Fréttablaðið - 30.04.2021, Síða 30
• Laugarvegur opnar 11.45, vinsamlegast komið inn á Laugaveg
frá Hlemmi eða Snorrabraut, upp á talningu.
• Hjólum lagt niður Laugaveg, athugið 50 hjól í hóp, og biðjum
við fólk um að vera við sitt hjól og vera með grímur. Fólk á vegum
Snigla mun vera á röltinu og minna okkur á.
• Keyrslan leggur af stað stundvíslega kl 12.30 og biðjum við ykkur
um að vera tilbúin á þeim tíma.
• Farið verður sömu leið og venjulega, þ.e. Sæbraut, Miklabraut
og endað við Bauhaus.
• Þar biðjum við ykkur um að leysa upp keyrsluna sem fyrst,
og gætið vel að sóttvörnum.
Hópkeyrsla Snigla 1. maí
Hin árlega hópkeyrsla Snigla verður 1. maí kl. 12.30
Stöndum saman,
verum til fyrirmyndar
og fögnum vorinu.
Það ber margt að varast fyrir
neytendur þegar kemur að því
að velja umhverfisvænar vörur
fram yfir aðrar sem framleiddar
eru með minni virðingu fyrir
umhverfi, sjálfbærni og vinnu-
afli.
johannamaria@frettabladid.is
Við viljum öll gera vel, velja rétt
og stuðla að betri heimi, en það
getur verið flókið í heimi þar sem
fyrirtæki eru sífellt uppvís að því
að stunda svokallaðan grænþvott.
Í Samantekt um kolefnisjöfnun,
skýrslu sem unnin var á vegum
Stjórnarráðsins í fyrra, kemur fram
að grænþvottur sé „ ... tegund af
villandi markaðssetningu þar sem
vara eða fyrirtæki er sett fram sem
betri en raun ber vitni varðandi
áhrif á loftslag, náttúru og fólk. Með
grænþvotti eru neytendur blekktir
til að trúa því að vörur fyrirtækis
ins séu umhverfisvænar.“ Þá kemur
einnig fram að grænþvottur hafi
lengi verið vandamál, en að síðustu
tíu árin hafi verið „meiri og meiri
áhersla á gagnsæi og það að fyrir
tæki fylgi reglum, viðmiðum og
viðurkenndum stöðlum þegar
kemur að grænu bókhaldi og
umhverfis og loftslagsaðgerðum.“
Áströlsk lög um grænþvott
ACL (Australian Consumer Law)
hafa verið í gildi í Ástralíu um
árabil, en um er að ræða lög sem
leggja blátt bann við grænþvotti af
hálfu fyrirtækja. Samkvæmt þeim
mega fyrirtæki ekki afvegaleiða eða
blekkja neytendur að yfirlögðu ráði
um umhverfisáhrif framleiðslu
varanna og eru ströng viðurlög
við því að brjóta þessi lög. Sam
kvæmt ACL eru tekin fyrir nokkur
hugtök sem fyrirtæki hafa notað
í markaðssetningu sinni, án þess
að vísa til þess hvernig fyrirtækið
stendur nákvæmlega undir þessum
hugtökum og villa þannig um fyrir
viðskiptavinum.
„Grænt“ er samkvæmt ACL loðið
og óljóst hugtak sem sé mikið
notað í markaðssetningu fyrir
tækja. Orðið „grænt“ í markaðs
heiminum er í raun mjög óljós stað
hæfing um að varan sem um ræðir
sé á einhvern hátt minna skaðleg
umhverfinu en aðrar vörur og er
hugtakið í raun merkingarlaust .
Hugtakið „Umhverfisvænt“ er
einnig talið vera villandi og óljóst
og fær jafnvel neytendur til að trúa
því að framleiðsluferli vörunnar
hafi ekki nein neikvæð áhrif á
umhverfið. Fáar, ef nokkrar vörur
geta í raun staðið undir þessari
staðhæfingu, þar sem nær öll fram
leiðsla vara hefur einhver neikvæð
áhrif á umhverfið og sama gildir
um umbúðir, notkun og losun.
Ef hugtakið „orkunýtið“ eða
„energy efficient“ er notað í
markaðssetningu fyrirtækis þarf
að setja fram skýr gögn um magn
skilvirkninnar í samanburði við
fyrirframgefna einkunnarstaðla,
eða nákvæma útskýringu á eðli
Grænsápan virkar ekki á hvað sem er
Grænþvottur er
ekkert grín og
til þess gerður
að villa um fyrir
neytendum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
nýtninnar. Að staðhæfa einfald
lega að vara stuðli að orkunýtni
gerir neytendum erfitt fyrir við að
gera samanburð á vörum og getur
blekkt þá til þess að draga rangar
ályktanir.
Endurvinnanleiki vara er mis
mikill eftir því hvar varan er seld.
Staðhæfingar þess efnis að vara
sé endurvinnanleg geta verið
skaðlegar, ef ekki er boðið upp á
endurvinnslumöguleika þar sem
hún er keypt. Framleiðendur og
söluaðilar skulu þá sannreyna að
vara sé endurvinnanleg áður en
slíkar staðhæfingar eru settar fram.
Neytendur eru vísir til þess að túlka
endurvinnslumerki, til dæmis þrjár
örvar sem vísa í þríhyrning, sem
svo að varan sé líkleg til þess að
enda líftíma sinn á endurvinnslu
stöð. Ef fáar eða engar viðeigandi
endurvinnslustöðvar eru í boði
á því svæði sem varan er seld, þá
getur notkun merkisins verið vill
andi.
„Kolefnisjafnað“ eða „Carbon
Neutral“ er annað hugtak sem
fyrirtæki nota til að kynna vörur
sínar. Allar staðhæfingar um
kolefnisjöfnun skulu vera byggðar
á staðreyndum og ekki ýktar. Þá
skal framleiðandi taka til skoðunar
allan líftíma vörunnar. Ef vara telst
eingöngu vera kolefnisjöfnuð hvað
varðar framleiðsluferli en ekki
þegar kemur að notkun vörunnar,
þá getur slík markaðssetning verið
blekkjandi fyrir neytendur. Til
dæmis ef um er að ræða mótorhjól.
Að auglýsa mótorhjól sem kol
efnisjafnað, þegar átt er við að
framleiðsluferlið fram að sölu sé
kolefnisjafnað, getur verið villandi
fyrir neytanda sem gæti haldið að
mótorhjólið sé kolefnisjafnað yfir
allan líftímann.
Það er mikilvægt fyrir marga
neytendur við val á vöru að notuð
sé „endurnýjanleg eða græn orka“
í framleiðsluferlinu. Fyrirtæki
skulu því passa upp á að segja satt
og rétt frá í staðhæfingum um
notkun á slíkri orku. Til dæmis ef
fyrirtæki auglýsir að vara sé fram
leidd með endurnýjanlegri eða
grænni orku, þá skuli það koma
skýrt fram hversu mikill hluti af
orkunni sem notuð er sé endur
nýjanleg eða græn, ef magnið er
undir 100%.
6 kynningarblað A L LT 30. apríl 2021 FÖSTUDAGUR