Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 64

Fréttablaðið - 15.05.2021, Síða 64
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is Íslensk-rússneski rappar- inn Daniil er kominn á herskyldu aldur í uppruna- landi móður sinnar. Hann skapaði grípandi ferskan sumarsmell þegar hann var fastur vegna strangra tak- markana kórónaveirunnar. „Ég er nítján ára Árbæingur, reyndar fæddur á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað en flutti sem korna- barn í Árbæinn þar sem ég hef búið allar götur síðan,“ segir rapparinn og söngvarinn Daniil Moroskhin sem er rússneskur í móðurætt en íslenskur í föðurætt. „Frá því ég man eftir mér hef ég farið árvisst til Rússlands til að heimsækja móðurfjölskylduna, en móðuramma mín féll frá áður en ég fæddist og móðurafi minn býr hér á Íslandi. Næstu árin get ég hins vegar ekki farið til Rússlands því ég er bæði íslenskur og rúss- neskur ríkisborgari og eftir átján ára aldur er herskylda í Rússlandi, það á enginn undankomu auðið. Ég slepp því ekki yfir rússnesk landamæri án þess að vera sendur beinustu leið í herinn, því rúss- neskir karlar á aldrinum 18 til 27 ára verða að gegna tólf mánaða herskyldu. Ég tek því enga áhættu og er ekki á leiðinni til Rússlands næstu átta árin, því miður. Ég vil ekki missa af lífi mínu, námi og tónlistinni heima á Íslandi og hef önnur framtíðarplön en her- mennsku,“ segir Daniil ákveðinn í bragði. Hann er tvítyngdur. „Ég tala alltaf rússnesku heima og les bæði rússnesku og skrifa hana. Mér finnst tungumálið fal- legt og þykir vænt um rússneska nafnið mitt, Daniil, sem er það sama og íslenska nafnið Daníel.“ Fastur vegna veirunnar Daniil stefnir á stúdentshúfuna að ári liðnu og síðan á frekara nám í tónlist, en hann lærði á gítar um árabil. „Ég byrjaði að semja tónlist sextán ára og gaf út mitt fyrsta lag sautján ára. Tónlistin er númer eitt og það eina sem ég vil gera í fram- tíðinni, en ég tek hana ekki alvar- lega og sem lögin meira til gamans. Við sjáum svo hvert það leiðir mig og hvað gerist í framhaldinu.“ Í gær kom út glænýtt lag frá Daniil, Fastur. Það er grípandi ferskt og sumarlegt popplag sem verður vafalaust eitt af sumarlög- um ársins og er komið á streymis- veitur. „Ég samdi lagið í fyrra, þegar Covid-19 hafði harðlokað öllu Ekki lengur fastur Daniil Mo- roskhin hefur engan áhuga á hermennsku og segir tónlistina það eina sem hann dreymir um að gera í framtíðinni. MYND/AÐSEND Fastur vísar í að vera fastur og komast ekki frjáls ferða sinna til að njóta lífsins og hitta vinina. Daniil og sett líf okkar í fastar skorður. Þaðan kemur nafnið Fastur og vísar í að vera fastur og komast ekki frjáls ferða sinna til að njóta lífsins og hitta vinina. Ég er þó mun meira í lagasmíðum og texta- smíðum og finnst ekki alltaf þurfa að vera djúp merking í textum. Melódían skiptir mig meira máli og það að hafa gaman af tón- listinni.“ En þótt Daniil hafi verið fastur eins og önnur ungmenni heimsins á tímum kórónaveirunnar segir hann margt gott hafa hlotist af veiruskrattanum. „Það breyttist ekki svo margt hjá mér því ég geri mikið það sama, er annað hvort heima, í stúdíóinu eða með vinunum, en auðvitað var frekar glatað að geta ekki hitt x marga vini í einu. Við gerðum bara okkar besta og unnum okkur út úr þessu saman. Covid reyndist svo vera þroskandi og kenndi mér að horfa meira inn á við og prófa eitthvað nýtt. Ég lærði líka að vera einbeittari og tók námið fastari tökum. Veiran var því ekki alslæm.“ Dekraður sem einbirni Um helgina ætlar Daniil að gera það sem hann gerir alltaf um helgar. „Það er að vera með vinum, fara í stúdíóið, horfa á góða bíómynd og borða nammi. Það tilheyrir um helgar, að sækja sér bland í poka á nammibarnum í Hagkaup og ég elska góðar gamanmyndir. Ég gæti svo horft aftur og aftur á myndina The Wolf of Wall Street með Leonardo DiCaprio, þótt hún sé ekki gamanmynd; ég fæ bara ekki leið á henni,“ segir Daniil, kominn í helgarskap og ekki lengur eins „fastur“. „Laugardagar eru í algjöru uppá- haldi og besti helgarmaturinn er „basic“ pítsa með pepperoni. Lagið sem kemur mér í helgarskap er So much með Yung Kayo,“ segir Daniil sem fylgdist vel með Eurovision á barnsaldri en minna nú. „Ég stend auðvitað með Daða og mun tékka á framlagi Rússa en þegar ég var lítill hélt ég alltaf með Íslandi og Rússlandi, enda eru það löndin mín,“ segir hann kátur. Spurður um fyrirmyndir í lífinu nefnir Daniil foreldra sína. „Mamma og pabbi eru mér allt og alveg frábær. Ég er einbirni, þekki ekki annað og finnst það fínt. Ég hef alltaf notið einmuna dekurs og fengið allt sem ég vil,“ segir hann hlæjandi. n FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um vörubíla og vinnuvélar kemur út föstudaginn 21. maí nk. T yggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 kynningarblað A L LT 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.