Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 4
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir stjórnarformaður Hörpu Við sjáum fyrir endann á þeim miklu takmörkun­ um sem litað hafa líf okkar síðustu misseri. Það er tilhlökkunarefni að á menningarnótt verður tíu ára afmælinu fagnað um leið og starf­ semi hússins kemst aftur í takt. Þá verður hátíð í höfuðborginni, hátíð okkar allra. Megi Harpa hljóma fagurlega um ókomna tíð. Vala Hafstað blaðamaður og skáld Það sem virðist hafa gleymst er að konur eru og verða alltaf menn. „Það á ekki að kjósa mig af því að ég er kona, það á að kjósa mig af því að ég er maður, og innan orðsins maður er bæði karl og kona,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir árið 1980. Þetta hefur lýðum verið ljóst fram að þessu, en nú er allt gert af ákveðnum þrýstihópum til að véfengja það. Bolli Héðinsson hagfræðingur Þegar stjórnar­ skrárfrumvarp um þjóðareign á auðlindum var sett fram fyrir nokkr­ um árum gengu Vinstri græn í takt við þjóðina og kröfðust ákvæðis í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum sem kvæði skýrt á um fullt endurgjald fyrir afnot af þjóðareignum ella yrði ákvæðið orðin tóm. Eftir að Vinstri græn komust í ríkisstjórn er komið annað hljóð í strokkinn. 2.500 sumarstörfum hefur verið út- hlutað hjá Vinnumálastofnun. 12 þúsund Íslendingar eru taldir glíma við alvarlega ofþyngd. 62 prósent landsmanna eru skráð í þjóðkirkjuna. 4 milljarðar eru tekjur sem taldar eru tapast vegna er- lendra veðmálasíðna. 900 milljónir voru vaxtagjöld Vaðlaheiðarganga árið 2019. BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ÁRÉTTING Í tengslum við sýninguna Karó línu vefara verður á HönnunarMars kynning á útsaumi í Aðalstræti 10. n Þetta sögðu þau n Tölur vikunnar Allt bendir til þess að ákvörðun yfirvalda um að opna landamærin utan Schengen spili stóran þátt í að auka ferðaáhuga á Íslandi. Leitarfyrirspurnir vegna eldgossins í Geldingadölum eru færri núna en leitarfyrir­ spurnir þegar gaus í Holu­ hrauni árið 2014. mhj@frettabladid.is FE R ÐAÞJÓ NUS TA Áhugi ferða­ manna á Íslandi heldur áfram að aukast og benda gögn til þess að ákvörðun yfirvalda um að opna landamærin eigi stærstan þátt í því, samkvæmt Íslandsstofu. „Við sáum talsverða aukningu í leitarfyrirspurnum þegar tilkynnt var að Ísland myndi heimila bólu­ settum ferðamönnum utan Scheng­ en að heimsækja landið, sem vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Að sama skapi sáum við mikla aukningu í áhuga Breta í kjölfar þess að tilkynnt var að Ísland væri á grænum lista fyrir ferðamenn þar­ lendis. Þá var talsverð umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum á fyrstu dögum gossins, auk þess sem að þó nokkur umfjöllun var um landið í tengslum við Óskarsverðlaunatil­ nefningu lagsins Húsavík,“ segir Daði Guðjónsson, fagstjóri Neyt­ endamarkaðssviðs Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Íslands­ stofu frá lokum febrúar stefna 58% Bandaríkjamanna sem ferðast reglu­ lega, á að ferðast í ár. „Það er dálítið erfitt að setja puttann á það hvað á mestan þátt í að auka áhuga á land­ inu, en gögn benda til þess að ákvarð­ anir um að opna landamærin hafi átt stærstan þátt í því. Eldgosið virðist hafa vakið áhuga fjölmiðla í stuttan tíma, en almennt virðist fólk ekki mikið vera að leita að upplýsingum um það, sem gæti bent til að almenn vitund um það sé lítil,“ segir Daði. Samkvæmt greiningu sem Sahara Social Media gerði fyrir Íslands­ stofu um leitarfyrirspurnir vegna eldgossins í Geldingadölum þá eru færri að leita að „Volcano Iceland“ núna en þegar það gaus í Holu­ hrauni árið 2014. Þá eru leitarfyrir­ spurnirnar ekkert í líkingu við eld­ gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Neytendarannsókn Íslandsstofu meðal helstu markhópa á helstu mörkuðum sýnir að ferðamenn eru mjög jákvæðir gagnvart Íslandi. „Það er mikil jákvæðni gagnvart Íslandi og mikið traust um hvernig við erum að meðhöndla Covid­19. Ísland mælist hæst af þeim löndum sem við berum okkur saman við gagnvart trausti,“ segir Daði. Aðspurðir hversu jákvæðir eða neikvæðir svarendur eru gagnvart ákveðnum ferðaáfangastöðum, voru á milli 82­83% svarenda jákvæðir gagnvart Nýja­Sjálandi, sem var hæsta hlutfallið. Þar á eftir var Ísland, en um 76% svarenda voru jákvæðir gagnvart Íslandi. Þá sögðust rétt rúmlega 10% svarenda ætla að heimsækja Ísland á næstu 12 mánuðum. Daði segir þetta sýna að íslensk ferðaþjónusta geti endurheimt fyrri stöðu. „Reynslan hefur kennt okkur að svona meðbyr er hægt að nýta vel í markaðssetningu. Það er hægt að virkja þennan áhuga og fá fólk til þess að heimsækja landið með markvissum aðgerðum. Við teljum því tvímælalaust að það séu mikil tækifæri í stöðunni fyrir íslenska ferðaþjónustu að ná vopnum sínum á nýjan leik og endurheimta fyrri stöðu,“ segir Daði. n Áhugi eykst en ekki vegna eldgoss Færri hafa leitað að eldgosinu í Geldingadölum á Google en að gosinu í Holuhrauni árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 0 5.000.000 10.000.000 15.000.000 20.000.000 25.000.000 m ar s 2 02 1 Fa gr ad al sf ja ll n Iceland eruption n Volcanic eruption Iceland n Volcano Iceland ág ús t 2 01 4 H ol uh ra un m aí 2 01 1 Gr ím sv öt n ap ríl 2 01 0 Ey ja fja lla jö ku ll nó ve m be r 2 00 4 Gr ím sv öt n ✿ Leitarfyrirspurnir um yfirstaðin eldgos 4 Fréttir 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.