Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 13
13 Þú stakkst mig í hjartað svo ég styngi þig ekki af, ég er stökk hér grándaður ófleygur veiddur Ef ætti ég eitthvað merkilegt sem meikar jafnvel sens mættirðu eiga það – svo langt er ég leiddur Því munaðarlausi low life flækingurinn, lúserinn amor er alltaf einn og útúrskakkur Andvaka á götunum og liggur í gistiskýlum, gatslitinn en samt alltaf svo nýr og frakkur Ég veit það eitt um þig þú heitir Hunang, og huga minn þú strýkur ofurblítt Hjarta mínu nappar þú á nótæm, núllar mig út í ekkert ótt og títt Ef ég krassa á þér þá er ég ekki í kaskó og kemst víst ekki mjög langt eftir það En ég veit líka um pleis sem okkur passar og pældíðí að komast á þann stað Blindgatan þín er gerviblómum skrýdd, bleika mistrið felur lokuð sund Tældur í blindni ana ég beint af augum, í blíðu og stríðu þræll þinn hverja stund Þú fiðrildi sem fokkar allri umferð, þú flýgur villt og glatt í huga mér Mitt hjarta finnur til í terabætum, og taktu eftir – ég er bara til í þér Plís þú mátt aldrei dílíta mér drottningarhunang, þá væri ég dauður afmáður eyddur En ef ég múta amor sem stingur í hjartastað þá stöndum við á jöfnu – og reikningurinn greiddur Hunangspilturinn Böðvar Björnsson 13

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.