Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 26

Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 26
Karl Fannar Sævarsson hefur lengi haft mikinn áhuga á því byggða umhverfi sem við höfum skapað okkur og eru blokkir þar efst í virðingarlist- anum, enda blokkir bestar. Karl Fannar sem á að baki menntun í húsgagna-s m íði , m a n n f r æ ði , hnattrænum fræðum og opinberri stjórnsýslu, hefur lengi haft mikinn áhuga á byggingarlist, mismunandi bygg- ingarstílum og öðru sem snertir borgarlandslag. „Það má í raun segja að áhugi minn á félagslegum þáttum og byggingarlist hafi sameinast í eitt þegar ég stofnaði Instagram-síðuna Blokkir eru bestar.“ Á umræddri Instagram-síðu birtir Karl reglulega myndir af blokkum borgarinnar, en landsbyggðin er þó ekki alveg undanskilin. Mynd- birtingarnar skapa svo líf legar umræður fylgjenda síðunnar. „Mér finnst dásamlegt hvernig fólk, eins mismunandi og það er, kemur saman undir einu þaki til að lifa sínu lífi. Við mannfólkið erum félagsverur og okkur líður vel í kringum annað fólk. Mann- fólk hefur í gegnum tíðina oft búið þröngt, stundum kannski full þröngt,“ segir Karl. „Hér heima á Íslandi má glögglega sjá þetta á langhúsunum sem fyrstu íbúar þessa lands bjuggu í, svo varð ákveðin þéttbýlismyndun, sem reyndar varð bakslag á um tíma, en að lokum er staðan sú að yfir 90 Allir undir einu þaki Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Karl Fannar Sævarsson fyrir framan Háaleitisbraut 109, eina af fimm uppáhaldsblokkunum sínum, hönnun Sigvalda Thordarsonar og í einkennislitum hans, bláum og gulum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Langahlíð er að mati Karls alger klassi. Blokkin sem kemur með módernismann. prósent landsmanna búa í þéttbýli.“ Karl bendir á að vissulega sé Ísland dálítið öfgafullt dæmi, en þróunin sé þessi um allan heim, sér- staklega í velmegunarsamfélögum. Fyrstu blokkir landsins „Fyrstu blokkir landsins eru blokk- irnar tvær við Hringbraut 37-47. Vissulega bjó margt fólk undir sama þaki fyrir þann tíma, en þegar Hringbraut 37-47 voru reistar var að hefjast mesta velmegunartímabil í sögu þessa lands. Bygging blokka þar sem fólki af lægri stéttum var boðið upp á heilsusamlegt og mannsæmandi húsnæði var því hluti af þeim uppgangi og velmegun sem átti eftir að einkenna íslenskt samfélag á eftirstríðsárunum,“ segir hann. Þegar Karl var í fyrrasumar á ferðalagi um landið ásamt fjöl- skyldu sinni segist hann hafa orðið uppnuminn af því að sjá blokkir í mörgum sjávarþorpum. „Ég myndaði sumar af þessum blokkum og að lokum var ég kominn með dágott myndasafn.“ Hann mundi þá eftir Instagram- síðu um arkitektinn Sig valda Thord arson sem listamaðurinn Logi Höskuldsson eða Loji heldur úti. „Ég vissi þá að hugmynd mín um að stofna Instagram-síðu um blokkir væri kannski ekki eins galin og hún kann að hljóma. Svo fór að ég stofnaði síðuna og hef bara haft virkilega gaman af þessu. Fólk virðist hafa tekið vel í þetta, það eru allavega töluvert fleiri að fylgja síðunni en ég hefði getað gert mér vonir um.“ Hóla-blokkirnar heilagar Sjálfur býr Karl í fjölbýlishúsi sem er kjallari, tvær hæðir og ris. „Ein- hverjir myndu kalla þetta blokk, en persónulega finnst mér að blokk þurfi að vera allavega þrjár fullar Fimm flottustu blokkirnar Það var ekki annað hægt en að fá blokkaraðdáandann mikla til að nefna topp fimm blokkir landsins að hans mati. Hann sagðist sveiflast svolítið til og frá en eins og er væru þessar fimm í sérlegu uppáhaldi: n Hringbraut 37-47, Fyrstu blokkir Íslands, ekki spurn- ing. n Fannborg 1. Brútalismi par excellence. Alger negla frá áttunda áratugnum þegar mikil steypa var allt sem þurfti. n Háaleitisbraut 109-111, Sigvaldi Thordarson var frumkvöðull í innleiðingu á módernískum byggingum á Íslandi og gulu og bláu litirnir hans lífga upp á gráan hvers- dagsleikann. n Dunhagi 11-17, klassísk blokk frá sjötta áratugnum. Ákveðinn sjarmi yfir henni sem ég kann vel við. n Langahlíð 19-25, blokkin sem kemur með módernismann til landsins. Stærsta blokk landsins þegar hún er byggð. Alger klassi. 26 Helgin 15. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.