Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Síða 10

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Síða 10
10 Á hinsegin slóðum Ingólfstorg, þriðjudaginn 6. ágúst kl. 19:30 Í ár hefst hátíð Hinsegin daga á sögugöngu um staði sem tengjast lífi lesbía og homma í Reykjavík. Fjallað verður um líf og menningu samkynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar og fram undir okkar daga. Í miðborginni er fjöldi markverðra staða sem tengjast lífi lesbía og homma á einn eða annan hátt. Markmið gönguferðanna er að varpa hulunni af þessum merkilega menningarkima Reykjavíkur. Þar er vitnað í leyndarmál og dómsmál löngu liðinna daga og svarað spurningum eins og þessari: Í hvaða húsi og á hvaða lofti krotaði íslenskur piltur niður elstu ástarjátningar til annars pilts sem varðveist hafa? Í ár leiða þrír leiðsögumenn gönguna, Baldur Þórhallsson, Hilmar Magnússon og Þorvaldur Kristinsson. Lagt er af stað frá Ingólfstorgi þriðjudaginn 6. ágúst kl. 19:30. Ferðin tekur um 70 mínútur og leiðsögn er á íslensku. Aðgangur er ókeypis. Ein ÍSKÖLD BEINT ÚR SKÁPNUM ! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 3 -1 1 6 8 10 Laugavegur 11 forðum daga - Jón Laxdal, Elías Mar, Sturla Tryggvason og fleiri Haraldur Hamar Thorsteinsson

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.