Fréttablaðið - 30.04.2021, Side 1

Fréttablaðið - 30.04.2021, Side 1
20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 4 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 hekla.is/skodasalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA ENYAQ iV Er mættur! RAFMAGNAÐUR 412 til 536 km drægni skv. WLTPVerð frá 5.790.000 kr. KOMDU OG SKOÐAÐU REYK JAVÍK Bygging smáhýsanna í Gufunesi reynist afar dýr fram- kvæmd. Kostnaður við hvert hús er nú metinn 33,4 milljónir króna. Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík gagnrýndu þetta harka- lega á fundi innkaupa- og fram- kvæmdaráðs í gær og hversu langan tíma hefur tekið að fá svör. Fyrir- spurnin var send í október. „Þessi kostnaður er galinn. Það er mjög miður að peningarnir séu ekki nýttir betur í þetta úrræði því þetta málefni er gott,“ segir Björn Gísla- son, sem situr í ráðinu ásamt Ragn- hildi Öldu Vilhjálmsdóttur. Hýsin eru 30 fermetrar að stærð og fermetraverðið því rúmlega 1,1 milljón króna. Til samanburðar er meðalsöluverð íbúða í fjölbýli í Reykjavík 513 þúsund krónur og sérbýlis 423 þúsund samkvæmt Þjóðskrá. Innkauparáð samþykkti tilboð Yabimo í byggingu 20 hýsa í maí árið 2019, upp á rúmlega 189 millj- ónir króna og tæplega 60 prósent af 320 milljóna króna kostnaðar- áætlun. Hýsin voru smíðuð í Kraká í Póllandi og flutt samsett til Íslands. Sú vinna hefur nokkurn veginn staðist áætlun, en aukakostnaður er meðal annars vegna jarðvinnu og lóðafrágangs. Björn segir að ef öðru tilboði hefði verið tekið gæti fermetra- verðið slagað í 2 milljónir króna. Í svari umhverfis- og skipulags- sviðs til fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins kemur fram að kostnaður við jarð- og lagnavinnu sé 11,8 milljónir á hvert hýsi og lóða- og umhverfis- frágang 5,7 milljónir. Samanlagt um helmingur kostnaðar við hvert hýsi. Þessi kostnaður er í bréfinu sagður tilkominn vegna lækkunar á hæðarkvóta Gufunesvegar þegar framkvæmdin var hafin. „Þetta gerði að verkum að endurskoða þurfti framkvæmdina og hafði þessi breyting í för með sér kostn- aðarauka við að koma smáhýsunum fyrir, meðal annars vegna aðgengis,“ segir í bréfinu. Var lóðin þá stækkuð til suðurs. Á fund innkauparáðs í gær mætti fulltrúi Innri endurskoðunar vegna hálfs árs dráttar á svörum. Fulltrúar meirihlutans skýrðu tafirnar með álagi vegna faraldursins og að upp- setningu hýsanna fimm hefði ekki verið lokið fyrr en í desember. Björn segir almennu regluna að fyrir- spurnum eigi að svara innan fjög- urra vikna og lengri tími en það sé liðinn síðan í desember. – khg Fermetri smáhýsa yfir milljón Kostnaður við hvert þrjátíu fermetra smáhýsi í Gufunesi er rúmlega 33 milljónir króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins máttu bíða í hálft ár eftir svörum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Það er mjög miður að peningarnir séu ekki nýttir betur í þetta úrræði því þetta málefni er gott. Björn Gíslason borgarfulltrúi, Sjálfstæðis- flokksins „Við vildum búa til stað þar sem hægt er að koma til að njóta,“ segir Dag ný Péturs dóttir, fram kvæmda stjóri Sky Lagoon, sem opnar nýtt bað lón á Kárs nesi í dag. Í dýrari aðganginum að lóninu fá gestir að gang að sér klefa til að klæða sig og sér sturtu. Á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, eru fjölmargar myndir frá nýja lóninu og ítarleg frétt um staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HEILBRIGÐISMÁL „Ég spyr mig að því hvort karlmenn í áhættuhópi fengju sömu meðferð í kerfinu,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, ein kvennanna sem bíða niðurstaðna úr skimun fyrir leghálskrabbameini. Niðurstöður úr töku á legháls- sýnum berast konum seint og illa og upplýsingum er ábótavant. „Það tekur enginn ábyrgð og heilsu okkar er stefnt í hættu á meðan,“ segir Lilja. Rætt er við Lilju og f leiri konur í svipaðri stöðu í Fréttablaðinu í dag. Á frettabladid.is er ítarlegri frásögn að finna. – lb / sjá síðu 10 Leghálsskimun er enn í ólestri Lilja Guðmundsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.