Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 50
50
Bróðir og utangarðsmaður – Ævi Bayard Rustin
Bayard Rustin var vel gefinn hommi með mikla persónutöfra sem
opinberaði kynhneigð sína löngu áður en aðrir samkynhneigðir
öðluðust hópum saman hugrekki til að standa opinberlega við
tilfinningar sínar. Af þeim sökum komst hann í kast
við lögin og hlaut sinn dóm. Síðar gerðist hann
nánasti ráðgjafi Martins Luthers King og barðist við
hlið hans en starfaði þó alla tíð í skugga leiðtogans.
Samkynhneigð hans þótti hreinlega of mikil ögrun
við baráttuhreyfingu bandarískra blökkumanna.
Bayard Rustin var sennilega þýðingarmesti
skipuleggjandi og forvígismaður göngunnar
miklu til Washington sem markar þáttaskil í sögu
blökkufólks í Bandaríkjunum. Þessi stórkostlega
mynd hefur unnið til fjölda verðlauna á virtustu
kvikmyndahátíðum heimsins.
Brother Outsider – The Life of Bayard Rustin
Brother Outsider illuminates the public and private lives of
Bayard Rustin, a visionary activist and strategist who has been
called “the invisible man” of the civil rights movement. A
tireless crusader for justice, a disciple of Gandhi, a
mentor of Martin Luther King Jr., and the architect
of the legendary 1963 March on Washington,
Rustin dared to live as an openly gay man during
the fiercely homophobic 1940s, 1950s and 1960s.
Brother Outsider reveals the price that Rustin paid
for this honesty, chronicling both the setbacks
and triumphs of his remarkable 60-year career.
The screening is sponsored by the U.S. Embassy in
Iceland, Bíó Paradís, Tuesday 6 August at 9 p.m. Free
admission.
Í boði Sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi.
Bíó Paradís þriðjudaginn 6. ágúst kl. 21 Aðgangur ókeypis