Fréttablaðið - 19.05.2021, Page 28
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
8 kynningarblað 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGURÚTIVIST
Inga segir að brjóstakrabbamein sé
algengt í sinni ætt. „Fyrir þremur
árum, eða þann 21. apríl 2019, lést
yngsta systir mín Iðunn Geirsdótt
ir úr þessu krabbameini, aðeins
47 ára, eftir margra ára baráttu.
Iðunn hefði orðið 50 ára á þessu
ári. Af því tilefni langar okkur fjöl
skylduna hjá Skotgöngu að leggja
okkar af mörkum með því að safna
fé til styrktar Göngum saman, en
það félag var Iðunni mjög kært,“
útskýrir Inga.
„Göngum saman er styrktarfélag
sem hefur það markmið að styrkja
grunnrannsóknir á brjóstakrabba
meini – en þær eru forsenda þess
að lækning finnist í framtíðinni.
Félagið leggur áherslu á mikilvægi
hreyfingar bæði til heilsueflingar
og til að afla fjár í styrktarsjóð
félagsins. Við ætlum því í samræmi
við áherslur Göngum saman að
hreyfa okkur og safna um leið fé
fyrir félagið í rannsóknasjóðinn,“
segir hún.
Líka gengið á Íslandi
Gangan hefst á morgun, en það eru
Inga, eiginmaður hennar Snorri
Guðmundsson og dóttir Margrét
sem leggja þá land undir fót. „Við
vitum að margir hefðu viljað koma
með okkur en vegna Covid þá
ákváðum við að fara í þessa ferð
þrjú, enda öll búsett í Skotlandi.
Aftur á móti verða göngur á Íslandi
líka til heiðurs Iðunni, frændfólk
og vinir okkar á Hvammstanga
ætla að ganga Vatnsneshringinn
þessa sömu daga og eru það ca. 90
km. Eins verða Göngum saman
á Akureyri með göngu á annan í
hvítasunnu, en þau ætla að ganga
frá Reykjahlíð að Hverfjalli sem er
um 10 km ganga,“ segir Inga.
Vinsælasta gönguleið Skotlands
Þegar Inga er spurð hvert gangan
liggur, svarar hún. „Við, Skotgöngu
fjölskyldan, ætlum að ganga eina
vinsælustu gönguleið Skotlands:
West Highland Way. Þetta er 154
km gönguleið sem liggur milli
Milngavie í útjaðri Glasgow og Fort
William, sem er höfuðstaður úti
vistar í hálöndum Skotlands. Við
höfum gengið þessa leið margoft
með hundruðum manna í okkar
starfi. Með hópum höfum við
gengið leiðina á 7 dögum, en í ár
ætlum við til heiðurs Iðunni að
ganga þessa leið á 4 dögum,“ upp
lýsir hún.
Inga hefur lengi boðið Íslend
ingum upp á gönguferðir í Skot
landi. Þær hafa legið niðri vegna
Covid. „Við verðum með ferðir í
ágúst og í haust en fylgjumst með
gangi mála hvað varðar ferðatak
markanir og ferðalög og metum
stöðuna út frá leiðbeiningum
sóttvarnalæknis og Embættis
landlæknis. Þær ferðir sem þarf
að fella niður vegna Covid munu
verða færðar á nýjar dagsetningar.
En við erum bjartsýn á að komast
aftur af stað með aukinni bólu
setningu. Við höfum ekki farið í
neinar ferðir síðan í mars á síðasta
Ganga 154 kílómetra í minningu látinnar systur
Inga til vinstri
ásamt systur
sinni Iðunni á
Tenerife árið
2015, en ferðin
var farin til að
byggja hana
upp eftir erfiða
meðferð.
Merking á leiðinni þar sem fjöl-
skyldan ætlar að ganga.
Hluti steinanna sem verður dreift á
göngunni til minningar um Iðunni.
Inga ásamt Kristínu, systur sinni, og eiginmanninum Snorra árið 2018 við enda Loch Lomond á
West Highland Way. „Við vorum með hóp sem kallast Skokkhópur Árna og komu þau með okkur
fyrri hluta leiðarinnar og ætluðu að koma og klára árið 2020 en þá kom Covid.“ MYND/AÐSEND
Inga Geirsdóttir og fjöl-
skylda hennar eru búsett í
Skotlandi. Þau eru að leggja
af stað í áheitagöngu fyrir
Göngum saman á morgun.
Með því vilja þau leggja sitt
af mörkum, en yngsta systir
Ingu lést úr brjóstakrabba-
meini aðeins 47 ára.
ári svo það er hægt að segja að
þetta hafi verið frekar erfitt fyrir
okkur fjárhagslega séð. En þrátt
fyrir það þá hefur árið verið okkur
gott að mörgu leyti. Þetta hefur
verið góð samvera hjá okkur fjöl
skyldunni, fullt af hugmyndum
fæðst, meðal annars þessi áheita
ganga á West Highland Way.
Með heilsu- og hamingjuklúbb
Nú, síðan stofnuðum við Kristín
Linda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá
Huglind og ritstjóri tímaritsins
Húsfreyjunnar, Facebooksíðu
sem kallast Kvennaklúbbur Ingu
Geirs og Kristínar Lindu, en þetta
er heilsu og hamingjuklúbbur
fyrir konur 40 ára og eldri sem
hafa áhuga á uppbyggingu, gleði,
nýjum jákvæðum kynnum og
ferðum okkar Ganga og sjálfsrækt
til Spánar og Tenerife,“ segir Inga,
sem hefur verið búsett í Skotlandi í
18 ár. „Hér líður okkur vel enda eru
Skotar alveg einstaklega skemmti
legir og hjálpsamir. Þeir eru líka
afskaplega gjafmildir og það hefur
verið margsannað að Skotar eru
gjafmildari en restin af Bretlandi
– sérstaklega þegar kemur að góð
gerðarmálum.
„Sem dæmi hafa AMS boðið
okkur ókeypis farangursflutning
fyrir áheitagönguna og sumir
gististaðir hafa boðið okkur afslátt
á þessum dögum. Þessi fyrirtæki
hafa nú verið lokuð meira og
minna síðan Covid skall á og með
takmarkaða innkomu og kom
þetta okkur því verulega á óvart.
Við munum því sjálf leggja þá upp
hæð sem safnast saman þar inn á
Göngum saman.“
50 litríkir steinar á gönguleið
Fjölskyldan hefur verið að dunda
við að mála 50 steina sem þau ætla
að dreifa á leiðinni. „Steinarnir
eru fallegir, bjartir og gleðjandi,
eins og Iðunn var. Við munum
dreifa steinunum með reglulegu
millibili upp West Highland Way,
einn steinn fyrir árin 50 sem von
andi munu gleðja augu þeirra 85
þúsund manns sem ganga leiðina
árlega.“ n
Hægt er að styrkja þetta verðuga
málefni með áheitum sem ganga
óskipt til samtakanna. Styrktar-
reikningur hjá Göngum saman er:
301-13-304524, kennitala: 650907-
1750.
Hægt er að fylgjast með göngunni
á West Highland Way á Facebook-
síðu Skotgöngu og á Facebook-síðu
Göngum saman.