Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2013, Blaðsíða 42

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2013, Blaðsíða 42
42 Gleðigangan Viltu vera með atriði? Í gleðigöngu Hinsegin daga staðfestir hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Þar sameinast lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transfólk í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum. Gleðigangan er hápunktur og stolt hátíðarinnar. Hinsegin dagar skipuleggja hana og ráða alfarið hvaða atriði fá aðgang að henni. Gangan er engu að síður sprottin úr grasrótinni og það eru einstaklingar og hópar sem móta og setja saman einstök atriði hennar. Eins og fyrri ár stillum við upp á Vatnsmýrarvegi, göngum Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu og framhjá Arnarhóli þar sem útitónleikarnir eru haldnir (sjá kort). Mikilvægt er að þátttakendur vandi skreytingar á vögnum sínum. Atriðum í gleðigöngunni fjölgar ár frá ári og mörg hver hafa verið einstaklega glæsileg. Hinsegin dagar leggja áherslu á það að hvert atriði miðli skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt. Skilaboðin geta verið með óteljandi móti og þar skiptir hugkvæmni þátttakenda miklu máli. Bestu atriðin kosta oftar en ekki litla peninga. Í fyrra var besta atriðið heiðrað með fjárstyrk fyrir framlag sitt, og sama hætti verður haldið í ár, að heiðra besta atriðið með eilitlum styrk eftir hátíðina. Það er algjörlega óheimilt að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án samráðs við stjórn Hinsegin daga. Athugið að allar ósamþykktar auglýsingar á bílum og fatnaði þarf að hylja áður en gangan fer af stað. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að atriði verði hafnað. Leikstjórar til aðstoðar Hinsegin dagar bjóða aðstoð leikstjóra sem gefa góð ráð til göngufólks. Ræðið hugmyndir ykkar við ráðgjafa okkar og þau benda á leiðir sem kosta lítið en setja flottan svip á atriðin ykkar. Sendið póst til Hinsegin daga í tæka tíð og við aðstoðum ykkur við að komast í samband við leikstjóra sem hafa langa reynslu af götuleikhúsi og uppákomum af öllu tagi. Skráning og þátttaka Þátttakendur sem ætla að vera með formleg atriði í gleðigöngunni verða að sækja um það til Hinsegin daga eigi síðar en fimmtudaginn 1. ágúst. Nauðsynlegt er að skrá atriði með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað sem finna má á vefsíðunni www.reykjavikpride.com Nánari upplýsingar veita göngustjórarnir Ásta, Helga, Setta og Steina, en hægt er að senda þeim póst á gongustjori@gmail.com. Athugið að ekki er hægt að veita fólki með atriði aðgang að göngunni nema það hafi verið tilkynnt skilmerkilega til göngustjóra. Öllum er velkomið að ganga í göngunni en Hinsegin dagar leggja áherslu á að það fólk sem vill taka þátt í göngunni án þess að vera með sérstakt atriði fylgi henni frá upphafi. Aðrir eru vinsamlega beðnir um að bíða með að slást í hópinn þar til síðasti vagninn hefur farið framhjá. Við minnum einnig á að ætlast er til að skráð gönguatriði varpi ljósi á menningu og mannréttindi hinsegin fólks. Uppstilling Byrjað verður að raða göngunni upp á Vatnsmýrarvegi, ofan við Læknagarð, kl. 12, laugardaginn 10. ágúst og þeir þátttakendur sem eru með atriði verða skilyrðislaust að mæta á þeim tíma til að fá sitt númer og fara í röð. Gangan leggur stundvíslega af stað kl. 14 og bíður ekki eftir neinum. Göngustyrkir Hinsegin dagar veita minni háttar fjárstyrki til gönguatriða. Umsóknir um þá skulu berast Gunnlaugi Braga Björnssyni, fjármálastjóra hátíðarinnar, um leið og sótt er um þátttöku. Netfang hans er gjaldkeri@ reykjavikpride.com Styrkir eru einungis veittir gegn framvísun reikninga og skulu þeir hafa borist Gunnlaugi Braga Björnssyni, Hinsegin dagar, Laugavegi 3, 101 Reykjavík, fyrir 31. ágúst. Ekki er veittur styrkur til að fjármagna leigu á farartækjum. Gæði atriðanna skipta hér máli en dómnefnd starfar á göngudaginn og metur bestu atriðin. Hinsegin dagar áskilja sér rétt til að samþykkja eða hafna öllum beiðnum um styrki í samræmi við fjárhag hátíðarinnar. The Pride Parade People who wish to perform a number in the parade must register before 1 August. You can register by filling out a form which can be found on the website, www. reykjavikpride.com, from the link “Parade Application” on the English version of the website. For any further information about the parade, please contact the parade directors Ásta, Helga, Setta and Steina by e-mail, gongustjori@gmail.com. The parade leaves from Vatnsmýrarvegur, close to the Bus Terminal BSI (see map), and ends in front of the concert stage at Arnarhóll. All participants are asked to meet at 12:00 on Saturday, 10 August at the starting point. The parade starts at 2 p.m. sharp. Að gefnu tilefni minnum við á að ófiðraðir steggir og fjaðralausar gæsir eru ekki velkomin í gleðigöngu Hinsegin daga. Finnið ykkur vinsamlegast annan vettvang fyrir steggja- og gæsapartí dagsins. Við göngum í þágu mannréttinda og mannvirðingar, ekki niðurlægingar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.