Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2013, Blaðsíða 21

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2013, Blaðsíða 21
21 Ég veit hvaða heim ég vil sjá Í merku blaðaviðtali sem Jónína Leósdóttir átti við Nönnu 1997 hafði hún þetta að segja: „Ég hef stundum haldið því fram að ég sæi ekki eftir neinu. Skammist mín ekki fyrir neitt. Þetta er rangt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki haft hugrekki til að vera ég sjálf – fyrir að koma ekki fyrr úr felum.“ Skyldi Nanna ennþá líta sömu augum á það mál? „Þegar ég sagði þetta þá var ég svo uppnumin af mínu nýja lífi, og hlutskipti hópsins sem ég var að uppgötva snerti mig djúpt. Árið 1997 var ég að átta mig á því hvað samstaða merkir. Í dag er ég ekki svona hörð við sjálfa mig því ég veit að ég var barn míns tíma, og eins og aðrir þá réð ég minnstu um lífshlaupið. Mörgu hefði ég auðvitað viljað breyta en ég veit líka hvað það er erfitt að breyta heiminum, maður haggar ekki svo glatt við valdastrúktúrnum. En ég veit hvaða heim ég vil sjá, heim þar sem við berum meiri gæfu til að meta hvað í hverjum einstaklingi býr í stað þess að troða honum inn á ákveðna bása og brautir. Ég vildi að við kynnum betur að tala við börn og unglinga og hlusta á þau, þau eiga ekki að vera þöglir áhorfendur að lífinu.“ Að skreppa undan valdinu „Það er svo merkilegt að þegar ég spyr mig núna hvort ég iðrist einhvers þá koma ástkonur mínar ekki upp í hugann. Í staðinn fer ég að hugsa um kennslustund fyrir löngu. Ég var óreyndur kennari og einn af litlu strákunum var að trufla hina krakkana. Ég greip í fáti eitthvert aularáð úr Kennaraskólanum, að senda strákinn út í horn. Þarna stóð hann hnípinn með hendur fyrir aftan bak og starði inn í hornið. Af hverju fór ég ekki niður á hnén, horfði í augun á honum og spurði: Er eitthvað ekki í lagi, elskan? Mig verkjar ennþá þegar ég hugsa til hans og vildi geta beðið hann fyrirgefningar þótt seint sé. Ég hef andúð á valdi, blindu valdi, því þá er grimmdin ævinlega skammt undan. En ég hefði ekki viljað fara á mis við það að hafa ekki ratað hina tilætluðu leið. Að vera samkynhneigð manneskja er sérkennileg viðurkenning á því hver maður er og gefur manni þrátt fyrir allt svo mikinn styrk – að hafa skroppið undan valdinu. Ef maður stendur af sér kúgun og sér í gegnum vald hinna, þá stendur maður með eitthvað stórkostlegt í höndunum. „Maður sér ekki vel nema með hjartanu, það mikilvægasta er ósýnilegt augunum,“ segir refurinn við litla prinsinn og seint og um síðir tókst mér að fara að ráðum refsins. Í stað þess að þegja um tilfinningar mínar ákvað ég að reyna að horfa á tilveruna með hjartanu og þá loksins gat ég sagt: Jú, þetta er ég sjálf!“ One sees clearly only with the heart Sociologist Nanna Úlfsdóttir was around twenty when she met Jónína, then 18 years old, at the College of Sports Education which they both attended. They initially did not know what to make of their feelings for each other but decided though to swear „blood- brotherhood“. A few weeks later, one bright summer night at Þingvellir, they shared their first kiss. They lived together in Reykjavík for 40 years without ever announcing themselves to the world as lesbians, being „just good friends.“ At 60, Nanna decided to end the charade and a year later, in 1997, she expressed her feelings in a prominent interview in a much-read Icelandic magazine. In an interview with Þorvaldur Kristinsson, Nanna, the proud lesbian, discusses love in the time of silence and love in the time of visibility, how our emotions are affected by hiding them from others, and the courage it takes to announce them at last. Við símann í Samtökunum ´78. Nanna, lengst til vinstri, í hópi sa mstarfsfélaga í Ísaksskóla. Verðandi íþróttakennarar á Laugarvatni. Jónína og Nanna eru lengst til vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.