Fréttablaðið - 19.05.2021, Side 6
Bæði Kvikmyndaskóli Íslands
og Listaháskóli Íslands hafa
óskað eftir því að fá að bjóða
upp á nám í kvikmyndagerð
á háskólastigi. Mál beggja
skóla eru til meðferðar hjá
menntamálaráðuneytinu og
lausn er í sjónmáli í báðum
tilvikum.
hjorvaro@frettabladid.is
MENNTUN Nokkur óvissa hefur
verið um framtíðarskipulag kvik-
myndanáms hér á landi síðustu
mánuði en bæði Kvikmyndaskóli
Íslands, sem býður upp á nám fyrir
einstaklinga með stúdentspróf sem
getur verið metið til háskólanáms,
og Listaháskóli Íslands, sem hyggst
bjóða upp á nám á háskólastigi,
standa á ákveðnum krossgötum.
Þannig er að mál beggja aðila eru
til meðferðar hjá menntamálaráðu-
neytinu og ekki liggur fyrir hvort
skólarnir geti boðið upp á nám á
háskólastigi í haust.
„Mér finnst mjög hæpið að við
getum hafið nám við kvikmynda-
deildina í haust þar sem ekki hefur
verið gengið frá fjármögnunar-
samningi við menntamálaráðu-
neytið á þessum tímapunkti.
Af þeim sökum finnst mér lík-
legra að námið hefjist haustið 2022,
þótt lokahnykkurinn á því að setja
námið á laggirnar hefjist um leið
og samningur verður í höfn,“ segir
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor
Listaháskóla Íslands, um stöðu
mála.
„Boltinn er svolítið hjá ráðherra
þessa stundina og þetta stendur og
fellur með því hvenær samningur-
inn verður undirritaður.
Það er mikið tilhlökkunarefni að
geta boðið upp á kvikmyndanám
og þetta er mikilvægur áfangi bæði
varðandi gæði kvikmyndagerðar
í landinu og fyrir þá sem hyggjast
leggja stund á kvikmyndagerð
sem geta þá notið sambærilegrar
menntunar og aðrir nemendur á
háskólastigi,“ segir Fríða Björk.
„Ráðherra hefur ákveðið að kvik-
myndanám á háskólastigi muni
hefjast hjá Listaháskóla Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi hefur
verið í gríðarlega mikilli sókn á
undanförnum árum og víða hefur
verið tekið eftir árangri okkar á
alþjóðavettvangi.
Nám á háskólastigi er því mikil-
vægt skref í áttina að enn frekari
uppbyggingu, í samræmi við nýja
kvikmyndastefnu Íslands til 2030.
Nú er unnið að þeirri samninga-
gerð við Listaháskólann, í samráði
við stjórnendur, og er hún loka-
metrunum. Stefnt er að því að
innritun gefi hafist í haust,“ segir
í svari menntamálaráðuneytisins
um samningsgerð ráðuneytisins
við Listaháskóla Íslands.
Kvikmyndaskóli Íslands er svo
með umsókn til meðferðar hjá
menntamálaráðuneytinu um að
færa nám skólans yfir á háskólastig.
„Menntamálaráðuneytið hefur
að ósk Kvikmyndaskólans skipað
þriggja manna sérfræðingahóp til
að veita umsögn um skólann og
mun sá hópur framkvæma matið í
júní og við vinnum samkvæmt því
að staðfesting viðurkenningar liggi
fyrir 1. ágúst næstkomandi.
Við erum mjög bjartsýn á að
það takist enda teljum við skólann
fullnægja því að geta veitt tveggja
ára diplómanám á háskólastigi og
þriðja árið í BA-náminu verði svo
klárað á hugvísindasviði Háskóla
Íslands,“ segir Böðvar Bjarki Péturs-
son, stjórnarformaður Kvikmynda-
skóla Íslands.
„Við höfum bent á að fjölgun
stúdenta frá aldamótum hefur
verið 100 prósent en fjölgun nem-
enda í listnámi á háskólastigi hefur
verið innan við 15 prósent.
Með því að fara fyrrgreinda leið
og heimila Kvikmyndaskólanum
að stofna lítinn skóla á háskóla-
stigi myndi nýnemum í listnámi
fjölga um 30 prósent. Lítil deild við
Listaháskóla Íslands er ekki nægi-
legt viðbragð við stöðunni,“ segir
Böðvar Bjarki um framhaldið.
„Það er vert að nefna að Kvik-
myndaskóli Íslands er á sínu öðru
ári á fimm ára þjónustusamningi
undirrituðum af menntamála-
ráðherra og fjármálaráðherra en í
þeim samningi kemur skýrt fram
að stefnt sé að námsleið til BA gráðu
í samvinnu við annan háskóla.
Ekki er verið að óska eftir frekari
fjárheimildum í þeirri umsókn sem
er nú til meðferðar hjá mennta-
málaráðuneytinu sem ætti að auð-
velda aðgerðina.“ n
Óvissunni um kvikmyndanám eytt
Útlit er fyrir að innan tiðar muni tveir skólar bjóða upp á kvikmyndanám á háskólastigi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Boltinn er svolítið hjá
ráðherra þessa stund-
ina og þetta stendur og
fellur með því hvenær
samningurinn verður
undirritaður.
Fríða Björk
Ingvarsdóttir,
rektor Lista
háskóla Íslands.
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð
Fjölskyldupakkinn:
Barnaheillum bárust fleiri en 300
umsóknir í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
thorgrimur@frettabladid.is
GÓÐGERÐARMÁL Yfir þrjú hundruð
umsóknir um hjól bárust til Barna-
heilla í ár meðan á hjólasöfnun
þeirra stóð. Elleftu reiðhjólasöfnun
samtakanna á Íslandi lauk 12. maí.
Barnaheill úthlutuðu hjólum til
barna og ungmenna á landinu sem á
þeim þurftu að halda. Hafin er hafin
sala á þeim hjólum sem eftir standa.
Hjólasöfnunin fór fram með þeim
hætti að almenningur var beðinn
að gefa hjól sem ekki voru lengur
í notkun. Ýmsir aðilar komu að
söfnuninni, þar á meðal sjálfboða-
liðar frá Íslandsbanka, Advania og
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Unnið var í samstarfi við Hjól-
reiðaklúbbinn Drangey á Sauðár-
króki og vonir standa til þess að
hægt verði að stækka verkefnið til
landsbyggðarinnar á næstu árum
svo hægt verði að safna reiðhjólum
fyrir börn óháð efnahag og félags-
legum aðstæðum.
Að lokinni úthlutun hjólanna eru
afgangshjólin seld á hagstæðu verði.
Söluágóðinn rennur til Barnaheilla
á Íslandi og verkefna á vegum sam-
takanna. Salan fer fram í dag og
á morgun frá klukkan 14 til 18 að
Smiðshöfða 7 í Reykjavík. n
Vel heppnaðri hjólasöfnun Barnaheilla lokið
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Þau sem hafa fengið tvær
tegundir af bóluefni gegn Covid-19
geta fengið bólusetningarvottorð
líkt og þau sem hafa fengið tvær
sprautur af sama efni eða eina
sprautu af bóluefni Jansen. Þetta
segir Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir.
Vegna mögulegra, alvarlegra
aukaverkana býðst konum undir
55 ára sem fengið hafa eina sprautu
af AstraZeneca að fá seinni skammt-
inn með öðru efni. Þórólfur segir að
best væri að gefa fólki báðar spraut-
ur með sama bóluefni en að þessi
lausn sé sú næstbesta í stöðunni.
Í gær var greint frá því á vef
danska ríkissjónvarpsins að ein-
staklingar sem fengið hefðu eina
sprautu af bóluefni gætu fengið
útgefið bólusetningarvottorð að
fjórtán dögum liðnum. Þórólfur
segir slíkt ekki standa til hér á landi.
„Það er vörn í einni sprautu en það
hefur verið sýnt fram á að hún er
ekki eins góð og ekki eins langvar-
andi og tvær sprautur þannig að við
gefum ekki út vottorð fyrr en eftir
seinni sprautuna. Nema með Jansen
sem er bara ein sprauta.“
Þá segir Þórólfur að ekki verði
heldur tekið við bólusetningarvott-
orðum hér á landi nema hjá þeim
sem fengið hafa tvær sprautur. n
Tvær sprautur til
að fá vottorðið
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
benediktboas@frettabladid.is
BREIÐHOLT Breiðhyltingar geta farið
að hlakka til þjóðhátíðardagsins.
Borgin okkar – hverfin mun styrkja
íþróttafélög og foreldrafélög um 450
þúsund krónur hvert, eða alls um
2,7 milljónir. Hátíðarhöldin voru
smá í sniðum í fyrra en nú verður
blásið í alla hátíðarlúðra. n
Milljónir í 17. júní
Leiknismenn ætla að halda stóran
þjóðhátíðardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
6 Fréttir 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR