Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 27
Bakaríið Brauð & Co hefur ákveðið að flytja inn lífrænt vottað hveiti til endursölu. Þannig fá viðskiptavinir tækifæri til að baka úr sama gæðahveiti og er notað í vörur bakarísins. Brauð & Co varð fimm ára í mars en frá því að bakaríið var opnað hefur það ávallt notað lífrænt ræktað hveiti frá Ítalíu. Nú stendur til að f lytja inn til landsins hágæða hveiti í neytendaumbúðum, sama hveiti og Brauð & Co notar í vörur sínar. Sigurður Máni Helguson, framkvæmdastjóri Brauðs & Co, segir að hveitið hafi nú þegar fengið Tún-stimpilinn, íslenska vottun um lífræna framleiðslu. „Við höfum verið í ferli með stofnuninni Tún um að fá þennan íslenska stimpil á erlenda vöru. Vottunin er komin í gegn, en hveitið er f lutt inn frá Ítalíu og er líka vottað lífrænt þar. Núna erum við bara að klára hönnunina á pakkningunum og erum að undirbúa innflutning. Ég býst við að hveitið verði fáanlegt um mitt sumar,“ segir Sigurður Máni. Hann segir að ástæða þess að Brauð & Co hafi ekki farið út í að fá lífræna vottun á sínar vörur sé sú að þau noti íslenskt smjör í baksturinn en hér á landi er ekki framleitt lífrænt smjör. Öll brauðin frá bakaríinu eru þó alveg lífræn þar sem þau innihalda ekkert smjör. „Grunnurinn í þeim er bara hveiti, vatn og salt. Við búum til súrinn úr vatni og hveiti. Þegar við fórum í ferlið með Túni, að fá vottun á hveitið, þá fannst þeim galið að við værum ekki að sækja um vottun fyrir brauðin okkar. Þannig að við ætlum núna með haustinu að sækja um vottun fyrir nokkrar vörutegundir hjá okkur,“ segir Sigurður Máni. Hveiti frá Norður-Ítalíu Hveitið sem verður flutt inn kemur frá myllu á Norður-Ítalíu sem heitir Molino Sima. Hveitið er úr undirflokki sem kallast Sima Bio. „Þetta er tvenns konar hveiti. Annað heitir Manitoba og er próteinríkt sterkt hveiti. Það er yfirleitt notað í brauðmeti. Brauð, beyglur og annað slíkt. Hin tegundin er Tipo 00 sem er mýkra hveiti. Ítalir nota það í allt, pitsu- gerð, eftirrétti og kökur. Það má nota þetta hveiti í brauðbakstur líka en það er betra að nota sterkara hveiti í brauð,“ útskýrir Sigurður Máni. „Við ætlum að byrja á þessum tveimur tegundum. Við erum líka að skoða möguleikana á að flytja inn spelt, en við ætlum að sjá fyrst hverjar undirtektirnar verða á hveitinu.“ Sigurður Máni segist spenntur fyrir að leyfa viðskiptavinunum að prófa þessar hveititegundir. „Það komst svolítið í tísku í COVID að baka heima. Sérstak- lega súrdeigsbakstur. Við fengum fjölda fyrirspurna um hvaða hveiti við værum að nota. Við sáum þess vegna tækifæri í að flytja þetta hveiti inn. Við notum þetta góða hveiti og núna getum við gefið viðskiptavinunum tækifæri til að nota það líka. Samhliða því getum við miðlað okkar þekkingu til viðskiptavinanna og leiðbeint þeim um hvernig best er að nota vöruna,“ segir hann. „Með þessu móti fáum við líka annars konar tengingu við við- skiptavininn.“ Flytja inn lífrænt vottað hveiti Sigðurður Máni stefnir að því að flytja inn lífrænt vottað hveiti í neytendaumbúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við notum þetta góða hveiti og núna getum við gefið viðskiptavinum tæki- færi til að nota það líka. FEGURÐIN FELST Í EINFALDLEIKANUM FÖSTUDAGUR 30. apríl 2021 LÍFR ÆN VOTTUN kynningarblað 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.