Fréttablaðið - 19.05.2021, Page 46

Fréttablaðið - 19.05.2021, Page 46
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn föstudaginn 3. júní kl. 13 í Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með umræðu- og tillögurétti. Fundargögn má nálgast á vefsíðu sjóðsins, efia.is. Dagskrá á samþykktum sjóðsins kjörnir á ársfundi og laun stjórnarmanna 1 Þeir kalla sig Eurovision- guðspjallamennina Markús og Jóhannes og hafa til þess bæði nöfnin og djúpstæðan áhuga á söngvakeppninni. Þeir boða fagnaðarerindið á Kex í kvöld og virkja yfir- burðaþekkingu sína í spurn- ingakeppni sem þeir kenna við Barsvar. thorarinn@frettabladid.is Einlægur áhugi og djúp aðdáun á Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva hefur um árabil bund- ið sagnfræðingana Markús Þór- hallsson fréttamann og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, svo sterkum böndum að saman kenna þeir sig við Eurovision-guðspjalla- mennina. Félag áhugafólks um Söngva- keppni ev rópsk ra sjónvar ps- stöðva, FÁSES, fékk þá því, eðlilega kannski, til þess að stjórna Euro- vision-spurningakeppni, Barsvari eins og þeir kalla það, á Kex Hosteli í kvöld. „Það var komið að máli við okkur og mikið um gleðihopp þegar við fengum þessa beiðni,“ segir Markús um Barsvarið og bætir við að þetta verði „vítt og breitt. Erfitt og auðvelt og allt í bland.“ Ofjarlar hvor annars Markús fullyrðir að meðal Euro- vision-nördum eigi að vera óhætt að taka þátt en þó verði þyngri spurningar inn á milli þannig að hafrarnir verða skildir frá sauð- unum. Þetta sé því enginn Euro- vision-Kontrapunktur. „Við verðum reyndar með ein- hverjar vísbendingaspurningar til þess að auðvelda þeim sem eiga kannski erfiðara með þetta en annars verður þetta bara alls konar. Sumar spurningar eitthvað sem allir eiga að vita en svo er auðvitað ein og ein.“ Markús fer ekki nánar út í þyngri sálmana en viðurkennir að þrátt fyrir innbyggðan gagnagrunn hafi hann gatað á sumum spurningum Jóhannesar í sameiginlegu vinnu- skjali þeirra. „Við höfum nú unnið þetta hvor í sínu lagi í dagsins önn en stundum veit ég nú ekki svörin við spurn- ingum Jóhannesar,“ segir Markús glettinn og útilokar ekki að hann hafi stundum rekið félaga sinn á gat enda liggur sérfræðiþekking þeirra ekki alveg saman. „Hann er kannski mest í því sem kemur eftir 1997 eða 1998 en ég er meira í þessu gamla stöffi.“ Alvöru sagnfræði Þótt allt sé þetta fyrst og fremst til gamans gert eru guðspjallamenn- irnir ekkert að grínast með þetta og þar sem báðir eru sagnfræðimennt- aðir jaðra vinnubrögðin við það að vera vísindaleg. „Hvort tveggja og það er náttúr- lega líka oft gott að staðfesta hlut- Upp úr hruninu risu Eurovision-guðspjallamennirnir FÁSES gleði á Kex Stuðboltarnir í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, láta ekki sérkennilegt fyrirkomu- lag keppninnar í ár slá sig út af laginu og standa fyrir stans- lausri Júró-gleði á Kex Hosteli alla vikuna. Í gærkvöldi kom mann- skapurinn saman og horfði á fyrri undankeppnina í beinni og í kvöld brúa Eurovision-guð- spjallamennirnir Jóhannes og Markús bilið fram að stóru stundinni þegar Daði og Gagna- magnið stíga á sviðið í Rotter- dam annað kvöld. Þá magnast spennan og leikurinn frá því á þriðjudags- kvöld verður endurtekinn. Eiríkur Hafdal spilar júrósmelli og stýrir samsöng auk þess sem rætt verður beint við íslensku sendinefndina í Rotterdam. Gleðin heldur síðan áfram klukkan 20 á föstudagskvöldinu þegar hitað verður upp fyrir hápunktinn og lokakeppnina á laugardaginn með Eurovision- karókí að hætti FÁSES. Búninga- keppni verður fyrir þá sem þora og Daníel Arnarsson heldur uppi stuðinu og tryggir vandað lagaval. Laugardaginn 22. maí verður síðan öllu til tjaldað á sannkall- aðri Eurovision-hátíð frá klukk- an 14 þar sem boðið verður upp á Eurovision Zumba með Flosa, DJ Gloria Hole verður á staðnum og Selma Björnsdóttir og Eurobandið troða upp. Síðan verður að sjálfsögðu horft á úrslitin og samkvæmt dagskrá stendur síðan til að skála fyrir sigri Daða og Gagnamagsins. ina,“ segir Markús þegar hann er spurður hvort mikil heimildavinna liggi að baki spurningunum eða hvort hann ryðji bara einfaldlega staðreyndunum úr hausnum á sér. „Sumt er líka þannig að það breytist. Tölfræðilegar staðreyndir og þess háttar en svo er auðvitað ýmislegt sem er bara og breytist ekkert. Það er nú svo kannski bara fræðimaðurinn í mér sem vill nú samt alltaf f letta f lestu upp til þess að vera alveg viss. Við vöndum okkur,“ segir Markús sem tekur enga sénsa. „Það þýðir ekkert að ryðja út úr sér einhverri vitleysu og standa svo kannski á gati fyrir framan ein- hvern sem veit meira á kvöldinu sjálfu. Það væri frekar vandræða- legt.“ Gleðin í Icesave Markús segir aðspurður að þvert á það sem ætla mætti þá hafi það ekki verið Eurovision-aðdáunin sem leiddi þá saman í upphafi. Heldur Icesave-deilan. Af öllu. „Við kynntumst í raun í gegnum InDefence-baráttuna hans. Hann var þar svo mikill talsmaður hóps- ins og þeir komu iðulega í viðtöl til mín á Útvarpi Sögu,“ segir Markús sem var þáttastjórnandi á útvarps- stöðinni um langt árabil áður en hann söðlaði um og fór í fréttirnar á RÚV. „Ólafur Elíasson, sem var þar nú fremstur þarna í f lokki, er gamall skólabróðir minn og hann kom einhvern veginn, minnir mig, þessu saman í allri þessari Icesave- baráttu á sínum tíma.“ Ólafur haf i því líklega leitt Jóhannes á fund Markúsar á Útvarpi Sögu í þessum æsilega eftirleik hrunsins. „Það hefur síðan ábyggilega komið upp í einhverju spjalli þar og smám saman komið í ljós að við deildum þessum áhuga,“ segir Markús og telst til að þeir Jóhannes hafi fyrst stigið fram sem Eurovision-guðspjallamennirnir 2012 í þætti hans á Sögu. Síðan eru liðin níu ár, Markús kominn í fréttirnar á RÚV og guð- spjallamennirnir hafa nú fundið sér annan vettvang á Kex. Á valdi tilfinninganna Markús er bjartsýnn fyrir hönd Daða og Gagnamagnsins og telur nánast öruggt að þau komist áfram í seinni undankeppninni á fimmtu- daginn. „Já, það þarf þá eitthvað mikið út af að bera, enda riðillinn svo sem kannski ekki sá sterkasti. Og þó, en ég held að það sé nokk- uð öruggt og við getum alveg farið stolt frá þessari keppni þegar upp er staðið en ég sé ekki alveg fyrir mér sigur. Allavegana ekki í augna- blikinu. Auðvitað getur allt gerst á lokametrunum og ég er mjög lélegur spámaður. Læt alltaf tilfinn- ingarnar ráða.“ Markús segir að þótt tilfinn- ingarnar séu heitar og djúpar þá sé þetta náttúrlega fyrst og fremst bara til gamans gert enda standi Eurovision-gleðin alltaf fyrir sínu. Guðspjallamennirnir taka sitt forskot á sæluna klukkan 20 á Kex í kvöld og Markús hvetur alla Euro- nörda til þess að mæta og sýna hvað í þeim býr enda Júróverðlaun i boði fyrir Barsvarssnillinga. n Það þýðir ekkert að ryðja út úr sér ein- hverri vitleysu og standa svo kannski á gati fyrir framan ein- hvern sem veit meira á kvöldinu sjálfu. Það væri frekar vandræða- legt. Eurovision-guðspjallamennirnir Jóhannes og Markús dönsuðu af gleði í kringum söngvakeppnikálfinn þegar FÁSES sóttist eftir kröftum þeirra og yfirburða þekkingu á fyrirbærinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 22 Lífið 19. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.