Fréttablaðið - 19.05.2021, Page 16
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja.
kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is
FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferð
• Milliganga um fjármögnun
• Samningagerð
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Björn Víglundsson
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang markadurinn.is
thorsteinn@frettabladid.is
Kafli í frumvarpi til laga um gjald-
eyrismál, sem kveður á um að Seðla-
banka Íslands verði heimilt, með
samþykki ráðherra, að setja gjaldeyr-
ishöft, gæti tekið breytingum í með-
ferð efnahags- og viðskiptanefndar.
Þetta má lesa úr nýju minnisblaði
fjármálaráðuneytisins til efnahags-
og viðskiptanefndar.
Lagt er til að Seðlabanka verði, með
samþykki ráðherra, heimilað að beita
verndunarráðstöfunum við sérstakar
aðstæður sem gætu falið í sér að tak-
marka eða stöðva fjármagnshreyf-
ingar til að koma í veg fyrir alvarlega
röskun á stöðugleika.
Í umsögnum um frumvarpið hafa
bæði SA og Viðskiptaráð lagst gegn
því að heimildin verði í lögum og
vilja að lágmarki aðkomu þingsins
svo hægt sé að setja á fjármagnshöft.
Hliðstæð heimild er til staðar í gild-
andi lögum um gjaldeyrismál frá 1992
og hefur verið frá gildistöku.
Telji nefndin samt tilefni til þess
að bregðast við athugasemdum með
breytingum á frumvarpinu koma
einkum tveir möguleikar til greina,
að mati ráðuneytisins. Annars vegar
væri unnt að bæta við fyrirmælum
um að reglur samkvæmt kaflanum
haldi ekki gildi sínu nema Alþingi
samþykki þær innan tiltekins tíma.
„Með því móti gæti Seðlabankinn-
Haftaákvæði gætu tekið breytingum
Bjarni Bene-
diktsson,
efnahags- og
fjármála-
ráðherra.
Gildi 10.100
Almenni 1.431
LIVE 1.000
Íslenski lífeyrissjóðurinn 410
Lífeyrissjóður bankamanna 400
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 300
Brú lífeyrissjóður 159
Lífeyrissjóður tannlækna 25
Stapi Keypti, en gefur ekki upp fyrir hve mikið
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Tók þátt, en fékk litlu úthlutað
Frjálsi Tók þátt, fékk ekki úthlutað
Festa Tók þátt, fékk ekki úthlutað
EFÍA Tók þátt, fékk ekki úthlutað
Lífeyrissjóður bænda Tók þátt, fékk ekki úthlutað
LSBÍ Tók þátt, fékk ekki úthlutað
Lífeyrissjóður Rangæinga Tók þátt, fékk ekki úthlutað
Birta Tók ekki þátt
Lífsverk Tók ekki þátt
LSR Gaf ekki upp
✿ Þátttaka lífeyrissjóða í útboði SVN
(Milljónir)
brugðist við ef neyðaraðstæður sköp-
uðust með því að setja takmarkanir
með samþykki ráðherra, en þær féllu
brott ef Alþingi samþykkti þær ekki
innan tiltekins tíma. Þannig væri í
senn tryggt að unnt væri að bregðast
skjótt við neyðaraðstæðum og að
Alþingi kæmi að ákvörðuninni,“ segir
í minnisblaðinu
Þá væri hægt að fella brott þennan
kaf la frumvarpsins. Ráðuneytið
segir þó mikilvægt að ekki verði gerð
slík breyting nema gætt sé að öllum
sjónarmiðum um áhrif þess að fella
viðurkennd öryggisákvæði úr gildi. Þá
verða gjaldeyrishöft ekki sett nema að
undangenginni lagasetningu.
„Það myndi þýða að ef þær að-
stæður sköpuðust í hagkerfinu að
talið væri nauðsynlegt að grípa til
verndunarráðstafana af þessu tagi,
til dæmis vegna bankaáhlaups, styrj-
alda eða náttúruhamfara, myndi það
kalla á að semja þyrfti sérstakt laga-
frumvarp sem lagt yrði fyrir Alþingi
til samþykktar.“ n Lífeyrissjóðurinn Gildi er
með tæplega 10 prósenta hlut
í Síldarvinnslunni eftir að
hafa keypt um þriðjung alls
þess hlutafjár sem var selt í
hlutafjárútboðinu. Meira en
helmingur allra lífeyrissjóða
tók annað hvort ekki þátt
eða bauð of lágt og var ekki
úthlutað neinum bréfum.
hordur@frettabladid.is
helgivifill@frettabladid.is
Lífeyrissjóðurinn Gildi keypti um
þriðjung alls hlutafjárins sem var
selt í almennu hlutafjárútboði Síld
arvinnslunnar sem lauk um miðja
síðustu viku. Eignarhlutur lífeyr
issjóðsins í sjávarútvegsfyrirtæk
inu eftir útboðið, samkvæmt upp
lýsingum sem fengust frá Gildi,
nemur 9,98 prósentum sem þýðir
að hann fjárfesti fyrir liðlega tíu
milljarða króna.
Aðrir íslenskir lífeyrissjóðir
keyptu fyrir miklu lægri fjárhæð
ir – Almenni kemur næst á eftir
Gildi með um 1.430 milljónir sem
tryggir sjóðnum um 1,4 prósenta
eignarhlut – en samanlagt fjár
festu þeir fyrir að lágmarki um
14 milljarða króna í útboði Síldar
vinnslunnar. Meira en helming
ur sjóðanna tók hins vegar annað
hvort ekki þátt eða, sem var í fleiri
tilfellum, skráði sig fyrir bréfum
en fékk ekkert úthlutað þar sem
tilboð þeirra var lægra en endan
legt útboðsgengi – 60 krónur á hlut
– sem var ákvarðað í tilfelli fag
fjárfesta, samkvæmt svörum sem
Markaðurinn aflaði sér frá nærri
tuttugu lífeyrissjóðum.
Lífeyrissjóður starfsmanna rík
isins (LSR), stærsti lífeyrissjóður
landsins, var eini sjóðurinn sem
svaraði ekki fyrirspurn Markað
arins varðandi þátttöku í hluta
fjárútboðinu. Lífeyrissjóðurinn
Stapi, sem er með skrifstofur sínar
á Akureyri, staðfesti þátttöku
í útboðinu, ásamt Lífeyrissjóði
starfsmanna Akureyrarbæjar en
Stapi sér um rekstur sjóðsins, en
vildi aftur á móti ekki gefa upp
hversu stóran hlut sjóðurinn hefði
keypt fyrir.
Gildi, sem er þriðji stærsti líf
eyrissjóður landsins, verður fjórði
stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar
þegar viðskipti með bréf í félaginu
hefjast í Kauphöllinni hinn 27. maí
næstkomandi. Ólíkt öðrum helstu
lífeyrissjóðum fer Gildi ekki með
neinn eignarhlut í Brimi, sem er í
dag eina útgerðarfyrirtækið sem
er skráð á hlutabréfamarkað, eftir
Gildi fjárfesti fyrir um tíu
milljarða í Síldarvinnslunni
Eftir hlutafjárútboðið sem lauk í síðustu viku eru hluthafar Síldarvinnslunnar nærri sjö þúsund talsins.
að hafa selt öll bréf sín í félaginu
haustið 2019. Gildi er hins vegar
næststærsti hluthafinn í laxeldis
fyrirtækinu Arnarlaxi með 5,5
prósenta hlut en markaðsvirði
þess hlutar er um þrír milljarðar
króna.
Í hlutafjárútboði Síldarvinnsl
unnar, sem er eitt af umsvifa
mestu útgerðarfyrirtækjum lands
ins, var seldur 29,3 prósenta hlutur
fyrir samtals 29,7 milljarða. Heild
arvirði félagsins er þess vegna
metið á um 101 milljarð króna.
Nær 6.500 áskriftir bárust í útboð
inu fyrir um 60 milljarða – það var
því ríflega tvöföld umframeftir
spurn – en það voru Samherji og
Kjálkanes sem stóðu að sölu meg
inþorra bréfanna. Félögin verða
hins vegar eftir sem áður stærstu
hluthafar Síldarvinnslunnar en
þar á eftir kemur Samvinnufélag
útgerðarmanna í Neskaupstað.
Tveir lífeyrissjóðir staðfestu í
svörum sínum til Markaðarins að
þeir hefðu ekki tekið þátt í útboð
inu en það eru Birta og Lífeyris
sjóður verkfræðinga (Lífsverk).
Birta er fjórði stærsti lífeyris
sjóður landsins með eignir upp á
um 500 milljarða. Lífeyrissjóður
verzlunarmanna (LIVE) segist
hins vegar hafa keypt fyrir um
milljarð sem þýðir að sjóðurinn
verður með um eins prósents eign
arhlut í Síldarvinnslunni.
Það vakti athygli í aðdraganda
hlutfjárútboðs Síldarvinnslunn
ar þegar Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, sagðist vona að
hvorki lífeyrissjóðir sem félags
menn stéttarfélagsins greiða í eða
almenningur myndu taka þátt í
útboðinu. Velti hann því meðal
annars fyrir sér hvort það væri
leið til að „veiða almenning í net
útgerðarfyrirtækja“ í því skyni
að ná sátt um fiskveiðistjórnun
arkerfið. VR skipar fjóra af átta
stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna en stjórnend
ur sjóðsins fóru í þetta sinn ekki
að ráðum Ragnars og fjárfestu í
útboðinu.
Þetta var í annað sinn sem Ragn
ar beitir sér gegn þátttöku LIVE í
hlutafjárútboði en sumarið 2020
sendi stjórn VR frá sér yfirlýs
ingu þar sem þeim tilmælum var
beint til stjórnarmanna sem VR
skipar í stjórn lífeyrissjóðsins að
sniðganga eða greiða atkvæði gegn
þátttöku í útboði Icelandair sem
fór fram í september sama ár. Yfir
lýsingin var síðar dregin til baka.
Í fjárfestakynningu vegna
útboðs Síldarvinnslunnar kom
fram að stjórnendur félagsins
áætli að árið 2021 muni verða það
besta í mörg ár og að EBITDA
hagnaður muni nema á bilinu 9 til
10 milljörðum króna. Þá er stefnt
að því að 30 prósent hagnaðar
verði greidd út í arð til hluthafa
á hverju ári en eiginfjárhlutfall
félagsins var 68 prósent í árslok
2020. n
101
Heildarvirði Síldar
vinnslunnar eftir
niðurstöðu hlutafjár
útboðsins er 101
milljarður króna.
MARKAÐURINN2 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR