Fréttablaðið - 19.05.2021, Side 11

Fréttablaðið - 19.05.2021, Side 11
Alþjóðlegi safnadagurinn er hald- inn hátíðlegur 18. maí ár hvert undir yfirskriftinni Framtíð safna, upp- bygging og nýjar áherslur. Það fer vel á því að hugað sé til framtíðar í safnageiranum sem margir tengja við fortíðina og frasinn þreytti um ,,rykfallin söfn” virðist ótrúlega líf- seigur. Staðreyndin er sú að það er ekkert ryk á söfnum, þau eru sprikl- andi fersk, þrifin og fín hátt og lágt og alltaf stödd í nútíðinni og með hugann við framtíðina. Þau eru sett upp til að fræða komandi kynslóðir og undirbúa þær fyrir óvissa en von- andi betri framtíð. Vissulega er sagan mikilvæg og söfn miðla því hvernig við getum lært af sögunni og undirbúið okkur fyrir framtíðina, spáð í það sem koma skal. Söfn eru líka mikilvæg til að miðla þekkingu og læra af reynslunni, einnig mistökum sem við mannkynið höfum verið dugleg að gera í gegnum tíðina. Öruggur staður til að vera á Söfn eru einhver öruggasti staður- inn í miðjum heimsfaraldri, það á helst ekki að snerta viðkvæma hluti, auðvelt er í f lestum tilfellum að halda 2 metra regluna og sjaldan er múgur og margmenni á söfnum. Söfn eru vin í eyðimörkinni, rólegur staður til að njóta menningar og lista, sögu og fróðleiks, athvarf til að slappa af og anda að sér fersku lofti. Það kom vel í ljós í heimsfar- aldrinum að söfn eru mikilvægari en nokkru sinni. Þau veita okkur hugarró en eru einnig skemmtileg og gefandi og við söknum þeirra þegar lokað er. Söfn taka afstöðu, þau velta upp hlutunum, skoða ágreiningsefni, sýna mismunandi sjónarmið og kryfja stöðuna. Söfn geta verið róttæk, gagnrýnin og krefjandi en einnig fræðandi, upplýsandi og skjól fyrir jaðarhugmyndir, það er allt mikilvægt. Staður til að njóta og upplifa, að fræðast og skiptast á skoðunum og að hvetja til umræðu. Listasöfn eins og Listasafnið á Akureyri leggur sig fram við að endurspegla samfélagið eins og það er í öllum sínum fjölbreytileika og fullt af andstæðum. Safnið tekur samfélagslegt hlutverk sitt alvarlega og leggur mikla áherslu á að taka á móti ungu fólki, skólahópum allt frá 3 ára gömlum leikskólabörnum til háskólanema. Ritskoðun og listrænt frelsi Listamenn eru þekktir fyrir að vera á undan sinni samtíð, framúrstefnu- legir og furðulegir. Listasöfn geta einnig verið framúrstefnuleg og miðlað framtíðinni til okkar á sama tíma og það skiptir máli að safna og sýna alls konar myndlist, að miðla og að varðveita fyrir komandi kyn- slóðir. Það er jafn mikilvægt að sýna vin- sæla list og óvinsæla. Það sem höfð- ar til fjöldans og það sem höfðar til fárra á einnig rétt á sér. Gott dæmi um slíkt er að samtímis getur Lista- safnið á Akureyri sett upp glæsilega sýningu á verknum Errós eða Lou- isu Matthíasdóttur sem margir dást að með réttu og stendur svo einnig fyrir A! Gjörningahátíð, með furðu- legum athöfnum sem sumir hrista hausinn yfir. Hvoru tveggja á rétt á sér og skiptir máli fyrir okkur öll. Söfn veita listrænt frelsi, þau hafna ritskoðun, þau hvetja til umræðu, þau eru fyrir framtíðina. n Söfn framtíðar Byggingaiðnaðurinn er gríðar- lega stór hluti af hagkerfi heimsins og veltir hann meira en tíu trilljón Bandaríkjadölum á ári sem vega um 13% af vergri heimsframleiðslu (GDP) og er þar með einn stærsti iðn- aður heimsins. Framleiðni iðnaðarins hefur þó aðeins aukist um 1% síðustu 20 árin, sem bendir til að það séu mikil tækifæri til að gera betur. Jafn- framt er athyglisvert að 9 af hverjum 10 verkefnum haldast ekki á áætlun samkvæmt rannsóknum Flyvbjerg (2003) sem rannsakaði 258 bygg- ingaverkefni í 20 löndum. Gera má ráð fyrir því að verkefnin hér á landi séu engin undantekning eins og nýleg dæmi sanna og þekkt eru úr fjöl- miðlum, t.d. hið fræga Braggamál þar sem gamall stríðsbraggi var byggður upp. Verkefnið átti að kosta 158 millj- ónir króna, en endaði í 425 milljónum króna, sem þýðir að verkefnið fór 240% yfir kostnaðaráætlun. Jafn- framt má nefna Hörpuna sem fór 52% yfir áætlun, Ráðhús Reykjavíkur fór 150% yfir áætlun og Orkuveituhúsið fór 109% yfir áætlun og þar fyrir utan er það nánast ónothæft í dag. Spurningin hér í þessari grein er að spyrja, af hverju haldast mörg verkefni ekki á áætlun í íslenskum byggingaiðnaði? Þeirri spurningu leitaðist ég við að svara í meistararit- gerð minni sem ber nafnið „Manag- ing the unmanageable: Deviation in project success within the project life cycle in the Icelandic construction industry“ og er undir leiðsögn Ingu Minelgaite prófessors. Markmiðið var að rannsaka nákvæmlega hvar frávik innan byggingaverkefna byrja að mótast og hvernig það getur haft áhrif á lokaniðurstöðu verkefnisins. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós fjóra áhrifaþætti sem hafa hvað mest áhrif á árangur verkefna og það kom í ljós að oftar en ekki er auðvelt að spá fyrir um framgang verkefnis- ins áður en verkefnið er hafið. Með öðrum orðum ef verkefni er illa und- irbúið frá upphafi er það líkleg spá um verkefni sem heldur ekki kostn- aðar-, tíma- og gæðaáætlun. Þeir sem þekkja byggingaiðnaðinn vita að um er að ræða háar fjárhæðir, mikinn tíma og að það geti verið mjög slæmt ef bygging stenst ekki gæðakröfur. Í fyrsta lagi spilar íslenska menn- ingin stórt hlutverk í því hvernig verkefni eru unnin, oft er farið af stað áður en nægilega góður undir- búningur hefur átt sér stað. Treyst er á þrautseigju og dugnað sem við höfum þróað með okkur allt frá landnámsöld. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að við Íslendingar erum frekar bjartsýn og með háleit markmið. Það vantar þó töluvert upp á ferla og strúktúr um hvernig við ætlum að ná þessum markmiðum. Í öðru lagi beitir viðskiptavinurinn töluverðum þrýstingi að hefja verkefni sem fyrst, jafnvel þó að engin hönnun liggi fyrir. Viðskiptavinurinn er heldur ekki reiðubúinn að borga fyrir við- eigandi verkefnastjórnun né undir- búning, en það getur tekið tíma og kostað pening. Jafnframt er verk- efnastjórnun tiltölulega ný þjónusta á íslenskum markaði. Rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem leggja áherslu á verkefnastjórnun ná oftar en ekki betra samkeppnisforskoti á markaði. Í þriðja lagi eru verkefnastjórar með mismunandi nálgun á verk- efnin og oft er undirbúningur ekki nægilega góður. Fyrri rannsóknir benda á að því hærra sem flækju- stigið er því mikilvægara er að hafa vel skilgreinda ferla. Í fjórða lagi eru það utanaðkomandi áhrif sem við stjórnum ekki, eins og veður og það nýjasta, Covid-19. n 9 af hverjum 10 verkefnum fara fram úr áætlun Það er jafn mikilvægt að sýna vinsæla list og óvin- sæla. Það sem höfðar til fjöldans og það sem höfðar til fárra á einnig rétt á sér. Svanborg María Guðmundsdóttir, MSc í verkefna- stjórnun frá Há- skóla Íslands. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að við Íslendingar erum frekar bjartsýn og með háleit markmið. Hlynur Hallsson, safn- stjóri Listasafns- ins á Akureyri. Oft er sagt að bændur séu vörslu- menn landsins enda stór hluti þess í þeirra umsjón. Loftslagsmál hafa verið í forgangi hjá bændum líkt og öðrum undanfarin ár og ljóst er að þar hefur náðst mikill árangur á sama tíma og mikil tækifæri eru til að gera enn betur. Með aukinni áherslu á málaflokkinn eru hlutir hugsaðir upp á nýtt, fundnar eru nýjar leiðir til verðmætasköpunar og betri nýtingar á hráefnum og aðföngum. Segja má með sanni að öll framþróun í landbúnaði sé á sinn hátt umhverfisvæn. Færri kýr en meiri mjólk Með framþróun í tækni, fóðurnýt- ingu og kynbótum hafa kúabændur landsins náð að auka framleiðslu mjólkur, en á undanförnum 30 árum hefur mjólkurkúm á Íslandi fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Búum hefur fækkað umtalsvert en á sama tíma sérhæfst og tæknivæðst. Sem dæmi um hraða og mikla tækniþróun var fyrsti mjaltaþjónn- inn tekinn í notkun hér á landi árið 1999 og er enn að störfum nú 22 árum síðar. Síðan þá hafa fjöl- margir bæst við og í árslok 2019 voru lausagöngufjós með mjaltaþjóni algengasta tegund fjósa hérlendis og hlutfall mjólkur sem kom frá mjaltaþjónum tæp 56% af heildar- innvigtuninni, sem er að öllum líkindum heimsmet. Aukin tækni- væðing hefur ekki einungis jákvæð áhrif á starfsumhverfi bænda heldur er framleiðsla hverrar kýr meiri í lausagöngufjósum en básafjósum og eykst enn frekar með mjaltaþjóni. Framleiðsla hverrar mjólkurkýr hefur aukist um rúm 50% á 30 árum og eykst með hverju ári. Við þurfum því færri gripi til að standa undir meiri framleiðslu. Þar sem stærstur hluti kolefnislosunar í nautgripa- rækt kemur frá kúnum sjálfum, óháð því hvað þær framleiða mikla mjólk, hefur þessi þróun nú þegar haft tölu- verð lækkandi áhrif á kolefnisspor þess hluta framleiðslunnar. Mjólkursamsalan er í eigu kúabænda um land allt og hefur það hlutverk að taka við mjólk frá eigendum sínum og umbreyta henni í mjólkurafurðir og koma út á markað. Hlutverk MS er því stórt á leið mjólkur frá bændum til neyt- enda og mikilvægt er að unnið sé að umhverfismálum á öllum stigum framleiðslunnar. Undanfarin ár hefur MS náð að draga töluvert úr umhverfisspori starfsemi sinnar með umhverfisvænni umbúðum, betri nýtingu hráefnis, endurnýjun á tækjabúnaði, hreinni orku og betri nýtingu bifreiða. Sem dæmi hefur kolefnislosun vegna duftframleiðslu dregist saman um 95% á sama tíma og framleiðsla hefur aukist um 43%. Eitt stærsta skref sem íslenskur matvælaiðnaður hefur tekið í umhverfismálum undanfarin ár er svo verksmiðja Íslenskra mysu- afurða á Sauðárkróki. Þar er mysa sem fellur til við framleiðslu osta nýtt til vinnslu á hágæða prótein- dufti. Þar er nú framleitt prótein- duft úr um 50 milljón lítrum af mysu sem áður fóru til spillis. Síðar á árinu verður svo annar áfangi verksmiðj- unnar tekinn í notkun en þar verður unnið etanól úr mjólkursykri sem einnig er unninn úr mysunni. Sóun hráefna í mjólkuriðnaði heyrir þar með sögunni til, en þegar framleiðsla etanóls verður farin af stað mun nýt- ing hráefnisins verða fullkomin. Kolefnishlutleysi árið 2040 Íslenskir kúabændur hafa sett sér það markmið að greinin verði kol- efnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og að þá verði allar afurðir vottaðar kolefnishlutlausar. Við setjum mark- miðið hátt og á síðasta ári var útbúin aðgerðaáætlun um loftslagsmál í nautgriparækt til að ná þeim. Við höfum aukið við fé til rannsóknar- og þróunarverkefna og þannig greitt götu margra aðgerða sem þarft er að ráðast í. Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður verður aðlagað að nautgriparækt á þessu ári og fyrstu kúabúin koma inn í haust, en verk- efnið hefur skilað góðum árangri í sauðfjárrækt. Á síðasta ári kom svo á markað- inn hérlendis nýtt bætiefni fyrir kýr sem dregur úr metanlosun og bætir nýtingu fóðurs hjá nautgripum, en metanlosun frá gripunum sjálfum er helmingur losunar frá greininni. Rannsóknir á þessu sviði eru víða í gangi og má ætla að í nánustu fram- tíð verði hægt að draga úr losun svo um munar með íblöndunarefnum í fóður. Vísindum á sviði loftslagsmála fleygir fram og stöðugt koma nýjar upplýsingar um umhverfisvænni og hagkvæmari framleiðsluaðferðir í landbúnaði. Það mun ekki standa á bændum að taka þar fullan þátt í samstarfi við stjórnvöld og munum við leggja okkur fram við að ná settum markmiðum um kolefnis- hlutleysi á þessum tíma. n Umhverfisvæn framþróun mjólkurframleiðslunnar Margrét Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Landssam- bands kúa- bænda. Skoðun 11MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2021

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.