jafna er notuð:
Y = a/(1+e-((X-Xo)/b))) þar sem Y er annað hvort yfirhæð eða
bolrúmmál standandi trjáa, X er gróðursetningaraldur og a, b og Xo
eru fastar.