Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2013, Qupperneq 28

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2013, Qupperneq 28
28 „Ég tel að ég hafi verið 19 ára gömul þegar ég hófst handa. Á unglingsárunum var ég oft rekin úr skóla fyrir „ósæmilega“ hegðun. Ég skrifaði ástarbréf og sendi gjarnan gjafir til annarra stúlkna; stelpur slógust um athygli mína og ég lenti stundum í slagsmálum til að fá ákveðnar stelpur til að veita mér athygli. Það var ekki fyrr en ég hóf háskólanám að mér varð ljóst að samkynhneigð væri ólögleg í Úganda. Þá ákvað ég að berjast fyrir því að breyta lögunum. Af hverju ætti ég að vera ólögleg í mínu eigin landi?“ Í viðtölum minnist þú oft á þann stuðning sem foreldrar þínir veittu þér og að slíkt sé ekki sjálfgefið í Úganda. Hverjir eru foreldrar þínir og hvernig studdu þau þig? „Þau eru fallin frá. Móðir mín var fyrsti forritarinn í Úganda og faðir minn var talsmaður Bank of Uganda. Foreldrar mínir studdu mig frá upphafi og fordæmdu aldrei kynhneigð mína né lífsstíl minn, en slíkt er afar sjaldgæft í Úganda, enda hafa margir vinir mínir verið bannfærðir af eigin fjölskyldum. Foreldrar mínir sendu mig í bestu skólana, sama hve oft ég var rekin úr þeim. Þegar ég eltist og fór að skemmta mér var móðir mín ekki áhyggjufull þótt hún sæist skutla mér á bari þar sem hinsegin fólk hittist. Hún hýsti einnig heimilislausa vini mína og sagði þeim að vera óhræddir við að koma heim til okkar.“ Hver er forsagan að stofnun Freedom and Roam? „Ég stofnaði samtökin árið 2003 því mér fannst vanta pólitískan vettvang þar sem hægt væri að vinna að því að breyta ástandinu. Árásir og nauðganir voru orðnar daglegt brauð. Það gekk þó illa til að byrja með. Fólk var óttaslegið við tilhugsunina um að leyndarmál þess kæmist upp og því þurftum við að finna nafn á samtökin sem ekki væri of augljóst. Við völdum nafnið Freedom (frelsi) and Roam (flakka) vegna þess að við erum að berjast fyrir réttinum til að geta ferðast örugg um landið okkar.“ Hvernig fara fundir fram við þess háttar aðstæður? „Við hittumst á börum eða heima hjá stjórnarmeðlimum. Þar sem ég hef aldrei verið í skápnum birtast reglulega fréttir um mig í slúðurdálkum fréttablaðanna og þannig leitar fólk mig uppi til að komast í samband við hinsegin samfélagið í Úganda. Það er ekki öruggt að auglýsa fundi opinberlega svo við látum orðið berast meðal félagsmanna eða nýtum okkur lokaða hópa á Facebook.“ Lífsreynsla annarra getur fært okkur frið Það er áberandi í starfi þínu á sviði mannréttinda að þú leggur mikla áherslu á að hinsegin fólk eigi að deila lífsreynslu sinni með öðrum. Hvaða hugmynd er að baki þeirri baráttuaðferð? „Þegar ég var að alast upp voru skilaboðin frá samfélaginu þau að það væru djöflar innra með mér. Það er hættulegt að burðast með slíkar hugsanir einn því þá er eins líklegt að maður skaði sjálfan sig. Þess vegna nýti ég öll tækifæri sem gefast til að ávarpa fólk í sjónvarpsviðtölum því ég veit að það er fólk þarna úti sem mun heyra mína sögu og það getur bjargað lífi þess. Fyrir nokkrum árum hringdi 79 ára gömul kona í mig eftir að hafa séð viðtal við mig í sjónvarpinu. Hún vildi þakka mér. Hún sagði að nú gæti hún dáið í friði vegna þess að ég hefði svarað spurningum sem hún hefði velt fyrir sér allt sitt líf. Þessi 79 ára gamla amma hafði alla ævi borið óútskýrðar tilfinningar innra með sér og vissi ekki hvaða nafni hún átti að kalla þær. Hún hafði einungis heyrt að þessar tilfinningar væru synd og að þær gerðu hana að slæmri manneskju. Eftir að hafa séð mig í sjónvarpinu gat hún brosað – hún hafði fundið frið. Þess vegna trúi ég á áhrifamátt frásagna. Þær eru öflugt tæki og færa fólk nær hvert öðru.“ Dómstólaleiðin Þú hefur einnig ásamt samtökunum þínum fært baráttuna inn á vettvang dómstólanna. Hvers vegna hefurðu kosið þá leið? „Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi erum við að kenna samfélagi hinsegin fólks í Úganda að vera óhrætt við að fara dómstólaleiðina. Það treystir ekki dómstólunum auk þess sem það óttast að málaferlin muni fletta ofan af kynhneigð þess. Við í Freedom and Roam segjum að það saki ekki að reyna að leita réttar síns. Í öðru lagi erum við að undirbúa það að samkynhneigð verði lögleg. Til þess að hæstiréttur taki málstað okkar fyrir þurfum við að vinna dómsmál á lægri dómsstigum. Að svo stöddu höfum við unnið tvö mál gegn ríkinu og bíðum eftir niðurstöðu úr því þriðja. Við höfum einnig sótt mál gegn Bandaríkjamönnum sem hafa komið til Úganda gagngert í þeim tilgangi að predika hatur gegn hinsegin fólki. Hnattvæðing á hatri Þetta er varhugaverð þróun, er það ekki? Hnattvæðing á hatri þar sem vellauðug samtök senda fjármagn og stuðning þvert á landamæri til að vinna gegn réttindum hinsegin fólks. Hvaða fólk er þetta? „Þessir hópar hafa starfað innan Úganda síðan 2001. Þetta eru bandarískir evangelistar, bókstafstrúaðir öfgamenn sem misnota sér aðstöðu fátækra landa til að selja hugmyndafræði sína í krafti valda, áhrifa og peninga. Og þeir hafa náð miklum árangri. Ég hef hitt sumt af þessu fólki, meðal annars á þriggja daga ráðstefnu gegn samkynhneigð sem ég tók þátt í! Þetta fólk tók í höndina á mér, faðmaði mig og sagði við mig: Kasha, við elskum þig. Okkur líkar ekki það sem þú gerir en við hötum þig ekki.“ Erlend mótmæli geta skaðað Á seinustu árum höfum við séð alþjóðasamfélagið beita úganska ríkið miklum þrýstingi um að virða mannréttindi. Hefur það skilað árangri? „Alþjóðlegur stuðningur hefur skilað töluverðu. Alþjóðasamfélagið hefur staðið sig vel í að sýna okkur ást og samstöðu og fyrir það er ég mjög þakklát. Slíkur stuðningur veitir okkur styrk og minnir okkur á að við erum ekki ein á báti og að við eigum vini. Úganda er ekki ríki í tómarúmi og ég trúi því að frumvarpið, sem hefði lögleitt dauðarefsingu við samkynhneigðri hegðun, hefði verið samþykkt ef ekki hefði komið til alþjóðlegrar íhlutunar. Hins vegar stöndum við núna andspænis mögulegu bakslagi vegna þess að þingmenn og ráðherrar eru byrjaðir að bregðast illa við erlendum afskiptum. Þess vegna höfum við beðið alþjóðlega stuðningsmenn okkar að skipta um aðferð og aðhafast með meiri leynd.“ Það kom upp umræða á Íslandi fyrir skömmu þess efnis hvort skerða ætti þróunaraðstoð til Úganda vegna frumvarpsins um dauðarefsingu. Þú hefur talað skýrt gegn þess háttar aðgerðum. Hvers vegna? „Vegna þess að það eru hópar í Úganda sem myndu grípa slíkt tækifæri til að hella olíu á eldinn. Við viljum til dæmis ekki að fólk stundi mótmæli fyrir framan úganska sendiráðið í heimalandi sínu. Áður fyrr gat það hjálpað en núna enda slíkar aðgerðir í fréttunum í Úganda sem eykur enn frekar hatrið á okkur. Við viljum frekar að erlend ríki beiti þrýstingi eftir öðrum leiðum svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.