Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 31
Eyrir Invest leggur til 1,5 milljarða króna. Sjóðurinn mun fjárfesta í fyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og vilja vaxa hratt alþjóðlega. helgivifill@frettabladid.is  Eyrir Venture Management (EVM) er við það að loka rúmlega sex milljarða vísisjóði sem ber nafnið Eyrir Vöxtur. Eyrir Invest, sem á EVM og er kjölfestufjárfestir Marel frá árinu 2004, leggur sjóðnum til 1,5 milljarða króna. Aðrir fjár- festar eru lífeyrissjóðir, trygginga- félög og Ingvar Pétursson sem hefur meðal annars verið fjármálastjóri hjá Nint endo og tæknistjóri hjá Expedia og AT&T Wireless. Þetta segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. Hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, stýrt þróunarteymi CCP í Kína og verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Lands- virkjun. EVM rekur fyrir vísisjóðinn Eyri Sprota sem er fullfjárfestur og er 4,5 milljarðar að stærð. Eyrir Invest á 46 prósent í honum og Arion banki 26 prósent. „Hluthafahópur Eyris Vaxtar er mun breiðari en Eyris Sprota sem er af hinu góða,“ segir hún. Sá sjóður á meðal annars í Saga Natura og Activity Stream. Eyrir Invest fjárfesti fyrst í sprota- fyrirtæki árið 2007 með kaupum á fjórðungshlut í Calidris sem selt var til bandaríska hugbúnaðarfyrir- tækisins Sabre árið 2010. Eyrir Vöxtur mun fjárfesta í nýsköpu na r f y r ir t æk ju m sem komin eru af klakstigi og horfa til þess að vaxa hratt alþjóðlega. „Fyr- irtækin eru komin með vöru eða þjónustu og ljóst er í hverju sam- keppnisforskot þeirra er fólgið. Á þessu stigi þurfa fyrirtæki mikinn stuðning til að sækja fram á alþjóð- legum mörkuðum sem getur verið í formi öflugs tengslanets og fjár- magns,“ segir Stefanía. Horft er til þess að fjárfesta í sjö til tíu fyrirtækjum á fjórum árum og slíta sjóðnum eftir tíu ár í því skyni að greiða fjárfestum fram- lag sitt til baka með góðri ávöxtun. Sjóðurinn mun leggja hverju fyrir- tæki 300-500 milljónir króna í upp- hafi og getur fylgt fjárfestingum eftir. Samanlagt má hann leggja allt að einn milljarð í eitt fyrirtæki. „Við fjárfestum oftar í sama fyrirtækinu ef því gengur vel,“ segir hún. Ávöxtunarkrafa Eyris Vaxtar er 20 prósent á ári. „Hvert og eitt fyrirtæki þarf að eiga möguleika á að tvöfalda verðmæti sitt á þremur árum frá fjárfestingu og tífalda sig á sjö til tíu árum. Það er vegna þess að miklar líkur eru á að einhver fyrir- tækjanna muni misstíga sig og því þurfa önnur fyrirtæki að hífa upp ávöxtunina,“ segir Stefanía. Til að fyrirtækin í eignasafn- inu séu betur undirbúin fyrir vöxt erlendis hefur Eyrir Vöxtur samið við viðskiptahraðalinn MIT DesignX sem háskólinn MIT í Boston stendur fyrir. Að hennar sögn komu einnig fyrirtæki á borð við Google, Autodesk og Gensler, eitt stærsta hönnunarfyrirtæki í heimi, að stofnun hraðalsins. Stefanía segir að þau fyrir- tæki sem fari í gegnum hraðalinn verði betur í stakk búin til að afla erlendrar fjármögnunar og sækja á erlenda markaði. „Þarna læra þau að kynna fyrirtækið, betrum- bæta viðskiptalíkanið, setja saman áætlanir um vöxt og hvernig eigi að fjármagna þá vegferð. Eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli eru frumkvöðlarnir reiðubúnir að kynna fyrirtækið fyrir erlendum fjárfestum. Að hafa farið í gegnum þekktan viðskiptahraðal eins og MIT DesignX er, skapar trúverðug- leika,“ segir Stefanía. Hún segir að EVM leggi áherslu á að fá erlenda fjárfesta til liðs við fyrirtækin því við það fái fyrir- tækin aðgang að mikilli þekkingu og tengslaneti, og við það opnist oft dreifileiðir. Háskólinn í Reykjavík mun ann- ast utanumhald á hraðlinum hér á landi og því munu önnur íslensk fyrirtæki en þau sem eru í eigna- safni Eyris Vaxtar geta tekið þátt. Samstarfið verður fyrst um sinn til þriggja ára. Svafa Grönfeldt veitir MIT DesignX hraðlinum í Boston forstöðu. Hún situr einnig í stjórn Icelandair, Marel og Össurar. n Eyrir að loka sex milljarða vísisjóði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, stýrt þróunarteymi CCP í Kína og verið framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þrír vísisjóðir í ár Á skömmum tíma hefur þremur vísisjóðum verið hleypt af stokkunum. Til viðbótar við Eyri Vöxt lokaði Brunnur Ventures nýlega 8,3 milljarða króna sjóði og Kvika eignastýring 6,7 milljarða sjóði. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Crow- berry Capital sé langt kominn með að safna í nýjan sjóð. Stjórn með reynslu af störfum erlendis Þrír sitja í stjórn Eyris Vaxtar. Þau eru Sigurlína Valgerður Ingvadóttur, fyrrverandi yfirframleiðandi tölvuleiks- ins FIFA sem þróaður er af Electronic Arts, en hún stýrði áður framleiðslu tölvuleiks- ins Star Wars Battlefront og hefur unnið fyrir CCP. Fyrrnefndur Ingvar Pétursson. „Hann er öflugur frumkvöðull sem hefur búið nánast alla ævi í Banda- ríkjunum. Ingvar var fyrsti Íslendingurinn sem seldi fyrirtæki til Microsoft og er afar vel tengdur í fjárfest- ingasenuna á vesturströnd Bandaríkjanna. Fyrirtækin í eignasafninu munu njóta góðs af því,“ segir Stefanía. Þórður Magnússon, stofnandi Eyris Invest, situr einnig í stjórninni en hann hefur setið í fjölda stjórna hjá nýsköpunarfyrirtækjum, þar á meðal Carbon Recycling International. Hvert og eitt fyrirtæki þarf að eiga möguleika á að tvöfalda verðmæti sitt á þremur árum frá fjárfestingu og tífalda sig á sjö til tíu árum. 9MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2021 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.