Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2013, Blaðsíða 20

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2013, Blaðsíða 20
20 ætlaði ég mér nú að vekja þjóðarathygli og lét í fyrstu nægja að tala við systkini mín sem urðu heldur ráðvillt. Hvað gengur að Nönnu eftir öll þessi ár í þögn? Þau skildu ekki hvað þetta var stór ákvörðun. En yngsta systir mín, Geirlaug Halla, sem býr í Bretlandi reyndist þroskuðust allra minna ættingja því hún sendi mér blóm og góðar kveðjur. Ég hafði þá látið af störfum við Fósturskólann og frá því var sagt við skólaslit í Háskólabíói 1997 að ég hefði ráðist til starfa hjá Samtökunum ’78. Þá flaug fiskisagan og mér mætti ekkert nema hamingjuóskir þetta sumar. Gamall vinur sagði reyndar við mig: „Nanna, þú getur ekki verið lesbía. Þú ert alltof glæsileg!“ „Bíddu við,“ sagði ég, „heldurðu að við séum bara tómar kraftakerlingar? Líttu á flokkinn, Greta Garbo og María Guðmunds, glæsilegustu konur heims!“ Og málið var útrætt. Þegar ég velti því fyrir mér hvaða áhrif umræða þessara ára hafði á ákvörðun mína þá vefst mér satt að segja tunga um tönn. Þótt ég fylgdist vel með þjóðmálum þá leiddi ég hjá mér umræðu um stöðu samkynhneigðra í fjölmiðlum, fannst þetta ekki koma mér við. Ég hafði mitt á þurru, eða það hélt ég. Orðinu lesbía var ekki einu sinni hvíslað á heimili okkar Unnu. En þegar hér var komið sögu þá fann ég að laumuspilið var að grafa undan sambandinu. Þótt við værum í rauninni ástfangnar alla tíð þá vorum við ekki að næra tilfinningarnar eðlilega með því að laumast með þær. Svo dæmi sé tekið: Við þessir flinku dansarar, við dönsuðum aldrei saman í hópi annars fólks, voguðum okkur það ekki. Nú var svo komið að mér fannst ég vera stödd í búri og bara ein leið út úr því. En þetta var lengi að búa um sig í sálinni því maður er alltaf undir óskráðum lögum samfélagsins og þar eru engir lögfræðingar til að verja okkur eins og fyrir lögunum sem við skráum á bækur. Umvafin fallegum stelpum Svo hvarf þetta afskiptaleysi um aðra þegar ég kom á vettvang Samtakanna ’78. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var hluti af hópi sem ég vildi tilheyra. En það er meira en að segja það að koma úr felum sextug, allt í einu var ég umvafin fallegum og gáfuðum stelpum og það kitlaði, nema hvað! Allir verða að eiga sitt gelgjuskeið. Ég vil nú ekki segja að ég hafi verið eins og „minkur í hænsnakofa“ því ég kom alltaf vel fram við ástkonur mínar, en ævintýrin skorti mig ekki. Þessar stelpur sem ég kynntist voru af annarri kynslóð og kunnu að eiga frumkvæði. Það er nokkuð sem lesbíum af minni kynslóð er heldur framandi. Og mér fannst þær sterkar konur, jafnvel þótt ég vissi að sumum þeirra liði illa. Kannski var ég glöðust þegar ég gat verið þeim svolítil fyrirmynd þrátt fyrir fjörutíu ár í skápnum. Einu sinni var ég samferða ungri lesbíu út af skemmtistað. Allt í einu horfir hún beint í augun á mér og segir: „Ég vil að þú vitir að mér finnst þú alveg stórkostleg.“ Eitt lítið augnablik og mér fannst ég hreint ekki hafa lifað til einskis. Árið 1997 voru Samtökin ’78 enn á leiðinni úr skápnum, „hinsegindaga-andinn“ var ekki kominn til að vera og skorturinn á sýnileika var lýsandi fyrir hópinn. Það stýrir enginn sýnileikanum nema við sjálf og í fjölmiðlum mæddi allt á lítilli framvarðarsveit. Oftar en einu sinni reyndi ég að hafa áhrif á ósýnileikann með því að kalla fjölmiðlafólk á vettvang þegar eitthvað var um að vera, í eitt skiptið pylsupartí með börnum samkynhneigðra, í annað skipti galaball. Það mæltist bæði vel og illa fyrir, en mér fannst ástæða til að láta reyna oftar á sýnileikann.“ Mín einstaka rós „Eitt vill stundum gleymast í starfi Samtakanna gegnum árin og það er símaþjónustan. Ár eftir ár fór ómældur tími í það að tala við fólk í síma, fólk sem var fullkomlega einangrað með sínar tilfinningar. Þetta var stórkostlegt starf. Meðan ég var framkvæmdastjóri talaði ég stundum við eldri konur sem hringdu, eins og einar í heiminum. Eitt fimmtudagskvöld man ég að 82 ára ekkjumaður kom á vettvang, hann var rétt að koma úr felum gagnvart sjálfum sér en hafði aldrei hitt hóp af hommum og lesbíum. Svo bað hann um að fá að greiða félagsgjald. Ég sagðist skyldu senda honum gíróseðil og útgáfuefni, en hann afþakkaði, sagðist ekki vilja vekja grun hjá börnum sínum. Svo kvaddi hann og ég sá hann aldrei meir. Það eru svona minningar sem gera mann vitrari. En þrátt fyrir allan félagsskapinn og stöku ástarævintýri þá sat í mér tóm. Konan sem hreyft hafði við mér í Fósturskólanum lifði innra með mér, ég vissi að ég var ástfangin af henni en hafði hegðað mér eins og sjálfhverfur unglingur, verið óheiðarleg gagnvart ástinni, því að athygli ungu stúlknanna hafði kitlað hégómagirndina meira en mér var hollt. Og svo ég vitni í Litla prinsinn þá afhjúpast þessi þrá mín til þessarar „einstöku rósar minnar“ kannski í því að ég laðast að konum sem bera nafn hennar. Þú notar lítil tákn en hugur þinn og þrá eru einhvers staðar annars staðar. Og ég vanrækti rósina mína. En þráin var sterk og þótt hún væri lengi bundin karlmanni, þá hefur samband okkar einhvern veginn aldrei rofnað. Kannski lifir „mín einstaka rós“ bara innra með mér, en það er mér nóg.“ Verðandi íþróttakennarar á Laugarvatni. Jónína og Nanna eru lengst til vinstri. Fréttama ður á Alþ ingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.