Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 6
Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Flutningur olíu um Col­ onial­leiðsluna stöðvaðist vegna tölvu­ árásar en er nú kominn aftur í gang. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Olíuflutningar jafna sig smám saman eftir tölvuárás á eitt stærsta olíuleiðslufyrirtæki Bandaríkjanna. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir ógerning að nokkurt kerfi verði fullkomlega öruggt gegn tölvuárásum þótt gera megi ýmsar ráðstafanir.  thorgrimur@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Colonial-olíuleiðslan í Bandaríkjunum náði fullum afköst- um að nýju á fimmtudaginn. Tölvu- árás var gerð á stjórnkerfi leiðslunn- ar um helgina sem stöðvaði flutning á olíu frá Texas til austurstrandar Bandaríkjanna. Árásin leiddi til skyndilegs eldsneytisskorts og hækkunar á eldsneytisverði enda sér leiðslan um flutning á 45 pró- sentum af eldsneytisbirgðum aust- urstrandarinnar. Árásin hefur verið rakin til raf- glæpagengisins DarkSide, sem talið er að haldi til í Rússlandi. Um var að ræða árás með svonefndu gísla- tökuforriti (e. „ransomware“) sem tölvuþrjótar nota til að stöðva starf- semi tölvukerfa þar til lausnargjald er greitt. Aðspurður hvort hætta sé á álíka árásum á íslensk orkufyrirtæki svar- ar Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, því að óhugsandi sé að fyrirbyggja árásir með óyggjandi hætti. Áhætta fylgi óhjákvæmilega notkun rafrænnar þjónustu rétt eins og öðrum öngum daglegs lífs. „Ég hef aldrei haldið því fram að það sé hægt að verja nokk- urt upplýsingakerfi þannig að það sé ekki einn einasti fræðilegi mögu- leiki á að það verði fyrir árás. Það er þó hægt að gera svo veigamiklar ráðstafanir að þessi áhætta sé vel innan viðsættanlegra marka.“ Hrafnkell bendir á að í núgildandi lögum 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra inn- viða sé skylda lögð á mikilvæga Tölvuþrjótar herja á orkukerfi innviði að tilkynna netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT- ÍS, um alvarleg atvik sem ógni net- og upplýsingakerfum þeirra. Orku- stofnun hafi hins vegar enn ekki lokið ferli til að skilgreina hvaða orkuframleiðendur falli undir lögin. „Það þarf að fella orkuinnviði landsins undir þetta regluverk þannig að það virki gagnvart orku- fyrirtækjunum,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að auðvitað eru orkufyrirtæki fullmeðvituð um þessa ógn og hafa unnið að sínum málum með kerfisbundnum hætti í fjölda ára.“ Hrafnkell segir að rafglæpir með gíslatökuforritum séu líklega sú tegund tölvuglæpa sem gefi mest- an fjárhagslegan ávinning. „Þetta eru ekki einhverjir bólugrafnir unglingar í bílskúr sem gera þetta, heldur glæpasamtök með öflugan búnað sem vinna að aðgerðinni  í langan tíma. Þeir höfðu örugglega undirbúið þetta mánuðum og miss- erum saman.“ „Netárás á raforkukerfið er ein af þekktum áhættum í áhættumati okkar hjá Landsneti,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Við erum mjög með- vituð um þessa áhættu og erum stöðugt að vinna í stýringum til að styrkja varnir til að koma í veg fyrir árás eins og þessa.“ Steinunn bendir á að Landsnet heyri undir áðurnefnd lög 78/2019 og séu með vottað ISO 27001 stjórn- kerfi um upplýsingaöryggi. „Einn- ig erum við í góðu samstarfi við CERT-ÍS, lögreglu, og Orkustofnun þegar kemur að þessum málum og erum einnig í víðtæku samstarfi við öll f lutningsfyrirtæki raforku á Norðurlöndunum og Evrópu.“ ■ Þetta eru ekki ein- hverjir bólugrafnir unglingar í bílskúrum sem gera þetta. Hrafnkell Gísla­ son, forstjóri Póst­ og fjar­ skiptastofnunar. lovisa@frettabladid.is SKÓLAMÁL Reykjavíkurborg stefnir á að byggja færanlegt húsnæði við þrjá leikskóla og starfrækja tvær leik- skólarútur á ári til að geta boðið ný leikskólapláss á næsta skólaári. Skúli Helgason, formaður í skóla- og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að unnið sé að því að finna bestu staðsetningarnar fyrir einingarnar en niðurstaðan tekur mið af nýrri greinargerð starfshóps- ins „Brúum bilið á meðan við brúum bilið“ . Ekki verður boðið í aukapláss fyrr en að staðsetningarnar liggja fyrir og staðfesting hefur verið fengin frá birgja um að einingarnar berist til landsins fyrir haustið. Á fundi borgarráðs fyrir um tveimur vikum lagði borgarstjóri til að borgarráð heimili leigu 100 til 110 eininga af færanlegu húsnæði til að geta boðið ný leikskólapláss á næsta skólaári. Einingarnar nýtast í um þrjár byggingar við leikskóla. Í tillögunni var lagt til að leigusamn- ingar yrðu til þriggja ára. Þá var einnig óskað eftir heimild borgarráðs við að hefja útboðsferli við tvær fullbúnar leikskólarútur. Í tillögu borgarstjóra kemur fram að leikskólarútur séu vel heppnað verk- efni í nágrannalöndum okkar. Lagt er til að koma á fót tveimur rútum sem myndu ganga þar sem elstu börn á ákveðnum leikskólum gætu farið á græn svæði borgarinnar þar sem inniaðstaða eða útikennsluað- staða er fyrir hendi. Frumkostnaðarmat á færanlegu húsnæði með grundun, gerð leik- skólalóðar og búnaði er um 250 millj- ónir króna og ársleiga á færanlegu húsnæði verði á bilinu 180 til 240 milljónir króna. Áætlaður kostnaður vegna tveggja fullbúinna leikskóla- rúta er um 120 milljónir króna. ■ Ekki boðið í aukapláss fyrr en staðsetningar liggi fyrir Mörg börn bíða þess enn að fá pláss í leikskóla fyrir næsta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR arnartomas@frettabladid.is REYKJAVÍK Reykjavíkurborg sam- þykkti í gær að skoðaðar yrðu leiðir til að borgarstjórn gæti tekið á móti nemendahópum með svipuðum hætti og svokölluðu Skólaþingi Alþingis. „Það var oft þannig þegar ég var á þingi að þá fékk maður krakka í heimsókn, sem var mjög skemmti- leg leið til ef la lýðræðisvitund þeirra,“ segir Pawel Bartoszek, frá- farandi forseti borgarstjórnar, sem lagði fram tillöguna. „Mér fannst fróðlegt að sjá hvort hægt væri að reyna eitthvað svipað í borginni. Pawel segir að hugmyndin sé enn á frumstigi svo ekki liggi fyrir hvaða aldurshópar verði teknir fyrir. „Til að byrja með viljum við skoða þessa hugmynd í samstarfi við Alþingi og reynsla þeirra af málinu verður metin,“ segir hann, en bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að krakkar í efri deildum grunnskóla gætu verið markhópurinn. ■ Reykjavíkurborg skoðar Skólaþing Pawel segir hugmyndina á frumstigi. Mér fannst fróðlegt að sjá hvort hægt væri að gera eitthvað svipað í borginni. 6 Fréttir 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.