Fréttablaðið - 19.05.2021, Síða 29

Fréttablaðið - 19.05.2021, Síða 29
✿ Fjöldi ferðamanna um KEF þús. kr. 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 201 3 201 4 201 5 201 6 201 7 201 8 201 9 202 0 202 1 (sp á) 78 1 96 9 47 9 7 00 1. 25 9 1. 76 8 2 .19 6 2. 31 6 1. 98 6 HEIMILD: MÆLABORÐ FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Atburðir eftir síðustu markaðskönnun lofa góðu Rétt yfir 10 prósentum svarenda í síðustu markaðskönnun sem Íslandsstofa stóð fyrir í febrúar, töldu líklegt að þau myndu ferðast til Íslands innan næstu tólf mánaða og mestur var áhugi Bandaríkja- manna. „Þess má geta að þegar könnunin var framkvæmd voru ekki komnar fréttir um eldgosið, áform um að bólusettir ættu greiðari leið inn í landið og Húsavíkurlagið hafði ekki verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Þetta eru allt hlutir sem vinna með okkur,“ sagði Daði Guðjónsson, fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslands- stofu, í frétt Fréttablaðsins. Þá mældist Ísland hæst þegar kom að trausti ferðamanna til landa til að takast á við Covid-19. Um 33 prósent svarenda sögðust treysta Íslandi algjörlega, en næsta land á eftir var Kanada með 26 prósent. Áhyggjur af útbreiðslu Covid-19 voru algengasta ástæðan sem fólk gaf fyrir því að það væri ólíklegt til að ferðast á næstunni. Um 77 prósent svarenda nefndu Covid-19 sem helstu ástæðuna. Play stækkar kökuna Flugfélagið Play byrjaði að selja flugmiða til sjö áfanga- staða í Evrópu í gær en fyrsta flug félagsins til London verður 24. júní. Aðrir áfanga- staðir eru Alicante, Barce- lona, Berlín, Kaupmanna- höfn, París og Tenerife. Fyrsta vél félagsins, TF- AEW, var afhent í Texas í Bandaríkjunum í gær en vélin er fyrst þriggja systurvéla sem félagið hefur tryggt sér frá flugvélaleigusalanum AerCap. Egill Almar Ágústsson, fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfis Icelandair, sagði í samtali við Markaðinn um miðjan apríl að innkoma Play væri líkleg til að fjölga ferða- mönnum enn frekar. „Til og frá Íslandi, eins og innkoma WOW air sýndi, er líklegt að Play stækki markaðinn. WOW air fjölgaði ferðamönnum til Íslands með því að höfða til mark- hóps sem Icelandair náði ekki eins til. Við munum væntan- lega sjá sömu áhrif með inn- komu Play,“ sagði Egill. Þegar Bandaríkjamenn gátu loksins ferðast gerðust hlutirnir mjög hratt og við erum spennt að sjá það sama gerast á öðrum mörk- uðum. Birna Ósk Einars- dóttir, fram- kvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Icelandair. Það er alveg ljóst að ákvörðunin um að taka á móti bólu- settum Bandaríkja- mönnum hefur haft mjög jákvæð áhrif. Styrmir Þór Bragason, for- stjóri Arctic Adventures. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað frá því að kórónufaraldurinn skall á ferða­ þjónustuna, en dyr hótelsins verða opnaðar aftur frá og með 5. júní næstkomandi, segir Haukur B. Sig­ marsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience, sem rekur hótelið. „Við vorum að ráða á bilinu 50–60 manns til að undirbúa opnunina. Það er mikið um pantanir frá Banda­ ríkjunum. Þetta er allt að fara af stað,“ segir Haukur. Þá greindi Morgunblaðið frá því í gær að framkvæmdastjóri RR Hótela áætlaði að nýting gistirýma fyrirtækisins, alls 150 talsins, yrði um 90 prósent í júlí og ágúst. Hann sagði að f leiri bókanir hefðu borist núna í maí en í maí 2019. Herbergin væru seld á svipuðu verði og því væri ekki um útsöluáhrif að ræða. Árangursrík herferð Um leið og opnað var fyrir ferðalög bólusettra Bandaríkjamanna til landsins hóf Icelandair markaðs­ setningarherferð þar í landi. „Eftir ákvörðun ráðherra fórum við á fullt með herferð í Bandaríkj­ unum sem hefur skilað mjög góðum árangri,“ segir Birna Ósk Einars­ dóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Icelandair. „Viðbrögðin við öllum okkar her­ ferðum á Bandaríkjamarkaði hafa verið mjög góð og það sést í vaxandi fjölda farþega sem koma þaðan.“ Markaðsherferðin skilaði sér ekki einungis í aukinni sölu á flugsætum heldur einnig í sölu á pakkaferðum sem eru seldar í samstarfi við önnur ferðaþjónustufyrirtæki. „Ein af þessum pakkaferðum er annar best seldi pakkinn hjá Ice­ landair frá upphafi. Það virðist sem fólk vilji láta skipuleggja ferðirnar fyrir sig, og er tilbúið að borga fyrir það, frekar en að gera allt upp á eigin spýtur,“ segir Birna. „Þegar Bandaríkjamenn gátu loksins ferðast gerðust hlutirnir mjög hratt og við erum spennt að sjá það sama gerast á öðrum mörk­ uðum. Það er aðeins byrjað í Bret­ landi og við sjáum einnig jákvæð merki í nokkrum Evrópulöndum,“ bætir hún við. Í lok maí mun Ice­ landair f ljúga til sex áfangastaða í Bandaríkjunum og 10 áfangastaða í Evrópu. Misskiptur ábati Stórt hlutfall Bandaríkjamanna er ferðaþjónustunni hagfellt að mörgu leyti. „Þessi hópur Bandaríkjamanna virðist dvelja lengur og kaupa meiri afþreyingu en við erum vön. Þetta virðist vera fólk sem hefur ekki varið peningum í utanlandsferðir í töluverðan tíma og hafa ekki orðið fyrir f járhagslegu áfalli,“ segir Jóhannes Þór. Einsleitni ferðamannastraumsins veldur þó því að sum ferðaþjónustu­ fyrirtæki hafa lítil tækifæri til tekju­ öflunar enn sem komið er. „Þetta skiptist misjafnt eftir því hvort fyrirtæki þjónusti hópa eða einstaklinga. Eins og stendur eru þetta ferðamenn sem ferðast á eigin vegum. Þeir ferðast með bílaleigu­ bílum frekar en rútum. Og einnig er misjafnt hvort fyrirtækin hafi reynslu og tengsl á Bandaríkjamark­ aði,“ segir Jóhannes Þór. Styrmir hjá Arctic Adventures tekur í sama streng. „Það er meira að gera hjá þeim sem þjónusta ferða­ menn sem ferðast á eigin vegum enda ferðast Bandaríkjamenn síður í hópum. Og þeir kaupa gjarnan dýr­ ari hótelgistingu, betri bílaleigubíla og meiri afþreyingu,“ segir Styrmir. Jóhannes bendir þó á að hópferðir gætu tekið við sér á næstunni þegar breskar ferðaskrifstofur byrja að bjóða upp á slíkar ferðir til Íslands. Aðlögun fram undan Þá tekur Jóhannes fram að þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun eigi ferðaþjónustan enn langt í land. Hann bendir á að framboð í atvinnugreininni miði við að fjöldi ferðamanna sé á bilinu 2 til 2,5 milljónir. „Þegar fjöldinn er ekki nema 700 þúsund, vel innan helmings þess sem greinin getur afkastað, er ljóst að eitthvað þarf að gefa eftir,“ segir Jóhannes. Atvinnugreinin mun því þurfa að laga sig að nýjum veruleika. „Mörg fyrirtæki munu þurfa að leggja upp laupana, minnka við sig eða sameinast öðrum,“ segir Jóhannes. „Sú aðlögun hefur legið fyrir frá því að faraldurinn hófst en aðgerðir stjórnvalda og fjármála­ kerfisins, sem hjálpuðu greininni að lifa af veturinn þangað til fyrir­ tækin gætu byrjað að afla sér tekna á ný, frestuðu vandanum. Það hefur komið fram að þessar aðgerðir verði trappaðar niður inn í næsta ár og því kemur í ljós í vetur hvernig aðlögunin verður.“ Samtök ferðaþjónustunnar settu nýlega fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Á meðal þess sem samtökin leggja til er að virðisaukaskattur í ferða­ þjónustu verði lækkaður í sjö pró­ sent til 2025 og tryggingagjaldið lækkað frá ársbyrjun 2022. Þá þurfi að auka verulega við framlag ríkisins til neytendamarkaðssetn­ ingar Íslandsstofu á ferðaþjónustu erlendis. Framlagið verði um 1 til 1,5 milljarðar króna á ári til að halda í við samanburðarlönd. n MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2021

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.