Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2021, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 15.05.2021, Qupperneq 68
Heimild til þjóðarmorðs Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Atburðirnir þessa dagana í Sheik Jarrah í Austur- Jerúsalem – og raunar einnig á Gaza – eru framhald á þessum skollaleik. Fyrst er fólkið múrað inni. Svo er því hent út. Sigmundur Ernir Rúnarsson sigmundur @frettabladid.is Ekki er það svo að maður kippi sér lengur upp við blóðbaðið fyrir botni Mið­jarðarhafs. Því miður. Í svo að segja mannsaldur hafa þungvopnaðir herir Ísraelsmanna murkað þar lífið úr palestínskri þjóð sem hefur af veikum mætti reynt að verjast yfirganginum, ell­ egar mótmælt honum með berum höndum, grjótkasti, teygjubyssum og fátæklegum stríðstólum. Átökunum má líkja við títu­ prjóna stríð Palestínumanna við tæknirisa vígvallarins, eitt ríkasta herveldi heims, sem fer sínu fram, þvert á alþjóðlega sáttmála og samninga – og skirrist ekki við, þótt hver skömmin af annarri heyrist úr fundarsölum sameinaðra þjóða. Gildir hér eitt – og annað ekki; Ísraelsríki á þetta og má þetta.  Í samtölum mínum við fjölda­ marga landflótta Palestínumenn, sem margir hverjir hafa sest að á Íslandi, hefur örvæntingin verið áberandi og sár, svo og niðurlæg­ ingin og smánin. Sammerkt er með þeim að hafa alist upp með óttann í bakið og ógnina fyrir framan sig. Þeim hefur verið gert eins erfitt um vik og nokkur kostur er að hlúa að samfélagi sínu, tryggja innviði þess og treysta böndin sem skipta svo miklu máli þegar barni er komið til manns. Skemmst er að minnast samtals míns við Fidu Abu Libdeh sem flúði heimahaga sína í Palestínu á tán­ ingsaldri ásamt einstæðri móður sinni og systkinum og fann sér skjól á Íslandi, sigraðist á tungumálinu og skólakerfinu og rekur nú og stjórnar einu framsæknasta nýsköpunarfyr­ irtæki landsins á sviði fæðubótar­ efna úr eldvirkri íslenskri jörð. Þegar hún rifjaði upp bernsku sína gat hún bæði grátið og hlegið, harmað reglubundna eyðilegging­ una í bæjarhlutanum á æskuslóð­ unum heima í Austur­Jerúsalem, en spaugað líka með það hversu seint hún lærði á klukku; hún komst nefnilega ekki í skólann þá daga þegar kennarinn var að segja nemendum sínum til um tikkið inni í úrunum, sjálft gangverk tím­ ans. Og það var ekki vegna þess að hún væri veik eða illa fyrir kölluð, heldur sakir þess að hermenn Ísra­ elsstjórnar höfðu enn og aftur lokað einu útgönguleiðinni út úr hverfinu hennar með brynvörðum skrið­ drekum. Herskipunin var skýr, þá sem nú; kreppið að fólki, börnum og fjöl­ skyldum – og truflið hversdagslífið eins og frekast er kostur. Og þannig er endurminningin. Hjá Fidu Abu Libdeh.  Þessa dagana horfir hún á sjón­ varpsfréttirnar með kökk í háls­ inum. Átökin í átthögum hennar eru einna hörðust í Sheik Jarrah í austurhluta Jerúsalem, einmitt þar sem gamli barnaskólinn hennar stendur. Og hún veit nákvæmlega hvað er að gerast; Ísraelsher hefur verið fyrirskipað af stjórnvöldum í Tel Avív að henda palestínsku fólki út úr húsum sínum á þeim for­ sendum að gyðingar eigi einir til­ kall til svæðisins þegar það rétta er að palestínskum flóttamönnum var úthlutað því af Jórdönum við upp­ haf landtöku Ísraelsmanna fyrir svo að segja mannsaldri, árið 1956. Nú ryðjast hermennirnir inn á heimili 500 manna og kasta þaðan húsgögnum út á götu með þeim for­ mælingum að fólkið skuli hunskast út, það eigi ekki lengur heima þarna.  Og enn sem fyrr horfir heimurinn á, finnst þetta náttúrlega svolítið óþægilegt, en ypptir svo bara öxlum og aðhefst ekkert. Ekki frekar en áður. Þeir eiga þetta og mega þetta.  Landrán Ísraelsmanna í Palestínu er einhver best heppnaði þjófnaður mannkynssögunnar. Um áratuga skeið hafa þeir skipulagt nýjar byggðir á landsvæðum sem alþjóð­ legir samningar kveða á um að skuli tilheyra palestínskri þjóð. En landránið er aðeins eitt. Inni­ lokunin er annað. Múrinn sem ísraelsk stjórnvöld hafa látið reisa í aðskilnaðarskyni á milli þjóðanna tveggja sem búa í gömlu Palestínu er nú orðinn vel yfir 700 kílómetra langur. Það sam­ svarar á að giska lengdinni á milli Eskifjarðar og Reykjavíkur. Og lega múrsins hefur ekki einvörðungu verið ákveðin með tilliti til nýrra byggða Ísraelsmanna heldur ekki síður til að koma í veg fyrir eðlilegt mannlíf á meðal arabískra íbúa landsins.  Grunlausum manni ofan af Íslandi fallast hendur þegar hann stendur andspænis þessu átta metra háa ferlíki sem líkist auðvitað engu öðru en Berlínarmúrnum á síð­ ustu öld, einhverjum hryllilegasta minnisvarða um mannvonsku sem reistur hefur verið af stjórnlyndum öfgamönnum. Ísraelsmúrinn er þó bæði hærri og breiðari, svo og rammgerðari að öllu leyti, en hug­ urinn að baki honum er þó sá sami og þeim sem var rifinn niður í Berlín fyrir þremur áratugum; illskan og yfirgangurinn er þar eins. Það þekkir Mourid Avneri í bænum Qalqilia á vesturbakka Jórdanar. Síðustu árin hefur múr­ inn umturnað öllu í lífi hans, enda umlykur hann allt heila þorpið hans að fullu eins og soltið rándýr sem króað hefur af sína föngnu bráð. Hann segir mér að í fyrstu hafi múrinn virst eins og hver önnur fjarlæg hugarsmíð einhverra oflát­ unga af annarri tungu sem Avneri og allt hans fólk taldi sig ekki þurfa að hafa nokkrar áhyggjur af. En nú væri allt breytt. Nágrannar fólksins í Palestínu hefðu farið um lönd þess að vild og hægt og bítandi rænt þeim svæðum sem þeim hefði hugn­ ast – og nú væri ófrýnilegur múrinn búinn að loka gömlu þjóðina inni. Fyrir vikið eru sáðmenn akranna eins og Mourid Avneri komnir upp og náð og miskunn annarrar þjóðar um hvenær þeir komist til vinnu sinnar úti á ræktarlandinu. Hliðið á múrnum er aðeins opnað þrisvar á sólarhring. Og fyrir vikið neyðist okkar maður til að fara þar í gegn undir miðnætti, sofa þar undir teppi, því morgunopnunin gengur ekki, segir hann mér sárreiður í framan, af því að þá kæmist hann of seint á markaðinn með afurðirnar sínar. Og þannig háttar einmitt til í lífi þessa manns. Hann er innmúraður í eigin landi. Þessi fjögurra kílómetra spölur sem liggur frá heimili hans yfir á akurinn hefur verið höggvinn í sundur af eitruðum ormi sem vex og dafnar af því enginn þorir að standa upp og andæfa í verki þessu freklega framferði bíræfnustu land­ ræningja heims.  Atburðirnir þessa dagana í Sheik Jarrah í Austur­Jerúsalem – og raunar einnig á Gaza – eru framhald á þessum skollaleik. Fyrst er fólkið múrað inni. Svo er því hent út. Og enn sem fyrr horfir fólkið í öðrum löndum upp á þessar aðfarir Ísraelsmanna sem eru gróf brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og mannréttindum. En það gerist ekkert. Því raunin er sú að þeir eiga þetta og mega þetta. n ÚT FYRIR KASSANN 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.