Fréttablaðið - 19.05.2021, Page 26

Fréttablaðið - 19.05.2021, Page 26
Þær Valgerður Húnboga- dóttir og Hafdís Huld Björns- dóttir hafa gist eina nótt í tjaldi í hverjum mánuði í heilt ár. Þær hafa sett sér það markmið ásamt þremur vinkonum sínum að halda áfram út árið. sandragudrun@frettabladid.is Valgerður, sem kölluð er Vala, segir að upphaf útileguhópsins hafi verið það að hún flutti heim til Íslands eftir 10 ára búsetu erlendis. Hún hafði stundað vetrarútilegur í Nor- egi og langaði að halda því áfram. „En þegar ég kom heim fyrir þremur árum fann ég fyrir ein- manatilfinningu. Það voru engir að stunda svona útivist að mér vitandi. Ég þótti bara skrýtin þegar ég var að segja fólki frá þessu og reyna að fá einhvern með mér í þetta,“ segir hún. „En svo skráði ég mig á námskeið hjá Vilborgu Örnu og þá kynntist ég stelpunum sem eru með mér í þessum útinóttum í dag. Ég ákvað að prófa að bjóða þeim með mér í útilegu í apríl í fyrra og þær voru bara til. Svo í október ákvað ég að bjóða þeim í útilegu-afmæli og það gekk alveg þrusuvel. Það var líka eina leiðin til að halda upp á afmæli í Covid. Við vorum allar bara einar í tjaldi. Eftir þessa útilegu varð ekki aftur snúið og fleiri og fleiri vildu koma með.“ Vala og Hafdís hafa gist í tjaldi eina nótt í mánuði síðan í apríl í fyrra en í lok ársins bættust þær Hafrún Dögg Hilmarsdóttir, Inga Hrönn Sveinsdóttir og Rannveig Anna Guðmundsdóttir við hópinn, svo þær eru fimm sem stefna að því að halda áfram út árið. Aðspurðar að því hvernig gengur að halda á sér hita segir Vala að það hafi verið með ráðum gert að byrja í apríl. „Það var til að geta lokkað þær smám saman með mér inn í veturinn. Í upphafi voru flestar í hópnum ekkert vel búnar. Ég var að lána þeim mínar græjur og versla í matinn og elda fyrir þær. En núna eru þær margar komnar með miklu flottari græjur en ég og komnar fram úr mér á mörgum sviðum,“ segir hún. „Það sem ég fæ kannski mest út úr þessu er að takast á við áskoranir og finna lausnir. Að fara kannski fyrst í svefnpokann minn og átta mig á að hann er of kaldur og ég þarf að gera eitthvað. Þá þarf ég að finna lausn. Þarf ég að hafa ullar- teppi undir, aðra dýnu eða annan poka? Mér er minnisstætt að Rann- veig sem er með okkur í hópnum sagðist oft sjóða vatn og setja í plastflösku og hafa ofan í svefnpok- anum. Ég hugsaði bara: Iss, ég þarf þess ekkert, það er bara kjánalegt. En svo prufaði ég og það var bara allt annað líf. Allt ferlið er bara að prufa, finna lausnir og læra og fyrir- byggja að manni verði kalt aftur. Ég tek til dæmis oft með mér ullar- teppi. Þetta snýst ekkert endilega um að kaupa nýjan búnað heldur hugsa hvað á ég til og hvernig get ég nýtt það,“ segir Hafdís og Vala bætir við: „Við förum alltaf yfir það í hverri ferð hvernig gekk og hvað hefði mátt fara betur. Þannig að við erum í raun bara að læra smám saman. Við köllum þetta útináttaverkefni, örævintýri. Þetta er eitthvað sem við getum gert eftir vinnu á föstu- degi og við erum komnar heim til fjölskyldunnar okkar um hádegi á laugardegi. Við erum bara smám saman að byggja upp þekkingu og reynslu fyrir komandi, stærri ævin- týri í framtíðinni.“ Best að byrja rólega Þegar vinkonurnar tjalda að vetri til keyra þær bara stuttan spöl út fyrir borgarmörkin og reyna að tjalda á stöðum þar sem er ekkert netsamband. „Þegar við erum í þessum aðstæðum þá erum við lausar við allt utanaðkomandi áreiti. Það koma alltaf upp einhver vandamál sem við þurfum bara að leysa úr sjálfar. Við erum úti í náttúrunni, það er ekkert net, ekkert sjónvarp, engin börn, engin vinna eða yfir- maður að hafa samband og biðja mann að leysa úr verkefni. Það er bara slökkt á símanum. Samtölin verða þess vegna svo einlæg. Við kynnumst á allt annan hátt en við myndum annars,“ segir Vala. „Það er eitthvað svo magnað við það að vera í hlýjum og góðum svefnpoka með vinkonum sínum og hlusta á rigninguna. Maður gleymir bara öllu öðru,“ bætir Haf- dís við. Hafdís segir að ef fólk hafi áhuga á að prófa að gista úti í tjaldi að vetri til þurfi alltaf að passa upp á öryggið. Byrja til dæmis á að fara bara eitthvað stutt eins og bara út í garð. „Ég var í sóttkví um daginn þegar stelpurnar fóru í útilegu svo ég var bara í tjaldi úti í garði á sama tíma. Það er sniðugt að byrja úti í garði og passa að fara aldrei eitthvert þar sem er símasambandslaust, nema vera með öryggisbúnað til þess. Við erum til dæmis með GPS-tæki svo við getum alltaf kallað til björg- unarsveit eða vini ef við þurfum á því að halda,“ segir hún. Vala segir að fyrir þremur árum síðan hafi hún ekki séð fram á að geta stundað vetrarútilegur á Íslandi af því hún vildi ekki gera það ein. Núna segir hún að fólk stoppi hana stundum á förnum vegi og spyrji hvort hún sé ekki fjalla- stelpan sem er alltaf í útilegu og spyr hvort það megi vera með. „Vala er stofnandi Fjallastelpna á Facebook og þar er mikil umræða um þetta,“ skýtur Hafdís inn. „Það eru virkilega margir sem vilja prófa þetta en það er eitthvað sem stoppar. En ef mann virkilega langar þá geta þetta allir,“ bætir hún við. „Við ákváðum að byrja að nota myllumerkið útinætur 2021 til að deila hugmyndum, við vildum líka hvetja aðrar konur sem stunda þetta til að nota myllumerkið og þá getum við lært af þeim,“ segir Vala og Hafdís bætir við. „Mér finnst svo einstakt og magnað að við höfum náð að skapa þetta saman. Við settum okkur markmið að gera þetta út árið og þetta er framarlega í forgangsröð- inni. Við ákveðum dagsetninguna tiltölulega snemma og ef einhver kemst ekki þá þarf að finna lausn á því. Eins og þegar ég var í sóttkví þá mátti ég lagalega ekki gera neitt annað en tjalda úti í garði, svo ég bara gerði það.“ n Maður gleymir bara öllu öðru Vala og Hafdís hafa gist í tjaldi eina nótt í mánuði í heilt ár eða frá því í apríl í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Ferðirnar kalla vinkonurnar örævintýri. Þær eyða einu kvöldi saman eftir vinnu á föstudegi og eru komnar heim í hádeginu á laugardegi. MYND/AÐSEND Ómissandi ferðafélagar Þessar frábæru bækur eru komnar aftur og eiga sannarlega erindi með í ferðalög landans í sumar. Á vel heima í bústaðnum Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 6 kynningarblað 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGURÚTIVIST

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.