Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.05.2021, Qupperneq 2
Sápukúlur í stóru upplagi Gríðarstórar sápukúlur hefja stutt ævihlaup sitt á Lækjartorgi í gær. Hin svokallaða Sápukúlusmiðja er verkefni á vegum Reykjavík Tool Library og Verkstæða Borgarbókasafnsins þar sem efnilegir kúlnasmiðir læra inn á merkt listformið og þrífa í leiðinni götur borgarinnar með afar óskilvirkum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Beint morgunflug Alicante í haust Flugsæti eingöngu Benidorm Altea Frá 19.990 kr www.aventura.is Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík Sími: 556 2000 Dóra Jóhannsdóttir hefurkennt Improv-námskeið á Íslandi frá árinu 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Íslendingar hafa leitað til Im­ prov­skólans til að ná takt­ inum í mannlegum samskipt­ um á ný eftir mikla fjarvinnu. Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi skólans, segir að margir komi þungir á námskeiðið en það sé stutt í hláturinn. kristinnpall@frettabladid.is SAMFÉLAG Aukin aðsókn hefur verið á námskeið Improv­skólans undan­ farnar vikur, enda styttist í að það sem áður taldist eðlilegt líf hefjist á ný og sóttkví og einangrun heyri sögunni til. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu, að sjá fólk brjótast aftur út úr skelinni sinni,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi og kennari við skólann, spurð út í aðsóknina. Í Improv­skólanum er lögð áhersla á ýmis mannleg samskipti og er óhætt að áætla að margir Íslendingar séu heldur óöruggari um hvað ræða skuli við kaffivélina í vinnunni eftir mikla fjarvinnu undanfarið ár. „Fólk er svolítið að skríða aftur í dagsljósið úr einangrun, sóttkví og öllu þessu sem hefur verið í gangi undanfarið ár,“ segir Dóra létt í bragði og heldur áfram: „Fyrir vikið er komin mikil þörf í samfélaginu fyrir að vera í kringum fólk. Það hafa margir viðurkennt að hafa einfaldlega gleymt því hvernig á að hafa gaman. Það sé orðið allt of langt frá síðasta hláturskasti og jafnvel búið að gleyma hvernig á að taka frumkvæði í mannlegum sam­ skiptum. Það eru allt aðrar áherslur í mannlegum samskiptum í dag heldur en það sem áður þekktist og margir finna fyrir því að þurfa að skerpa á hlutunum í þessu.“ Rannsóknir hafa sýnt að andlegri heilsu hafi hrakað í heimsfaraldr­ inum enda hafa margir einangrast frá samfélaginu. Dóra kannast við þá sálma. „Það eru margir sem hafa orð á því að andleg líðan sé mun þyngri eftir þennan faraldur. Margir tala um að lífsgleðin sé ekki sú sama og þar vegur skorturinn á félagslegum sam­ skiptum talsvert að mínu mati. Fólk er búið að halda inni í sér í langan tíma en það sér ljós fyrir enda gang­ anna,“ segir Dóra og segir kennslu­ efnið einfalt. „Námskeiðið snýst fyrst og fremst um að hafa gaman, halda ekki aftur af sér og hlæja. Það er mikið um hlátur á námskeiðinu. Fyrir vikið finnum við fyrir miklu þakklæti hjá þeim sem hafa setið námskeiðið.“ Dóra segir að það sé í eðli okkar að vera skemmtileg en stundum þurfi aðstoð til að draga það fram. „Mín reynsla er sú að allir einstaklingar eru skemmtilegir inn við beinið. Það eru allir með það í sér að vera skemmtilegir. Ef einstaklingar hlusta og leyfa innsæinu að ráða þá eru allir skemmtilegir í sínu eðli.“ n Brjótast út úr skelinni sinni Ef einstaklingar hlusta og leyfa innsæinu að ráða þá eru allir skemmtilegir í sínu eðli. Dóra Jóhanns- dóttir, stofnandi Improv-skólans. linda@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Gríðarlegur skort­ ur á geðlæknum hefur valdið því að mikill fjöldi fullorðins fólks, 18 ára og eldra, kemst ekki að í ADHD greiningu hjá Landspítalanum fyrr en eftir mjög langan tíma. „Sá vandi sem einkennir ADHD eykur líkur á öðrum geðröskunum eins og kvíða, depurð og fíknivanda. Þetta er því vissulega slæm staða,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfir­ læknir Meðferðareiningar geðrofs­ sjúkdóma hjá Landspítalanum. Bið eftir greiningu þar getur verið yfir þrjú ár. Geðlæknar hafa undanfarið fært sig yfir í ný geðheilsuteymi heilsu­ gæslunnar. „Eins og staðan er nú er enginn geðlæknir í ADHD teymi Landspítala þannig að teymið getur einungis sinnt greiningum, ekki lyfjameðferð, því miður,“ segir hún. Bæði er einnig dýrt og erfitt að komast að hjá geðlæknum á stofu. „Þetta er alvarleg staða, en við höfum einfaldlega ekki geðlækna til að sinna þessari þjónustu. Það er töluverður fjöldi ungs fólks að sér­ hæfa sig í geðlækningum en enginn sem klárar námið í bráð,“ segir Hall­ dóra. n Enginn geðlæknir er lengur við störf hjá ADHD teymi á Landspítalanum Bið eftir greiningu getur verið yfir þrjú ár.  thorgrimur@frettabladid.is FERÐAMANNAIÐNAÐUR Aprílmán­ uður var fyrsti mánuður ársins 2021 þar sem fleiri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll en í fyrra. Kom þetta fram í frétt á vefsíðu Túrista. Fjöldi farþega í apríl nam 18.868, sem er sexföld aukning miðað við farþegafjölda árið 2020. Árið 2020 var apríl fyrsti heili mánuðurinn þar sem áhrifa Covid­ 19 gætti á Íslandi eftir að sóttvarna­ aðgerðir tóku gildi. Af leiðingar aðgerðanna fólu í sér gríðarlegan samdrátt í tíðni f lugferða til og frá landinu. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, bendir á, í samtali við Frétta­ blaðið, að þótt ferðir um Keflavíkur­ flugvöll hafi verið fleiri síðastliðinn apríl en í fyrra, er enn langt í að sama fjölda farþega sé náð og fóru um völl­ inn í apríl 2019. Þá fóru 474.519 far­ þegar um flugstöðina. Kristján segir að varlega verði að túlka þennan samanburð sem merki um bata í ferðamannaiðnaðinum. n Farþegum hingað til lands fjölgar Farþegum hefur snarfækkað síðasta eina og hálfa árið miðað við fyrri ár. 2 Fréttir 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.