Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 28
NESBÚ
EGG
Lífrænu eggin okkar
eru með vottun frá TÚN
www.nesbu.is
Þörungaverksmiðjan hf. á Reyk-
hólum við Breiðafjörð framleiðir
lífrænt vottað þörungamjöl sem
selt er til ýmissa nota út um allan
heim. Rík áhersla er lögð á sjálf-
bæra nýtingu í allri starfsemi
fyrirtækisins auk samfélags-
legrar ábyrgðar, umhverfis- og
öryggismál.
„Margir vita af verksmiðjunni
og eru forvitnir um hana en vita
kannski ekki mikið um okkur,“
segir Finnur Árnason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
„Þörungaverksmiðjan hóf
rekstur upp úr 1976. Hún var
stofnuð til þess að nýta þessa nátt-
úrulegu auðlind sem þang og þari
er í Breiðafirði og heitt vatn sem
rennur hér úr jörðu; nota þessar
auðlindir til að skapa verðmæti og
atvinnu fyrir fólkið.“
Það er nóg um að vera hjá Þör-
ungaverksmiðjunni. „Verksmiðjan
er í gangi allan sólarhringinn
meirihluta árs og hjá okkur vinna
að jafnaði um eða yfir 20 manns.“
Aukinn lífmassi
Finnur segir nýtinguna á þangi
og þara vera sjálf bæra. „Við
sláum þang í fjörum víðs vegar
um Breiðafjörð og þess er gætt að
festur og vaxtarhlutar plantna
eru ekki skemmdar. Fylgst er með
vexti þangsins og nýtingu stýrt
þannig að gróðurinn er búinn að
jafna sig að fullu áður en slegið
er aftur. Að jafnaði er ekki slegið
oftar en fimmta hvert ár,“ útskýrir
hann.
„Áður en verksmiðjan fór af stað
var lífmassi þangs og þara metinn
í firðinum. Þær rannsóknir voru
svo endurteknar árið 2017 og allar
vísbendingar eru um að lífmassinn
hafi aukist. Það er meiri gróður
núna en fyrir 40-50 árum. Það eru
auðvitað margar skýringar á því,
eins og mildari vetur, hlýrri sjór og
hlýrri veðrátta, en þetta sýnir að
ekki er gengið á höfuðstólinn. Það
má aldrei verða.“
„Að nýta náttúrulega auðlind á
sjálfbæran hátt er grundvöllurinn
fyrir þeim lífrænu vottunum sem
við höfum. Þær snúa annars vegar
að nýtingu á villtum sjávargróðri,
og hins vegar að framleiðslunni
sem er líka lífrænt vottuð. Báðar
vottanirnar eru samkvæmt evr-
ópskum og norður-amerískum
reglugerðum.“
Fjölbreytt notagildi
„Í verksmiðjunni er þangið og þar-
inn þurrkaður og malaður. Mjölið
er síðan selt í ýmsum grófleika, út
um allan heim,“ greinir Finnur frá.
„Mjölið fer í tvær áttir má segja,
það er ýmist notað sem áburður,
dýrafóður og sem fæðubótarefni
fyrir mannfólk, en efnainnihald
mjölsins er mjög fjölbreytt. Mjölið
er líka notað í snyrtivörur, bæði í
hár- og húðvörur.
Síðan er mjöl einnig nýtt til
framleiðslu á alginötum, eða fjöl-
sykrum, sem eru notaðar í alla
mögulega framleiðslu, meðal ann-
ars sem þykkingar- og bindiefni.
Þar fer þetta meðal annars í mat-
væli, drykkjarvörur, snyrtivörur
og til lyfjaframleiðslu. Þannig að
það býður upp á mjög fjölbreytta
nýtingu.“
Samfélagsleg ábyrgð
Finnur segir kröfurnar um aukna
sjálfbærni koma úr mörgum áttum
enda séu þær hluti af og endur-
spegli enn þá stærra samhengi.
„Það er grundvöllur verksmiðjunn-
ar að ekki sé gengið á auðlindirnar;
bæði heita vatnið og sjávargróður-
inn. Það var og er útgangspunktur
landeigenda og bænda frá upphafi
og auðvitað verksmiðjunnar líka.
Sama á við um stærsta hluthafa
fyrirtækisins sem er mjög áfram
um sjálfbærni og umhverfismál,
auk öryggismála sem eru alltaf sett
á oddinn.“
Vottanirnar tengjast mjög
umhverfismálum og núorðið
meira og meira samfélagsatriðum
og samfélagslegri ábyrgð. „Það
eru ekki bara vottunarstofurnar
sem auka kröfur og fara í fleiri
áttir með spurningar og úttektir,
hreyfingin er stöðugt í þessa átt; að
skoða ekki bara það sem við erum
að gera heldur hvernig það tengist
vistkerfinu og svo samfélaginu
sem við lifum í. Þetta verður alltaf
víðfeðmari sjóndeildarhringur sem
við þurfum og viljum fylgjast með.“
Sífellt víðfeðmari sjóndeildarhringur
Finnur Árnason framkvæmdastjóri.
Í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum við Breiðafjörð er áhersla lögð á sjálfbæra og örugga starfsemi. MYND/AÐSEND
8 kynningarblað 30. apríl 2021 FÖSTUDAGURLÍFR ÆN VOTTUN