Fréttablaðið - 15.05.2021, Side 46

Fréttablaðið - 15.05.2021, Side 46
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.vegagerdin.is Vegagerðin leitar að drífandi og metnaðar- fullum starfsmanni á samskiptadeild til að styðja við kynningarstarf vegna verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi þarf að hafa hæfni til að hrinda verkefnum í framkvæmd og hrífa fólk með sér. Leitað er að einstaklingi með reynslu af samskiptum við mismunandi hagaðila og stefnumót- unarstarfi. Viðkomandi þarf að geta metið hvernig samstarfi Vegagerðarinnar og hagaðila er best fyrirkomið, þarf að tryggja lipurt upplýsingaflæði milli aðila og út á við og um leið farsælt samstarf á öllum stigum. Viðkomandi þarf að vera vel ritfær á íslensku og hafa reynslu af því að skrifa texta sem ber fyrir augu almennings. Starfsmaðurinn þarf að þekkja til miðlunar upplýsinga og frétta hvort heldur er á vef, prentmiðlum, ljósvakamiðlum eða samfélagsmiðlum. Á verkefnaskrá Höfuðborgarsvæðisins má meðal annars finna spennandi verkefni á borð við Sæbrautarstokk, Borgarlínu, stofnhjólanet á höfuðborgarsvæðinu sem og verkefni tengd bættu umferðarflæði og öryggi. Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2021. Menntunar- og hæfniskröfur → Háskólapróf sem nýtist í starfinu. → Reynsla af samskiptum við hagsmunaaðila, kostur ef tengist opin- berum aðilum. → Framúrskarandi samskiptafærni, þjónustu- drifið og lausnamiðað hugarfar. → Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður. → Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu. → Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli. → Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynn- ingarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni við- komandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi á samskiptadeild. Nánari upplýsingar um starfið veitir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskipta- deildar, g.petur.matthiasson@vegagerdin.is síma 522-1006. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Starfsmaður á samskiptadeild Álftanesskóli • Dönskukennari á elsta stig Garðahraun frístundaheimili • Umsjónarmaður Hofsstaðaskóli • Umsjónarkennari á miðstig Urriðaholtsskóli • Deildarstjóri Leikskólinn Akrar • Aðstoðarleikskólastjóri Leikskólinn Holtakot • Deildarstjóri • Leikskólakennarar Leikskólinn Kirkjuból • Deildarstjóri Fræðslu- og menningarsvið • Sálfræðingur Fjölskyldusvið • Sumarafleysing við aðstoð á heimili ungrar konu Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is STÖRF HJÁ GARÐABÆ Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.