Fréttablaðið - 19.05.2021, Side 2

Fréttablaðið - 19.05.2021, Side 2
Síðbúinn HönnunarMars Banastuðið vantar ekki í Ásmundarsal þar sem undirbúningur er í fullum gangi fyrir HönnunarMars 2021. Þótt nafn hátíðarinnar, sem haldin verður 19.-23. maí, skjóti eilítið skökku við hefur HönnunarMars fest rætur í listasamfélagi Íslands á þeim tólf árum sem hann hefur verið haldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fríkirkjan í Hafnarfirði boðar til aðalsafnaðarfundar miðvikudaginn 2. júní kl. 20:00 í Safnaðarheimili kirkjunnar að Linnetsstíg 6 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Ný lög fyrir Fríkirkjuna Önnur mál Tillögur að lagabreytingum eru kynntar á vefsíðu kirkjunnar frikirkja.is Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. arib@frettabladid.is NEYTENDAMÁL Neytendasamtökin leita nú að þremur prófmálum til að kanna lögmæti breytilegra vaxta, þar á meðal á fasteignalánum. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir að dómar í slíkum málum geti haft áhrif á allt að fimmta tug þúsunda lána, lán upp á rúmlega 1.300 milljarða króna, eða öll lán með ákvæðum um breytilega vexti. „Við teljum okkur vera með mjög sterkt mál í höndunum,“ segir Breki. „Við teljum að skilmálar sem séu óskýrir og byggja á huglægu mati séu ólöglegir.“ Neytendasamtökin opnuðu í nótt vefinn Vaxtamálið.is þar sem einstaklingar með slík lán geta gert kröfu á sinn lánveitanda. „Mál sem þessi geta tekið nokkur ár fyrir dómi, þegar niðurstaðan liggur fyrir þá kann að vera að kröf- urnar verði fyrndar. Þess vegna er mikilvægt að fólk geri kröfu. Þetta er í raun og veru bara fjórir smellir og þá er fólk búið að tryggja sig,“ segir Breki. Að sögn Breka verður þetta stærsta mál sem samtökin hafa farið í og hafa þau fengið styrk frá VR en einnig Samtökum fjármála- fyrirtækja. „Fjármálafyrirtækin skilja að það þarf að eyða óvissu í þessum málum,“ segir Breki Karlsson. n Vilja kanna lögmæti breytilegra vaxta Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna. Hafist hefur verið handa við framkvæmdir og breytingar á þriðju hæð Kringlunnar fyrir milljarð króna. Breytingarnar fela meðal annars í sér nýja mathöll, búbblublómaskála og ýmsa afþreyingu. birnadrofn@frettabladid.is VERSLUN „Þetta er heljarinnar fram- kvæmd og fjárfesting,“ segir Sigur- jón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Til stendur að endur- skipuleggja og breyta þriðju hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Breytingar eru unnar í samstarfi við David Martin frá M Worldwide og THG Arkitekta, og leiðir arki- tektinn Paolo Gianfrancesco verkið. „Um er að ræða svæðið frá bíla- stæðum austan megin Kringlunnar við Borgarleikhúsið og að rúllustig- unum við enda bíógangsins,“ segir Sigurjón. Breytingarnar munu kosta um einn milljarð króna og taka um 18-24 mánuði. „Markmiðið með breytingunum er að búa til nýjan áfangastað í Kringlunni sem lifir dálítið sjálfstæðu lífi,“ segir Sigur- jón. Opnunartími þriðju hæðarinnar verður lengri en hefðbundinn opn- unartími Kringlunnar og áhersla verður lögð á mat, af þreyingu og heilsu. Verslanir sem fyrir eru á þriðju hæð munu f lytja á annan stað í húsinu og þar verður meðal annars opnuð ný mathöll. „Við erum í þeim fasa núna að færa til starfsemi til að losa um fyrir þær framkvæmdir sem fram undan eru,“ segir Sigurjón. „Í næsta áfanga er uppbygging nýrrar mat- hallar sem mun leysa Stjörnutorg af hólmi en þó á öðrum stað og þann- ig rýma fyrir svæði sem mun hýsa um þúsund fermetra afþreyingar- svæði,“ bætir hann við. Sigurjón segir viðræður um af þreyingu á svæðinu enn í gangi en að hann geti fullyrt að um nýj- ungar á Íslandi sé að ræða fyrir fólk á öllum aldri. „Ævintýraland verður tekið í gegn og afþreyingu bætt við fyrir eldri hópa, frá aldrinum tíu ára og upp úr,“ segir hann. Framkvæmdir eru nú þegar hafn- ar og nýlega opnaði World Class nýja líkamsræktarstöð í Kringlunni sem er hluti af breytingunum. Þá verður veitingastaðurinn Finnson Bistro opnaður von bráðar á þriðju hæðinni. „Þar verður ýmislegt nýtt af nálinni, meðal annars búbblu- blómaskáli sem ætti að tikka í box hjá vinkonu hópum til dæmis,“ segir Sigurjón. „Við erum líka í þeirri sérstöku aðstöðu að hafa leikhús innangengt í húsinu og með þessum breyting- um getum við sinnt leikhúsgestum betur,“ segir Sigurjón og bætir við að breytingarnar séu einnig kærkomn- ar fyrir fólk sem býr í nágrenni við Kringluna. „Þarna verður hægt að koma og fá sér kvöldverð og sækja afþreyingu fram eftir kvöldi,“ segir hann. Sigurjón segist ekki gera ráð fyrir að loka þurfi Kringlunni eða hluta hennar vegna framkvæmdanna, unnið verði að þeim í áföngum svo sem minnst rask hljótist vegna þeirra. n Milljarðar í breytta Kringlu Þar verður ýmislegt­ nýtt af nálinni, meðal annars búbblublóma­ skáli sem ætti að tikka í box hjá vinkonuhóp­ um til dæmis. Sigurjón Örn Þórsson fram- kvæmdastjóri. Kringlunnar Breytingar á Kringlunni eiga að taka eitt og hálft til tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR arnartomas@frettabladid.is EUROVISION Fyrri undanúrslit Euro- vision fóru fram í Ahoy-höllinni í Rotterdam í gær. Tíu lönd komust í gegnum síma- kosninguna og munu taka þátt á úrslitakvöldinu á laugardag. Þær voru Noregur, Ísrael, Rússland, Aser- baísjan, Malta, Litháen, Kýpur, Sví- þjóð, Belgía og Úkraína. Sem gestgjafi á Holland öruggt sæti á úrslitakvöldinu ásamt Þýska- landi, Englandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Næstu undanúrslit verða annað kvöld þar sem Daði og Gagnamagn- ið verða fulltrúar Íslands. n Sextán mótherjar Íslands staðfestir Elena frá Kýpur komst áfram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Atriði Íslands verður númer átta í röðinni í Hollandi annað kvöld. 2 Fréttir 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.