Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 18

Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 18
Í LOFTINU Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! LAUGARDAGA 16:00-18:30 VEISTU HVER ÉG VAR? Eyrún Ævarsdóttir og Jóa- kim Meyvant Kvaran fengu bæði sirkusbakteríuna á unglingsaldri og menntuðu sig í fræðunum í Rotterdam. Undanförnum vikum hafa þau eytt mikið til á hvolfi við undirbúning sýningarinnar Allra veðra von sem frum­ sýnd var í Tjarnarbíó í gær. Sirkusparið Eyrún og Jóakim kynntist í leiklistarstarfi á unglingsárum. „Við fórum f ljótlega bæði að mæta á sirkusæfingar hjá hóp sem seinna fékk nafnið Sirkus Íslands. Þar fengum við sirkusbakteríuna nokkuð rækilega og höfum lítið annað getað hugsað um síðan,“ útskýrir Eyrún og heldur áfram: „Við höfum verið saman í að verða tíu ár núna, og höfum á þeim tíma gengið í gegnum ýmislegt. Við fórum bæði í sirkuslistanám í Rotter dam og bjuggum þar í fimm ár, en frá útskrift höfum við búið á Íslandi og starfað sem sirkuslista­ fólk bæði við sýningar og kennslu.“ Eyrún og Jóakim stunduðu nám við listaháskólann Codarts í Rott­ erdam, en auk sirkusdeildar er þar dans­ og tónlistardeild. Um var að ræða fjögurra ára nám sem lýkur með BA­gráðu í sirkuslistum. „Eyrún sérhæfði sig í loftfim­ leikareipi og akróbatík, en ég sér­ hæfði mig í súluklifri eða chinese pole og akróbatík. Námið er mjög fjölbreytt, en auk sirkustækninnar lærum við fög eins og leiklist, dans, tónlist, spuna, sköpun og f leira,“ segir Jóakim. „Á þessum fimm árum sem við vorum úti kynntumst við betur sirkusheiminum sem hefur verið að þróast erlendis, þá sérstaklega því sem kallast nýsirkus eða contem­ porary circus, þar sem sirkusgrein­ arnar eru teknar út fyrir ramma hins klassíska sirkuss og nýttar sem listform á svipaðan hátt og dans eða aðrar sviðslistir,“ útskýrir Eyrún. Sirkusinn fullt starf Frá heimkomu hafa þau verið sjálf­ stætt starfandi sirkuslistafólk og eingöngu starfað við það. „Árið 2018 tókum við þátt í að stofna sirkuslistafélagið Hringleik, sem er hópur sirkusfólks sem miðar að því að byggja upp sirkusmenningu á Íslandi og kynna sirkuslistina fyrir Íslendingum í þeim ólíku myndum sem hún getur tekið,“ segir Eyrún og Jóakim bætir við að undanfarin ár hafi þau skapað sjálfstæðar sýn­ Dýnamík og dramatík Eyrún og Jóakim fengu bakterí- una snemma og ákváðu að klára háskólagráðu í sirkuslistum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANT- ON BRINK Jóakim segir það venjast furðulega hratt að vera á hvolfi ef það er stundað reglu- lega, eins sé sjaldan verra að sjá heiminn frá öðru sjónar- horni. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is ingar og komið fram á ýmsum við­ burðum. „Eins höfum við kennt í Æsku­ sirkusnum, sem er sirkusstarf fyrir börn og unglinga og frábær vett­ vangur fyrir krakka að kynnast og æfa sig í sirkuslistum allt árið um kring.“ Veðrátta og veður-árátta En að sýningunni sem nú fyllir Tjarnarbíó af loftfimleikum og akróbatík, Allra veðra von, sem þegar líður á mun ferðast um landið og þá vera aðlöguð sýningum undir berum himni, í flestum veðrum. „Í sýningunni notum við tungu­ mál sirkuslistanna, í þessu til­ viki loftfimleika í reipi og trapísu, akróbatík og súluklifur, í bland við leiklist, tónlist, búninga og ýmislegt annað sprell til að leika okkur með. Veðrið, orkuna í því, hvernig það hefur áhrif á okkur mannfólkið, á samfélagið, á sögurnar og tilfinn­ ingar okkar. Í sirkuslistinni höfum við mikla dýnamík og dramatík, en líka léttleikann og fjörið sem á margt sameiginlegt með veðrinu.“ Jóakim segir Allra veðra von vera hálfgert rannsóknarverkefni hóps­ ins. „Hugmyndin er sprottin úr leit okkar að leiðum til þess að geta ferðast um landið og sýnt sirkus­ sýningar á stöðum sem hafa kannski ekki leikhúsaðstöðu sem hentar undir loftfimleika. Sirkuslistin getur verið ansi plássfrek og þarf oft mikla lofthæð og mikið pláss til að njóta sín sem best. Okkur langaði því að búa til útisýningu og þá lá beint við að taka íslenska veðráttu og veður­ áráttu okkar Íslendinga inn í spilið.“ Í hópnum eru tveir sirkuslista­ menn sem ólust upp á suðurhveli jarðar, en Tom Burke er frá Hawaii og Nick Candy frá Ástralíu. „Annar kemur því frá hitabeltiseyju og hinn eyðimörk,“ segir Eyrún. „Svo það hafa komið upp fjölmargar áhuga­ verðar umræður og hugmyndir um orðanotkun, hegðun og þýð­ ingu veðurs í sköpunarferlinu sem margar hverjar hafa skilað sér inn í sýninguna.“ Ómetanlegt að hjálpast að Eyrún og Jóakim eru ekki eina parið í sýningunni en þau benda á að það henti vel enda séu margar sirkus­ greinar paragreinar. „Þá getur það einfaldað hluti að vera par, þó að það hafi eflaust flækt þá enn meira hjá mörgum,“ segir Eyrún í léttum tón. „Þó að vissulega geti það verið krefjandi að vinna svona þétt saman hefur það reynst okkur vel að vera í þessu saman og við finnum mikinn stuðning af hvort öðru. Þessi leið sem við höfum valið okkur getur oft verið krefjandi og það hefur verið ómetanlegt að geta hjálpast að, bæði faglega en ekki síst að geta sýnt hvort öðru skilning þegar lítið annað kemst að,“ bætir Jóakim við. n Þessi leið sem við höfum valið okkur getur oft verið krefj- andi og það hefur verið ómetanlegt að geta hjálpast að. Jóakim HELGIN 15. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.