Fréttablaðið - 30.04.2021, Side 4
Meðalfæðing hefur
kolefnisspor á við
1.500 kílómetra akstur
bensínbíls.
Hulda Stein-
grímsdóttir,
umhverfisstjóri
Landspítalans
Markmið námskeiðsins eru:
• Efla sjálfstraust og auka eldmóð
• Leita nýrra tækifæra og vinna með styrkleika sína
• Stækka tengslanetið og byggja upp ný sambönd
• Auka tjáningarhæfni til að skapa jákvæð áhrif
• Bæta viðhorf, minnka kvíða og stjórna streitu
• Gerð ferilskráar og styrkja ásýnd á samfélagsmiðlum
Námskeiðið er 6 skipti með viku
millibili, 2,5 klst í senn. Verðið er
80.000 kr. og hægt er að fá styrk
frá VMST allt að 60.000 kr. Sum
stéttarfélög niðurgreiða 100%.
Námskeiðin eru staðbundin en líka í boði í
live online fjarþjálfun í rauntíma.
Sjáðu næstu námskeið á dale.is
Dale á milli starfa
Nýtt námskeið fyrir
atvinnuleitendur
Nánar á dale.is
UM HVE RFI S M ÁL Landspítalinn
hefur náð að minnka glaðloftslosun
um helming með sérstökum bún-
aði. Glaðloft, sem er að stærstum
hluta notað á fæðingadeildinni, er
300 sinnum skaðlegri gróðurhúsa-
lofttegund en koldíoxíð.
Búnaðurinn á því stóran þátt í því
að Landspítalinn er að ná loftslags-
markmiðum sínum.
„Meðalfæðing hefur kolefnisspor
á við 1.500 kílómetra akstur bensín-
bíls,“ segir Hulda Steingrímsdóttir,
umhverfisstjóri Landspítalans.
Árið 2016 setti spítalinn sér mark-
mið um að ná losun niður um 40
prósent á fjórum árum og það er að
nást núna. Þegar sporið var kortlagt
kom í ljós að glaðloft og svæfingagös
voru 33 prósent af heildinni.
Glaðloft, N2O, er stundum kallað
hláturgas og að langmestu leyti
notað við fæðingar. Samkvæmt
skýrslu Environice um kolefnis-
spor höfuðborgarsvæðisins notar
Landspítalinn um 80 prósent af
öllu glaðlofti, en það er einnig notað
í öðrum atvinnurekstri, svo sem á
tannlæknastofum.
„Glaðloft er mjög góður verkja-
stillir og skaðlaus okkar heilsu.
Við viljum ekki að konur hafi sam-
viskubit yfir því að nota það,“ segir
Hulda.
Eyðingarbúnaðinum var komið
upp fyrir tveimur árum síðan.
Gríman sem andað er í gegnum
sogar afgangs glaðloftið til baka inn
í vél sem hitar það upp og verður
þá efnahvarf sem gerir það mein-
laust. Með vélunum hefur náðst að
minnka glaðloftslosunina hratt.
Árið 2018 var losunin 1.816 tonn en
981 tonn árið 2019 og 900 í fyrra.
Annað gas, desf lúeran, sem er
2.540 sinnum skaðlegra en kol-
díoxíð hafa svæfingalæknar Land-
spítalans nú hætt að nota. Hulda
segir að þetta komi ekki niður á
öryggi eða líðan sjúklinganna, sem
fá þess í stað svæfingalyf í æð.
„Hagur sjúklingsins er í forgangi
en við erum að skoða allar leiðir til
þess að minnka kolefnissporið,“
segir Hulda.
Rekstur heilbrigðisþjónustu er
ekki fyrirferðarmikill í umræðu um
loftslagsmál. En á heimsvísu telur
hann um 5 prósent af allri losun.
„Þetta er umfangsmikil starfsemi
sem neytir mikils og skilar miklum
úrgangi,“ segir Hulda. „Ábyrgð
okkar mikil.“
Landspítalinn hefur ráðist í aðrar
aðgerðir, svo sem að hætta notkun
olíukyndingar á Hringbraut, bæta
aðstöðu fyrir vistvænar samgöngur,
minnka leigubílanotkun og f lug-
ferðir og auka fjarfundi.
Þar sem markmiðin frá 2016 eru
að nást er næst á dagskrá að setja
annað markmið og huga að f leiri
leiðum. Nefnir Hulda rafvæðingu
bílaflotans og auknar kröfur í vist-
vænum innkaupum sem dæmi.
„Við erum ekki sest í helgan
stein,“ segir Hulda Steingrímsdóttir.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Föngun glaðlofts Landspítala
veigamikil í loftslagsbaráttu
Glaðloft er 300 sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð. Landspítalinn hefur náð að
minnka kolefnisspor sitt til muna með föngun gastegundarinnar, sem er mest notuð á fæðingadeild.
Umhverfisstjóri spítalans segir markmið hans um að ná losun niður um 40 prósent hafa náðst.
COVID-19 Óskar Reykdalsson, for-
stjóri Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins, segir það hafa komið
fyrir að fólk fái ekki boð í bólu-
setningu því það sé ekki með skráð
símanúmer í sjúkraskrá.
„Það hefur gerst að fólk ætti
að hafa fengið bólusetningu en
hefur ekki fengið hana því boðið
hefur ekki borist því,“ segir Óskar,
en bætir við að þetta sé þó ekki
algengt.
Að sögn Óskars eru f lestir með
skráð símanúmer í sjúkraskrá.
Samkvæmt upplýsingum frá
Embætti landlæknis geta einstakl-
ingar sjálfir skráð símanúmer sín í
Heilsuveru, sé númerið skráð þar
ætti boð í bólusetningu að berast.
Óskar segir óskráð númer ekki
valda vanda er verið sé að bólusetja
fólk eftir aldri. Erfiðara sé að ná til
þeirra sem eru með undirliggjandi
sjúkdóma.
„Þegar við erum að vinna með
aldurinn höfum við boðið öllum
þeim sem eru fæddir á ákveðnum
tíma að mæta einhvern ákveðinn
dag og náð þannig til f lestra, en það
er erfiðara að ná til fólks með und-
irliggjandi sjúkdóma,“ segir Óskar
Ástæðuna f y rir þessu segir
Óskar vera þá að ekki allir geri sér
grein fyrir að þeir tilheyri þeim
hópi og þá sé hann afar fjölbreytt-
ur. – bdj
Nauðsynlegt að skrá símanúmer svo boð berist
Með eyðingarbúnaði hefur náðst að minnka losun Landspítalans á glaðlofti mjög hratt MYND/LANDSPÍTALINN
Óskar Reykdalsson segir flesta með
skráðan síma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SKÓLAMÁL Tekjur Hjallastefnunnar
voru tæpir 3,3 milljarðar króna og
var hagnaður ársins um 45 milljónir
í fyrra. Laun og launatengd gjöld
voru 2,7 milljarðar.
Reikningar Hjallastefnunnar ehf.
voru lagðir fram í fræðslunefnd Ísa-
fjarðar í vikunni.
Eigið fé Hjallastefnunnar nam
um síðustu áramót 45 milljónum
króna. Ársverk voru 349. Stjórn
félagsins leggur til að ekki verði
greiddur arður til hluthafa vegna
rekstrarársins.
Hjallastefnan rekur leik- og
grunnskóla víða um land, meðal
annars leikskólann Eyrarskjól á
Ísafirði. – bb
Milljarðavelta
hjá Hjallastefnu
Hjallastefnan rekur bæði leik- og
grunnskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FERÐAÞJÓNUSTA Sætaframboð í
vélum Icelandair dróst saman um
92 prósent á fyrsta ársfjórðungi
2021 á milli ára. Þetta kemur fram
í fréttatilkynningu frá Icelandair
Group.
Í tilkynningunni segir að heildar-
tekjur hafi numið 7,3 milljörðum
króna og lækkað um 73 prósent.
Hins vegar hafi f lutt frakt aukist
umfram það magn sem f lutt var
fyrir faraldurinn og tekjur af frakt-
starfsemi hafi aukist um 64 prósent.
Þá segir að þrátt fyrir áfram-
haldandi ferðatakmarkanir sé gert
ráð fyrir að flug fari að aukast á ný
og horfur séu góðar fyrir fjórða árs-
fjórðung 2021. Markaðsherferðir
félagsins í Bandaríkjunum hafi haft
jákvæð áhrif á bókanir. – atv
Sætaframboð
dróst saman um
nítíu prósent
Tekjur af fraktstarfsemi jukust um
64 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð