Fréttablaðið - 30.04.2021, Side 6
COVID-19 „Við erum búin að vera
með teymi í COVID-tengdum verk-
efnum frá því að faraldurinn skall
á,“ segir Guðjón Vilhjálmsson, for-
stöðumaður heilbrigðislausna hjá
upplýsingatæknifyrirtækinu Origo.
Fyrirtækið hannaði í samstarfi
við Embætti landlæknis kerfi sem
sér um utanumhald varðandi bólu-
setningu við COVID-19.
Kerfið myndar gagnagrunn að
lausnum við bólusetningar og heldur
meðal annars utan um fólk í for-
gangshópi og boðar í bólusetningu
með SMS-skilaboðum jafnóðum og
bóluefni berst til landsins. Þá eru
allar bólusetningar skráðar í kerfið
þar sem haldið er utan um það hverj-
ir hafa fengið bólusetningu.
„Við höfðum áður þróað gagna-
grunn fyrir allar bólusetningar á
Íslandi og þetta kerfi tengist því
verkefni en það sem snýr að skipu-
lagningu COVID-19 bólusetning-
anna og boðun þurftum við að þróa
alveg frá grunni,“ segir Guðjón.
Að sögn Guðjóns hefur Origo
einnig unnið náið með Embætti
landlæknis að sýnatökum bæði á
landamærunum og á heilbrigðis-
stofnunum. Sú þekking hafi einnig
nýst vel við bólusetningarkerfið.
Guðjón segir ánægjulegt að fleiri
séu að átta sig á tækifærum varð-
andi tækni í faraldrinum, áður
fyrr hefði líklega verið farin önnur
leið í skipulagningu bólusetninga.
„Þá hefði líklega verið sett fólk í að
hringja út og gera allt og græja en
með því að nýta tæknina með þess-
um hætti er hægt að straumlínulaga
þetta svo gríðarlega,“ segir Guðjón.
Í SMS-skilaboðunum sem send
eru þeim sem boðaðir eru í bólu-
setningu er strikamerki sem skann-
að er á bólusetningarstað, þannig er
fólk skráð á einu augnabliki.
„Víða erlendis þarf fólk að gefa
upp nafn og kennitölu og svo
þarf að leita að því í kerfinu. Hver
skráning tekur kannski eina til tvær
mínútur. Það var mikill fókus á það
hjá okkur að gera skráninguna á
bólusetningarstað eins einfalda og
mögulegt er,“ segir Guðjón
Þá minnir Guðjón á mikilvægi
þess að hver og einn sé sem stystan
tíma á bólusetningarstað. Í þessari
viku var stefnt á að bólusetja um 25
þúsund manns, ein auka mínúta á
hvern einstakling á bólusetningar-
stað sé því fljót að telja klukkutíma.
Guðjón segir kerfið hafa reynst
afar vel en að það geti reynst f lókið
að halda utan ýmsa hluti.
„Fólk er náttúrulega að mæta í
fyrri og seinni sprautu og það er
búið að búa til forgangshópa. Svo
koma upp dæmi þar sem einhver
mætir ekki eða má ekki fá ákveðið
bóluefni vegna undirliggjandi sjúk-
dóms og þá þarf að eiga sérstak-
lega við það,“ segir Guðjón.Tekist
hafi afar vel að halda utan um allt
saman.
„Við höfum ekki lent í vandamál-
um tengdum skipulagningu eins
og eru að koma upp víða um heim.“
birnadrofn@frettabladid.is
Skipulag bólusetninga
sagt hafa virkað vel
Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, segir kerfi
sem heldur utan um bólusetningar vegna COVID-19 hafa virkað vel. Lögð var
áhersla á að gera skráningu einstaklinga á bólusetningarstað sem einfaldasta.
Stefnt var að því að bólusetja um 25 þúsund manns gegn COVID-19 í þessari viku. Skipulagning hefur gengið vel og
skiptir þar miklu máli að hver og einn sem bólusettur er sé ekki of lengi á bólusetningarstað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það sem snýr að
skipulagningu
COVID-19 bólusetninganna
og boðun þurftum við að
þróa alveg frá
grunni.
Guðjón Vil-
hjálmsson,
forstöðumaður
heilbrigðislausna
hjá Origo
HEILBRIGÐISMÁL Halldóra Mogen-
sen, þingmaður Pírata, segir mikla
viðhorfsbreytingu landsmanna
gagnvart afglæpavæðingu neyslu-
skammta á skömmum tíma, sýna
hversu mikilvæg upplýst og opin
umræða um málaflokkinn sé. Hall-
dóra lagði fyrst fram frumvarp um
afglæpavæðingu árið 2019.
Í gær greindi Fréttablaðið frá
nýrri könnun Félagsvísindastofn-
unar þar sem kemur fram að 60
prósent styðji nú afglæpavæðingu
neysluskammta, miðað við rúmlega
30 prósent í könnunum árin 2015 til
2019. Þá telja f lestir nú kynferðis-
brot alvarlegustu af brotin fyrir
samfélagið en fíknibrot hafa verið
efst áratugum saman.
Halldóra segir að hugsa þurfi
kerfið upp á nýtt þegar kemur að
því að taka á fíkniefnamálum.
„Ég er á þeirri skoðun að það eigi
ekki að refsa fólki sem er veikt,“
segir hún. „Burðardýr fíkniefna og
smásalar eru oft fólk sem er sjálft í
neyslu og við leysum engan vanda,
hvorki samfélagslegan né vanda
þeirra, með refsingum.“ En eins og
Fréttablaðið greindi frá um miðjan
apríl sker Ísland sig frá nágranna-
þjóðum þegar kemur að refsihörku
í fíkniefnamálum og óvenju margir
fíknifangar eru hér í varðhaldi.
„En þetta eru líka skref,“ segir
Halldóra. „Afglæpavæðing er mikil-
vægt skref til að viðurkenna að
núverandi nálgun hefur ekki virkað.
Fólk er ekki að hætta í neyslu af því
að hún er ólögleg og refsingar hjálpa
því ekki að ná bata.“ Segist hún sann-
færð um að þegar árangur afglæpa-
væðingar komi í ljós verði fleiri skref
stigin til þess að minnka refsihörk-
una í fíkniefnamálum. – khg
Afglæpavæðing fyrsta skrefið til að
minnka refsihörku í fíkniefnamálum
Burðardýr fíkni-
efna og smásalar
eru oft fólk sem er sjálft í
neyslu og við leysum engan
vanda, hvorki samfélags-
legan né vanda
þeirra, með
refsingum.
Halldóra Mogen-
sen, þingmaður
Pírata
STJÓRNSÝSLA Umsókn Íslands um
aðild að Geimvísindastofnun Evr-
ópu hefur velkst um í kerfinu í hart-
nær fimm ár og er komin í hendur
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins frá utanríkisráðuneytinu.
Þingmaður Samfylkingarinnar,
Guðjón S. Brjánsson, spurði Guð-
laug Þór Þórðarson utanríkisráð-
herra hvað tefði umsóknina.
Lilju Dögg Alfreðsdóttir, sem þá
var utanríkisráðherra, var falið að
sækja um aðild að Geimvísinda-
stofnuninni í október árið 2016.
Níu mánuðum síðar var óskað
eftir tilnefningum í starfshóp um
aðild Íslands að stofnuninni og
fyrsti fundur fór fram í desember
2017.
Í febrúar 2019 var svo fundur með
fulltrúum Geimvísindastofnunar
Evrópu.
Niðurstaðan var að stofnunin
sendi stjórnvöldum vegvísi að því
hvernig undirbúa skyldi svonefnt
fyrsta stigs samstarf.
Vegvísirinn barst í febrúar 2019
og 11. júní lá fyrir samþykki á næsta
skrefi í ferlinu í samræmi við veg-
vísinn, sem fólst í því að ráðherra
málefna geimsins ritaði stofnun-
inni bréf þar sem leitast væri eftir
að hefja viðræður um aðild.
Þá kom í ljós að starfsemi
stofnunarinnar er á sviði vísinda,
menntamála og rannsókna og var
málið lagt í hendur mennta- og
menningarmálaráðuneytis 7. apríl
2020. – bb
Geimurinn var fjögur ár í
röngu ráðuneyti á Íslandi
Auglýsing um þátttöku
í samráðsvettvangi um
jafnrétti kynja – Jafnréttisráð.
Í 24. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu
og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir að
ráðuneyti sem fer með jafnréttismál kalli
saman samráðsvettvang um jafnrétti kynjanna,
Jafnréttisráð og gefi aðilum tækifæri á að
óska eftir þátttöku. Rétt til þátttöku eiga
fulltrúar frá samtökum sem vinna að jafnrétti
kynjanna samkvæmt lögum um jafna stöðu
og jafnan rétt kynjanna og fulltrúar frá aðilum
vinnumarkaðarins og fræðasamfélaginu.
Samkvæmt reglugerð Jafnréttisráð –
samráðsvettvangur um jafnrétti kynjanna
nr. 460/2021 eiga fulltrúar sveitarfélaga og
samtaka þeirra einnig rétt til þátttöku.
Lögaðilar sem starfa að jafnrétti kynjanna
samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan
rétt kynjanna önnur en þau sem tilgreind eru
hér að ofan geta óskað eftir þátttöku en gerð
er sú krafa að um sé að ræða lögaðila með
stjórn og skráða kennitölu.
Umsóknir um þátttöku sendist á skrifstofu
jafnréttismála í forsætisráðuneytinu á
netfangið for@for.is fyrir 14. maí nk. merkt
Samráðsvettvangur.
REYK JANESBÆR Íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjanesbæjar skoðar
að atvinnuleitendur fái tímabundið
frítt í sund. Tímabilið sem ráðið
leggur til er 15. maí til 1. ágúst í ár
svo fremi sem samkomutakmark-
anir hindri ekki framkvæmdina.
Tillagan var borin upp á fundi
ráðsins í vikunni. Áætlaður kostn-
aður er 250 þúsund krónur en á
fundinum kom einnig fram að mjög
misjafnt er á milli bæjarfélaga hvort
boðið sé upp á frítt í sund fyrir
atvinnuleitendur. Árborg, Garða-
bær, Reykjavík og Vestmannaeyjar
bjóða upp á sund og Akranes býður
atvinnuleitendum upp á helmings
afslátt. – bb
Skoða að hafa frítt í sund
Atvinnuleitendur í Reykjavík fá frítt í sund. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð