Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 10
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is
Útboð verkefna á sviði jarðhita,
rafvæðingu heimila og grænnar
nýsköpunar í Rúmeníu á vegum
Uppbyggingarsjóðs EES,
verður kynnt á veffundi
19. og 20. maí kl. 8:00-16:00
Sjá nánari upplýsingar á os.is
Markmið verkefnanna er að auka endurnýjanlega
orku, græna nýsköpun og auka samstarf milli Íslands,
Lichtenstein, Noregs og Rúmeníu
Veittur er stuðningur við verkefni með eftirfarandi áherslur:
• auka uppsett afl frá jarðhita
• auka fjölda nýrra eða endurnýjaðra mannvirkja
til að auka notkun jarðhita
• rafvæðingu heimilanna
• græn nýsköpun
Einnig verður boðið upp á samstarfsfundi aðila.
Mikilvægt er að aðilar skrái þátttöku
á os.is
Minnst 130 liggja í valnum
eftir átök Ísraela og Palestínu-
manna síðustu daga. Ísraelar
útiloka ekki innrás á Gasa og
segja að átökin haldi áfram
eins lengi og þörf sé á. Forsæt-
isráðherra hvetur til vopna-
hlés. Boðað hefur verið til
mótmæla á Austurvelli í dag.
arib@frettabladid.is
MIÐ-AUSTURLÖND Minnst 130 liggja
í valnum og hátt í þúsund eru særðir
í átökum Ísraela og Palestínumanna
síðustu daga, af þeim látnu eru átta
Ísraelar. Af þeim 122 Palestínu-
mönnum sem hafa látið lífið eru 31
barn.
Þrátt fyrir ákall alþjóðasam-
félagsins um að átökunum verði
hætt hefur Benjamin Netanjahú,
forsætisráðherra Ísraels, heitið því
að árásum verði haldið áfram „eins
lengi og þörf er á“. Bætti hann við
að Hamas-samtökin, sem og „aðrir
hryðjuverkahópar“ muni gjalda
árásir sínar dýru verði. Er hann að
íhuga að fangelsa þá sem taka þátt
í uppþotum í óákveðinn tíma, án
ákæru.
Í fyrrinótt skutu Hamas um 250
flugskeytum að ísraelsku borgunum
Ashkelon, Beersheba og Yavne.
Fjöldi borgara leitaði sér skjóls í loft-
varnarbyrgjum en engar fréttir hafa
borist af mannfalli. Ísraelar svöruðu
með loftárásum og stórskotahríð.
BBC hefur talsmanni ísraelska
hersins að markmið næturinnar
hafi verið að eyða undirgöngum á
vegum skæruliða Hamas, en engar
hersveitir hafi farið inn á Gasa-
svæðið. Ísraelar segja jafnframt
að fjöldi þeirra sem hafi látist hafi
verið skæruliðar og sumir hafi látist
af völdum gallaðra eldflauga sem
hafi átt að skjóta á Ísrael.
Ísraelsher hefur sent hersveitir og
skriðdreka að landamærum Gasa,
segja þeir að það komi til greina að
senda inn herlið. Hamas samtökin
segjast vera tilbúin að hætta öllum
árásum ef alþjóðasamfélagið þrýsti
á Ísraela að hætta „öllum hernaðar-
umsvifum“ við al-Aqsa moskuna í
Jerúsalem.
BBC hefur eftir Mark Regev,
aðstoðarmanni Netanjahús, að bolt-
inn sé hjá Hamas. „Við vildum ekki
þessi átök, en þar sem þau eru hafin
þá þarf þeim að ljúka með friði. Það
er aðeins hægt með því að Ísrael ráði
niðurlögum Hamas, hernaðarinn-
viðum þeirra og stjórnar.“
Fjórir hafa látið lífið á Vestur-
bakkanum. Ísraelsher skaut viðvör-
unarskotum á mótmælendur sem
fóru yfir landamærin frá Líbanon.
Sjónvarpsstöð í eigu Hezbollah-
samtakanna sagði að einn hefði
særst. Samkvæmt Al-Jazeera kom
til átaka á milli jórdönsku lögregl-
unnar og mótmælenda sem ætluðu
sér að fara inn á Vesturbakkann.
Antonio Guterres, aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hefur hvatt Ísraela og Palestínumenn
til að semja umsvifalaust um vopna-
hlé. Katrín Jakobsdóttir, forsætis-
ráðherra, tók undir þetta eftir fund
ríkisstjórnarinnar í gær.
„Ég náttúrulega bara minni á orð
Guterres sem hvetur aðila til að fara
í vopnahlé strax og ég tek eindregið
undir hans orð, því fórnarlömbin
í þessu eru almennir borgarar og
börn þar á meðal,“ sagði Katrín.
Þingflokkur Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs sendi í gær-
morgun frá sér tilkynningu þar sem
framferði Ísraelsmanna er fordæmt.
Félagið Ísland-Palestína hefur
boðað til mótmæla á Austurvelli í
dag, laugardag, klukkan 13.00. ■
Ekkert lát á átökum á Gasa
Palestínumenn virða fyrir sér leifar hverfis í bænum Beit Hanun í norðurhluta Gasa. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Ég náttúrulega bara
minni á orð Guterres
sem hvetur aðila til að
fara í vopnahlé strax
og ég tek eindregið
undir hans orð, því
fórnarlömbin í þessu
eru almennir borgarar
og börn þar á meðal.
Katrín Jakobs-
dóttir forsætis-
ráðherra.
thorgrimur@frettabladid.is
BANDARÍKIN Sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna (CDC) gaf á fimmtu-
dag út þá yfirlýsingu að grímuskyldu
skyldi af létt fyrir fólk sem hefur
verið bólusett að fullu gegn Covid-
19. Um það gildi þó undantekningar
þar sem staðarlög eða reglugerðir
kveða á um annað, þar á meðal á
vinnustað eða í fyrirtækjum.
„Allir sem hafa verið bólusettir
að fullu mega taka þátt í viðburð-
um innan- og utandyra, stórum
og smáum, án þess að bera grímu
eða þurfa að gæta fjarlægðar frá
öðrum,“ sagði Rochelle Walensky,
framkvæmdastjóri CDC, á blaða-
mannafundi. „Ef maður er bólu-
settur til fulls má byrja að gera allt
sem maður hætti að gera út af far-
aldrinum.“ Walensky sagði þetta
vera stund sem boðaði endurkomu
til eðlilegra ástands.
Óljóst er hvernig reglum um
grímu skyldu verður framfylgt þar
sem ógerningur er að bera kennsl
á bólusetta nema með framvísun
vottorðs. Samkvæmt talningum
CDC hafa um 45 prósent fullorð-
inna Bandaríkjamanna fengið að
minnsta kosti eina sprautu gegn
Covid-19 og um 33 prósent verið
bólusett að fullu. Nokkuð hefur þó
hægst á bólusetningum á síðustu
vikum. ■
Grímuskyldu bólusettra aflétt
Bandaríkjamenn sem hafa verið
bólusettir gegn Covid fá nú að leggja
andlitsgrímurnar til hliðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
benediktboas@frettabladid.is
PALESTÍNA Boðað hefur verið til
mótmæla til stuðnings Palestínu
undir yfirskriftinni Stöðvum blóð-
baðið í dag, laugardag, á Austurvelli
klukkan 13.
Í tilkynningu frá skipuleggj-
endum segir að í síðustu viku hafi
Ísrael ráðist á al-Aqsa moskuna á
síðustu dögum heilagasta mánaðar
múslima og árásirnar hafi staðið
yfir síðan. „Nú hefur Ísrael ákveðið
að þjóðernishreinsa hverfið Sheik
Jarrah í Austur-Jerúsalem, svæði
sem er hertekið og Ísrael hefur enga
réttmæta lögsögu yfir,“ segir Yousef
Ingi Tamimi, einn af skipuleggj-
endum mótmælanna. Það er krafa
mótmælenda að íslensk stjórnvöld
grípi til tafarlausra aðgerða og leggi
viðskiptabann á Ísrael. ■
Mótmæla í dag til stuðnings Palestínu
10 Fréttir 15. maí 2021 LAUGARDAGUR