Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 23
Fyrirtækið Arctic Fish var stofnað árið 2011 og rekur tvö dótturfélög, Arctic Sea Farm, sem sér um eldi í sjó, og Arctic Smolt, sem sinnir seiðaeldi á landi. Arctic Fish hefur haft aðalskrifstofu á Ísafirði frá stofnun en dótturfélag þess, Arctic Smolt, er staðsett í Tálknafirði. Þangað bárust lífræn laxahrogn nú í mars frá Benchmark Genetics (áður Stofnfiskur) og eftir um ár verða svo lífræn seiði sett í Ísa- fjarðardjúp og lífrænt eldi hafið. Arctic Sea Farm hf. og forveri þess, Dýrfiskur, hóf eldi í Dýrafirði árið 2009, fyrst á regnbogasilungi, en það hefur nú fært sig alfarið yfir í lax. Einstök eldisstöð „Í botni Tálknafjarðar er landið Norður-Botn sem er í eigu Arctic Fish og þar hafa risið stærstu byggingar á Vestfjörðum, sem telja um 11 þúsund fermetra, en það er á teikniborðinu að hefja frekari stækkun í ár,“ segir Steinunn Guðný Einarsdóttir, gæðastjóri Arctic Fish. „Stöðin er einstök á heimsvísu, en í henni er nýttur bæði jarðvarmi ásamt 100% endurnýjanlegri raforku úr Mjólká. Allt vatn sem nýtt er í stöðinni kemur úr borholum á landareign Arctic Fish, en stöðin er einnig vatnsendurnýtingarstöð þar sem yfir 90% vatns eru endurnýjuð og lífrænn úrgangur fjarlægður áður en affallsvatn er leitt út í sjó,“ útskýrir Steinunn. „Eldisstöðin er einnig ein tæknivæddasta eldis- stöð landsins og það er gaman að segja frá því að núna erum við einmitt í verkefni þar sem verið er að finna bestu leiðina til að nýta þennan lífræna úrgang. Í eldisstöðinni eru laxahrognin klakin og seiði alin í að meðaltali rúmt ár áður en þau eru tilbúin til að fara í áframeldi í sjó,“ segir Steinunn. „Þau lífrænu hrogn sem eru nú í klakstöðinni verða því tilbúin til útsetningar í Ísafjarðar- djúp á næsta ári, en þar er fyrir- tækið með leyfi til lífræns eldis í sjó.“ Lífrænt eldi fyrir umhverfið „Það vantar oft inn í umræðuna um sjóeldi á laxi að á um helmingi tíma eldisferlisins er laxinn á landi sem og að þetta er umhverf- isvæn starfsemi. Fyrir fimm árum síðan fékk Arctic Fish, fyrst íslenskra eldisfyrirtækja, vottun frá ASC – Aquaculture Steward- ship Council, sem er ströng umhverfisvottun og stór hluti starfs míns fer í að viðhalda þeirri vottun,“ segir Steinunn. „Háværar raddir eru gegn laxeldi í sjó en þeir sem þekkja starfsemina vita hversu umhverfisvæn fram- leiðslan er og hvað það er mikið eftirlit, bæði innra og ytra, sem þarf að vinna með. Með því að fá lífræna vottun á laxinn okkar stígum við skrefi lengra, bæði hvað varðar umhverf- ið og dýravelferð, en það eru bæði mjög mikilvæg málefni í huga starfsfólks og í stefnu fyrirtækis- ins,“ segir Steinunn. „Með aukinni vitundarvakningu hafa neytendur líka fengið mikinn áhuga á að vita hvaðan vörur þeirra koma og hvernig þær eru framleiddar. Það er töluverð eftirspurn eftir lífrænum vörum og lífræn vottun aðstoðar neytendur við að gera upplýst kaup. Þegar stundað er lífrænt eldi er þéttleiki laxa hafður undir 10 kg á rúmmetra, en eldisleyfi á Íslandi gera að jafnaði ráð fyrir að þéttleiki megi fara í 25 kg sem er almennt séð það viðmið sem notað er annars staðar í heiminum,“ segir Steinunn. „Arctic Fish hefur sett stefnuna á að halda sig undir 15 kg áður, en það er byggt á reynslu á eldi laxa í sjó við Ísland. Með þessu skrefi erum við því að fara lengra en áður í að byggja upp sjóeldið þannig að fiskurinn sé í lágum þéttleika út eldisferilinn. Áfram- eldið í sjó krefst ekki ytri orkugjafa líkt og við þurfum á landi nema það sem snýr að fóðruninni, en þar erum við í samstarfsverkefni með Bláma og Orkubúinu um rafvæð- ingu fóðurpramma okkar.“ Lífræn seiði í Djúpinu á næsta ári „Eldið hjá Arctic Fish er í stöðugri þróun og bæði tækni og þekking eykst með hverju árinu, en Arctic Fish hefur öðlast mikla þekkingu á sínu umhverfi í gegnum árin og tekist á við ýmsar áskoranir í íslenskri náttúru,“ segir Steinunn. „Við erum ávallt með augun opin fyrir nýjungum sem geta bætt aðferðir, minnkað umhverfisáhrif og bætt dýravelferð. Við stefnum á að setja út okkar fyrstu lífrænu seiði í Ísafjarðardjúp á næsta ári. Það hefur verið í undir- búningi allt frá stofnun fyrirtækis- ins að hefja eldi þar á lífrænum laxi. Það verður mikill sigur fyrir fyrirtækið að geta byrjað lífræna eldið í Djúpinu, bæði með tilliti til vottunar, sögu fyrirtækisins og staðsetningar,“ segir Steinunn að lokum. Hefja lífrænt eldi í Djúpinu Steinunn Guðný Einarsdóttir er gæðastjóri Arctic Fish og stór hluti starfs hennar fer í að við- halda ströngu umhverfis- vottuninni frá Aquaculture Stewardship Council. MYND/AÐSEND Eldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar er ein tæknivæddasta eldisstöð landsins. MYND/AÐSEND Arctic Fish fékk lífræn laxahrogn frá Benchmark Genetics í mars og eftir um ár verða svo lífræn seiði sett í Ísafjarðardjúp og lífrænt eldi hafið þar. MYND/ AÐSEND Arctic Fish sinnir eldi á laxi í sjó og er að undirbúa lífrænt eldi í Ísafjarðardjúpi á næsta ári. Hafist var handa við að klekja út lífrænum hrognum og ala lífræn seiði í síðasta mánuði í eldis- stöð Arctic Fish, sem er sérlega umhverfisvæn og ein sú tækni- væddasta á landinu. kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 30. apríl 2021 LÍFR ÆN VOTTUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.