Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 32

Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 32
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Þrjár vinkonur standa á bak við Sumar Pop Up markaðinn en þetta er í sextánda skipti sem þær standa að viðburði undir nafni POP markaða. Það eru þær Olga Helena Ólafsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Sara Björk Purkhús sem settu fyrst upp Jóla Pop Up árið 2017. Fyrst í Síðumúla þar sem fólk gat komið og verslað, en með Covid fluttist salan á netið sem hefur verið mjög vel tekið. Markaðurinn hófst á miðnætti í gærkvöldi og stendur til miðnættis á morgun. Hægt er að gera góð kaup á barnavörum, heilsuvörum, fatnaði, skóm, heimilisvörum, skartgripum, snyrtivöru, íslenskri hönnun, lífsstílsvöru, gjafavöru og alls kyns sumarvöru. Skemmtileg verslunarhelgi „Þetta verður skemmtileg helgi á heimapopup.is. Margar verslanir ætla að vera með og bjóða upp á frábær tilboð, afslætti eða eitthvað auka fyrir viðskiptavininn,“ segir Olga Helena. „Mörg fyrirtæki taka þátt í viðburðum á okkar vegum og fer fjölgandi í þeim hópi. Stærri verslanakeðjur eru einnig farnar að vera með og stíla inn á Pop Up nokkrum sinnum yfir árið. Við skiptum heimasíðunni í f lokka sem gerir umhverfið viðskipta­ vænt og þægilegt. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvernig á að bera sig að við kaupin,“ útskýrir Olga og bætir við að fyrirtækin séu með lógó svo þau séu auðþekkjanleg á síðunni og það að klikka á lógó fyrirtækja leiðir viðskiptavininn inn á vefsíður þeirra þar sem hægt er að skoða vöruúrvalið og ganga frá kaupum. „Mismunandi er hvaða tilboð eða afslætti fyrirtæki bjóða upp á yfir helgina. Sumir eru með tilboð á öllu á meðan aðrir eru með einstaka afslætti.“ Vinkonurnar hafa verið duglegar að auglýsa viðburðinn og eru með sérstaka síðu á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með öllum þeim viðburðum sem POP markaðir standa að. „Frá upphafi hafa meira en 400 fyrirtæki verið þátttak­ endur með okkur í Pop Up svo þetta er vinsælt og fer sívaxandi,“ segir Olga Helena. Betri vefverslanir Olga Helena bendir á að mörg fyrirtæki hafi notað tímann í samkomutakmörkunum til að efla heimasíðuna og bæta vef­ verslun. Aðsóknin í þær hefur líka stóraukist og flestir komnir upp á lag með að versla á netinu. „Með því að taka þátt í viðburðum sem þessum geta fyrirtækin auglýst sig og netverslunin sína. Viðskipta­ vinir kynnast nýjum fyrirtækjum og þannig verða fyrirtækin meira sýnileg. Þetta form hentar fólki um Olga Helena, Sara og Eyrún, segja að mikil vakning hafi orðið í verslun á netinu undan- farið ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þannig lítur síðan út þegar hún birtist viðskiptavinum á vefnum. allt land sem fær vörurnar sendar heim á stuttum tíma. Hvað er betra en að liggja uppi í sófa í kósífötum og vafra í verslunarleiðangri? Þetta er eins og að vera í verslunarmið­ stöð nema á netinu. Það er svo margt að breytast á Íslandi með stærri og öflugri netverslun. Ég get lofað að á Sumar Pop Up verður mjög fjölbreytt úrval af vörum og eitthvað fyrir alla,“ segir Olga Helena. Góð samvinna Vinkonurnar þrjár hafa þekkst lengi. Allar stunduðu þær nám við Háskólann í Reykjavík, Olga Helena er lögfræðingur en Eyrún og Sara viðskiptafræðingar. Þær voru allar með netverslanir áður en þær fóru út í Pop Up markaði. „Okkur fannst vanta stað þar sem ólíkar verslanir kæmu saman undir einum hatti til að bjóða vörur sínar og koma sér á framfæri. Við ákváðum að stofna heimapop­ up.is og koma þannig til móts við þessa þörf. Einnig erum við með POP markaðir á Facebook og Insta­ gram þar sem fólk getur fylgst með komandi viðburðum.“ Olga Helena og Eyrún Anna voru báðar í fæðingarorlofi þegar þær settu á stofn eigin fyrirtæki á netinu. „Allt frá því við lukum námi höfum við verið á kafi í þessu. Námið nýtist mjög vel hjá okkur öllum í fyrirtækjarekstri,“ segir hún. Fyrsta verkefni Olgu og Eyrúnar var bók sem nefnist Minningar – Fyrstu ár barnsins. Minningar er falleg ungbarnabók sem tekur fyrir fyrsta ár barnsins. Þær reka verslunina Von verslun í Ármúla 40. Sara Björk er bæði með verslunina Purkhús og Sis Bis. Purkhús selur vandaðar heimilis­ og gjafavörur fyrir öll tilefni. Sis Bis er lífsstílsverslun sem Sara rekur ásamt systur sinni Sóleyju Rut. Vinsælustu vörurnar hjá Sis Bis um þessar mundir eru fallegar hár klemmur og skartgripir. Í dag eru verslanirnar saman í rými í Ármúla 40 en það breytist á næstu vikum, þar sem húsnæðið varð of lítið fyrir verslanirnar saman á örskömmum tíma. Purk­ hús og Sis Bis munu því færa sig neðar í götuna í Ármúla 44 á næstu vikum. Nýta samfélagsmiðla Olga, Eyrún og Sara sjá sjálfar um alla tölvuvinnslu og uppsetningu á heimasíðunni og gera allt frá grunni. „Við erum búnar að vera að undirbúa markaðinn á fullu undanfarna daga og kvöld. Um helgina munum við síðan vakta síðuna, að allt gangi nú sem best fyrir sig. Öll fyrirtæki fá að vera sýnileg á síðunni. TVG ætlar að gleðja nokkra aðila sem velja þá sem sendingaraðila yfir helgina. Allir sem versla og velja að fá sent með TVG fara í pott og að helginni lokinni verða dregnir fimm aðilar sem vinna gjafabréf fyrir 2 með Sæferðum þar sem hægt er að velja á milli Viking Sushi ævintýraferðar eða dagsferðar til Flateyjar. Þær eru sömuleiðis með Facebook hóp fyrir eigendur verslana þar sem verslunareig­ endur geta skráð sig til leiks og fylgst með hvenær næsti Pop Up markaður verður. Þar eru núna um 1.300 meðlimir í hóp. Hópurinn nefnist Eigendur netverslana á Íslandi. „Við höfum heyrt margar ánægjuraddir með þetta framtak, bæði frá verslunareigendum og viðskiptavinum. Fyrirtæki eru dugleg að leyfa okkur að fylgjast með velgengni sinni yfir Pop Up helgar og merkja okkur gjarnan í myndum/myndböndum af pönt­ unum helgarinnar.“ ■ Nánar á heimapopup.is Margar verslanir ætla að vera með og bjóða upp á frábær tilboð, afslætti eða eitthvað auka fyrir viðskiptavininn. Olga Helena heimapopup.is 15. - 16. maí 2 kynningarblað A L LT 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.