Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2013, Qupperneq 19

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2013, Qupperneq 19
19 Nanna og J ónína með J óni Ásgeirssy ni skólabróð ur sínum á L augarvatni. af leiguhúsnæði í Reykjavík og sagði: „Stelpur, nú takið þið þessa íbúð á leigu í Skipholtinu.“ Útlagar í óbyggðum „Áður en við vissum af höfðum við stofnað heimili vorið 1963. Við vorum eiginlega reknar í sambúðina, enda óaðskiljanlegar á þeim árum, gerðum allt saman, ræktuðum fjölskyldur okkar saman og spiluðum bridge við gamla félaga. En aðrar lesbíur voru ekki í þeim hópi því að við gáfum okkur aldrei til kynna sem slíkar. Þetta var býsna sérkennileg staða. Gömlu félagarnir voru að stofna heimili og eignast börn og við vorum ekki sérlega vel séðar í þeim hópi. Hvaða konur vilja að svona gellur séu að dandalast í návist eiginmanna sinna? En svo merkilegt sem það er þá minntist enginn á að við Unna ættum nú að fara að finna okkur mann. Auðvitað áttum við karlmenn að vinum, sumir fóru á fjörurnar við okkur og veltu því fyrir sér hvers vegna þeim yrði ekkert ágengt. En það barst okkur aldrei til eyrna og þegar einn þeirra spurði vinkonur okkar síðar hvort við værum par þá neituðu þær því staðfastlega. Tvær konur á fertugsaldri, án barna, en allt í kring voru vinirnir að stofna fjölskyldur. Seinna sá ég að við þessar aðstæður urðum við Unna hálfgerðir útilegumenn og það í orðsins fyllstu merkingu. Við keyptum okkur bíl saman og fórum í útilegur um hverja helgi, á sumrin vorum við oft úti í náttúrunni vikum saman án þess að koma í bæinn. Útivist, náttúra og veiðar, þetta var okkar hugðarefni, en eftir á að hyggja segir það sína sögu, við pössuðum ekki inn í samfélagið!“ Árið 1970 hóf Nanna nám við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í þjóðfélagsfræði árið 1974, í hópi fyrstu útskriftarnemanna í þessari nýju námsgrein. Jónína las sálfræði sem líka var ný grein við skólann og lauk þaðan BA-prófi 1975. Að námi loknu gerðist Jónína kennari við Fósturskóla Íslands en Nanna fréttamaður á ríkisútvarpinu og starfaði þar í tæpan áratug, meðal annars sem þingfréttamaður. Þá réðst hún til Fósturskóla Íslands og starfaði þar til 1996. Ef straumarnir eru til staðar „Sú var tíðin að okkur fannst við hlytum að vera saman alla ævi, og ég man að við höfðum safnað miklu af grjóti á ferðum okkar um landið því að við ætluðum að sinna steinasafninu okkar í ellinni. En það fór öðruvísi. Jónína hélt til náms í New York þar sem hún lauk MA-prófi en ég starfaði við Fósturskólann og smám saman fór að losna um böndin. Í skólann hafði komið nýr nemandi og frá fyrsta degi var ljóst að við áttum eitthvað sameiginlegt. Samkennari minn spurði mig einu sinni hvort þessi kona væri orðin ástfangin af mér og ég svaraði: „Af hverju spyrðu ekki hvort ég sé orðin ástfangin af henni?“ Svo var það ekki rætt frekar, en á milli okkar varð til taug sem aldrei hefur slitnað. Samt höfum við varla kysst hvor aðra nema léttum „lesbíukossi“ á hálsinn! En það er nú svo að ástin kallar á mann án þess að maður fái neitt við ráðið, og platónsk ást getur verið jafn logandi sterk og sú líkamlega – ef straumarnir eru til staðar. Allt þetta skynjaði Unna þegar hún kom heim frá námi, það leyndi sér ekki að hugur minn var annars staðar. Loks skildum við að skiptum árið 1996, gerðum upp sameiginlegar eigur okkar og fjórum árum síðar lést Unna úr krabbameini, 62 ára. Vináttuna varðveittum við alla tíð því hún var góð kona og ég er þakklát fyrir árin okkar saman. Skólabróðir minn Baldur Kristjánsson jarðsöng hana og sagði þar heiðarlega frá ástum okkar, en í minningargreinum var bara minnst á samband okkar undir rós. Það tók á, en svona bitnaði gamli feluleikurinn á okkur, svo seint sem árið 2001 ...“ ... segir Nanna sem sjálf tók af skarið árið 1996 og sama ár hvarf hún af vettvangi í Fósturskólanum þar sem staða hennar hafði verið lögð niður eftir að hún kom úr felum og þær Jónína skildu. „Það var sjálfhætt.“ Ári síðar gerðist hún framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 þar sem hún starfaði skamma hríð. Hvað varð til þess að hún tók skrefið úr skápnum? Þú ert alltof glæsileg! „Ég var sextug þegar ég tók þessa ákvörðun og hún var ekki auðveld. Í fyrsta lagi var ég að afhjúpa fjörutíu ára ástarsamband. Við Unna höfðum svo sem rætt málin en hún vildi ekki „koma út“ með mér. Ekki Með Ga rúnu á g alaballi Samtak anna ´7 8 Jónína og Nanna á ferð í Haukadal Heim a á B rúarla ndi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.