Fréttablaðið - 30.04.2021, Side 18
„Það skiptir okkur miklu máli að
vera ábyrg í öllu því sem við gerum,
hvort sem það snýr að samfélaginu,
efnahagslífinu eða umhverfinu,
og við verjum á hverju ári miklum
tíma og fjármagni í að ná því marki.
Mín skoðun er nefnilega sú að
umhverfismál snúist um ábyrgð
og ábyrgðartilfinningu. Það er
ekki nóg að haka í einhver box – þú
verður alltaf að leita leiða til að
gera enn betur,“ segir Steinunn
Dögg Steinsson, framkvæmdastjóri
öryggis- og umhverfissviðs.
Umtalsvert minni losun
„Norðurál leggur áherslu á að
starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við
umhverfið og við reynum að stuðla
að aukinni umhverfisvitund og
þátttöku starfsfólks í umbótum.
Við höfum sett okkur metnaðarfull
markmið um að losun gróðurhúsa-
lofttegunda utan viðskiptakerfis
ESB skuli árið 2030 hafa dregist
saman um a.m.k. 40% miðað við
árið 2015. Jafnframt skuli urðun á
blönduðum úrgangi hafa dregist
saman um minnst 40% fyrir árið
2030 miðað við árið 2015,“ segir
Steinunn.
Aðgerðaáætlun Norðuráls í
loftslagsmálum samanstendur af
10 aðgerðum sem er ætlað að vera
leiðarvísir fyrirtækisins að settu
marki. „Nú þegar hefur góður
árangur náðst. Losun gróðurhúsa-
lofttegunda sem áætlunin nær til
hefur dregist saman um 29% og
úrgangsmagn um 2%. Þessi árangur
er starfsmönnum Norðuráls hvatn-
ing til að halda áfram ötulu starfi
við að draga úr umhverfisáhrifum
starfseminnar.“
Steinunn segir að framleiðsla áls
á Íslandi sé í algerum sérflokki á
heimsvísu hvað varðar umhverfis-
mál. „Við erum í þeirri einstöku
aðstöðu að geta notað endur-
nýjanlega raforku, sem unnin er á
sjálfbæran hátt. Það eru afar fá lönd
sem bjóða upp á slíkt og þetta þýðir
að álið okkar er með því umhverfis-
vænasta sem býðst.“
Hún segir að þrátt fyrir þetta hafi
Norðurál viljað ganga lengra og
sjá hvað hægt væri að ná kolefnis-
fótspori álframleiðslu langt niður.
„Við fórum því í gegnum allt fram-
leiðsluferlið í því skyni að mæla
og skrásetja umhverfisáhrif allra
hlekkjanna í framleiðslukeðjunni,
allt frá því að súrálið er grafið upp
og þar til fullunnið ál er komið til
viðskiptavinar. Þessi vinna var
forsenda þess að geta svo hagað
innkaupum og hannað framleiðslu-
ferlið til að lágmarka umhverfis-
áhrifin almennt,“ segir Steinunn.
„Afraksturinn var Natur-Al. Ál
undir merkjum Natur-Al hefur kol-
efnisspor sem jafngildir 4 tonnum
af koldíoxíði á hvert tonn af áli, og
er þar allt tekið með í reikninginn –
frá öflun báxíts og vinnslu áloxíðs
til álvinnslu og flutnings alla leið til
kaupanda. Heildarlosun kolefnis-
ígilda við framleiðslu Natur-Al er
innan við fjórðungur af meðallosun
álframleiðslu í heiminum, sem er
um 18 tonn á hvert tonn af áli. Við
erum gríðarlega stolt af þessum
árangri og teljum að framleiðsla
sem þessi geti veitt íslensku áli
verulegt samkeppnisforskot.“
Steinunn nefnir einnig að
Norðurál á Grundartanga hlaut
nýverið hina alþjóðlegu ASI-vottun
um umhverfisvæna og ábyrga
framleiðslu, fyrst þeirra álfyrir-
tækja sem starfa á Íslandi. „Vott-
unin staðfestir að Norðurál stenst
ítrustu kröfur um samfélagslega
ábyrgð, heiðarlega viðskiptahætti,
umhverfisvænt hráefni og fram-
leiðslu. Það sem ASI-staðallinn
gengur út á er að búa til ákveðnar
leikreglur fyrir alla virðiskeðjuna,
frá báxíti til afurðarinnar sem þú
ert að afhenda, hvort sem það er
súrálið, álið eða Nespresso-hylkin.“
Áhrifin af vottuninni eru bæði
margþætt og mikilvæg. „Þetta
gengur út á miklu meira en bara
umhverfisáhrif, þetta eru líka
samfélagsleg áhrif og hvernig við
stýrum fyrirtækinu. Þetta er yfir-
gripsmikið og við erum ofboðslega
stolt af þessu. Við erum búin að
vera að vinna í langan tíma að því
að fá utanaðkomandi staðfestingu
á að við erum nákvæmlega það
fyrirtæki sem við segjumst vera –
fyrirtæki sem rekið er af ábyrgð og í
sátt við samfélag og umhverfi.“
Tvenns konar umhverfisbókhald
Steinunn segir að grunnforsenda
þess að geta sett sér umhverfis-
markmið og náð þeim sé að mæla
mjög nákvæmlega umhverfisáhrif
rekstursins. „Við framleiðslu áls
með rafgreiningu verður til losun
sem hefur bæði hnattræn og stað-
bundin áhrif. Frá upphafi reksturs
okkar hafa óháðir aðilar fylgst
mjög náið með allri losun okkar og
áhrifum á umhverfið. Við birtum
svo niðurstöður mælinganna opin-
berlega á hverju ári. Við höldum vel
utan um þetta allt.“
Umhverfisáhrif starfseminnar
eru tvíþætt. „Annars vegar eru það
umhverfisáhrif sem fylgja álfram-
leiðslunni sjálfri og svo umhverfis-
áhrifin sem fylgja því að vera eins
og hvert annað stórt fyrirtæki. Því
fylgir úrgangur og losun að reka
fyrirtæki. Við erum því í raun með
tvenns konar umhverfisbókhald.
Annars vegar það sem heldur utan
um framleiðsluhlutann og svo
hins vegar það sem heldur utan
um losun sem verður til við annan
rekstur fyrirtækisins,“ útskýrir
Steinunn.
„Varðandi losunina sem verður
á gróðurhúsalofttegundum í fram-
leiðsluferlinu þá verðum við að
skila inn sérbókhaldi um það sem
er vottað af Evrópusambandinu og
við þurfum að kaupa okkur kvóta
fyrir því. Núna var fyrsta tíma-
bilið að klárast og við erum búin
að kaupa CO2 kvóta fyrir það sem
kemur þar fyrir 1,8 milljarða. Svo
erum við með annað kolefnisbók-
hald sem er þá til dæmis losun á
CO2 við akstur til og frá vinnunni
og ruslið frá okkur. Þar erum við
búin að fjárfesta mikið í orku-
skiptum á svæðinu okkar,“ segir
Steinunn.
Umhverfistengdar
bónusgreiðslur
Að sögn Steinunnar hefur mikið af
þeim árangri sem náðst hefur, verið
í gegnum stöðugan rekstur og frá-
bært starfsfólk.
„Margt af því sem við höfum
gert hefði aldrei náðst nema fyrir
áhuga og þátttöku alls starfs-
fólksins. Þegar um er að ræða svona
umfangsmiklar aðgerðir þurfa öll
að vinna saman. Það skiptir allt
máli, stórir hlutir og litlir, og þess
vegna er mikilvægt að geta virkjað
starfsfólk í að breyta venjum sínum,
hvort sem það er inni á kaffistofum
eða í því hvernig við skiptum um
skaut og annað inni í kerskála.“
Steinunn segir starfsfólkið hafa
verið gríðarlega jákvætt fyrir þessu
og tekið heilshugar þátt. „Það er
alls ekki sjálfgefið. Við erum stór
vinnustaður og framleiðslan okkar
er mannaflafrek. Maður nær ekki
svona árangri nema við séum öll
saman í að leysa það sem við erum
að gera.“
Hún tekur sem dæmi mark-
mið sem sett var um að minnka
olíunotkun í rekstrinum. „Fyrst
settum við upp fjórar rafhleðslu-
stöðvar á bílastæðinu og töldum
okkur nokkuð rausnarleg. En þær
urðu strax umsetnar, því um leið
og þetta var í boði fór starfsfólkið
okkar að fjárfesta í raf- og tvinn-
bílum og taka þannig þátt í orku-
skiptunum. Á þessum tíma, eða
árið 2015, vorum við ekki komin
með okkar eigin rafknúnu bíla en
þegar við sáum hversu vel þetta
gekk þá fórum við strax í að skoða
það hvernig við gætum skipt út
okkar samferðabílum. Núna eru
hleðslustöðvarnar okkar orðnar 32
og á annan tug okkar eigin bíla eru
rafknúnir, en betri mælikvarði á
árangurinn er að milli áranna 2015
og 2020 dróst olíunotkun okkar
saman um 77.600 lítra, eða 14,3%,“
segir Steinunn.
Hún segir að starfsfólk fái líka
umbun ef vel gengur í umhverfis-
málum. „Allt starfsfólk Norðuráls
fær bónusgreiðslur, sem eru meðal
annars tengdar frammistöðu fyrir-
tækisins á sviði umhverfismála.
Við trúum því að með árvekni og
vitund um áhrif okkar á umhverfið
getum við bætt okkur jafnt og þétt í
stóru sem smáu.“
Samstarf við háskólasamfélagið
Ljóst er að farnar hafa verið ótal
leiðir til þess að draga úr umhverf-
isáhrifum Norðuráls. „Við leggjum
mikið upp úr því að flokka sorp
og erum alltaf að leita leiða til að
finna lausnir og endurnýtanlegar
leiðir fyrir það sem við höfum ekki
fundið einhvern farveg fyrir. Við
höfum meðal annars verið í sam-
starfi við háskólana um að kort-
leggja með okkur hvað er að falla
til og við erum líka virk í að leita
leiða til að lágmarka einnota dót á
svæðinu,“ upplýsir Steinunn.
„Þar getum við verið að tala um
einfalda hluti eins og að skipta út
einnota plastglösum fyrir marg-
nota bolla, en einnig umfangsmeiri
verkefni. Þannig hefur verið í gangi
verkefni sem gengur út á að skoða
möguleika á föngun og niður-
dælingu koldíoxíðs sem kemur frá
framleiðslu kerskála með Carbfix.
Helsta áskorunin í þessu verkefni
er að auka styrk koldíoxíðs í þeim
hluta útblástursins sem er fangaður
svo hægt sé að notast við aðferð
Carbfix. Þetta er nokkuð sem getur
haft umtalsverð áhrif á reksturinn
og á losunina og við erum mjög
spennt fyrir.“
Steinunn segir mikinn einhug
ríkja meðal starfsfólks fyrirtækis-
ins í þessum efnum.
„Það er svo skemmtilegt hvað öll
eru til í að taka þátt í verkefnum
sem snúa að því að vera ábyrg og
sinna umhverfinu okkar og það
hefur alltaf ríkt mikil samstaða
um þetta. Lykillinn í rekstri fyrir-
tækisins er að miða að því hvernig
við getum verið ábyrg í því sem við
erum að gera og það er svo gaman
að taka þátt í starfi þar sem hægt er
að hafa áhrif.“
Norðurál er með tvenns konar umhverfisbókhald en fyrirtækið hefur náð gríðarlega góðum árangri á sviði umhverfismála síðustu ár. MYNDIR/AÐSENDAR
Steinunn Dögg
Steinsen,
framkvæmda-
stjóri öryggis-
og umhverfis-
sviðs Norðuráls,
segir starfsfólk
fyrirtækisins
ákaflega stolt
af þeim árangri
sem náðst
hefur.
Álið frá Norðuráli er með því umhverfisvænasta sem býðst.
Norðurál var fyrst íslenskra álvera til að hljóta ASI-vottun.
Þetta gengur út á
miklu meira en
bara umhverfisáhrif,
þetta eru líka samfélags-
leg áhrif og hvernig við
stýrum fyrirtækinu.
2 kynningarblað A L LT 30. apríl 2021 FÖSTUDAGUR