Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 78
njall@frettabladid.is Nýjasti raf bíll Ford er rafmögnuð útgáfa F-150 pallbílsins, en hann verður frumsýndur 19. maí næst- komandi. Ekki veitir af því að vel takist til við bílinn því hann þarf að keppa við bylgju væntanlegra raf- drifinna pallbíla eins og Hummer EV, Chevy Silverado, Rivian og Tesla Cyberstruck, svo eitthvað sé nefnt. Ford F-150 Lightning mun koma í sölu strax á næsta ári. Að sögn stjórnarformanns Ford, Jims Farley mun hann geta séð heimilum fyrir orku eins og Hummer EV. Hann verður líka sneggri en öflugustu V útgáfur F-150 og með tveimur raf- mótorum og fjórhjóladrifi, nema hvað. Raf hlaðan mun gefa drægi upp á meira en 500 kílómetra. Útlitslega verður hann mjög svipað- ur öðrum F-150 bílum en að framan verður þó díóðuljósalína sem nær á milli aðalljósanna, sem aðgreinir hann frá öðrum F-150 pallbílum. Auk þess verður hann merktur sér- staklega og búinn nýjum 12 tommu upplýsingaskjá ásamt stafrænu mælaborði. ■ Ford F-150 rafpallbíllinn fær nafnið Lightning Ford F-150 Lightning verður frumsýndur í Mitchigan í næstu viku í framhaldi af heimsókn Joes Biden Bandaríkjafor- seta til verksmiðjunnar, enda um mjög mikilvægan bíl að ræða fyrir Ford, sem selur mikið af F-150 pallbílnum. njall@frettabladid.is Hér eru fyrstu opinberu myndirnar af Porsche Macan rafútgáfunni. Að sögn framleiðandans er þróunar- ferli innanhúss lokið og tími til kominn að byrja alvöru prófanir á bílnum á vegum úti. Porsche Macan EV mun verða frumsýndur árið 2023 á nýjum raf bílaundirvagni Porsche sem kallast PPE. Hann mun verða með sama 800 volta rafkerfi og Porsche Taycan að sögn þróunar- stjóra Porsche, Dr. Michael Steiner. Bíllinn mun breytast nokkuð í útliti og mun hafa mjórri aðalljós, þótt límmiðar af stærri ljósum reyni að sýna annað á myndunum. Eins verður þaklína hans meira hallandi niður á við sem mun gefa honum sportlegra útlit. Ásamt þessum nýja rafbíl verður önnur kynslóð Macan einnig búin bensínvélum, bæði fjögurra og sex strokka. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn þá er lík- legt að um talsvert breytta útgáfu af núverandi bíl verði að ræða. Verður hann seldur þannig á meðan næg eftirspurn er eftir honum. Porsche Macan hefur verið einn vinsælasti bíll merkisins og því skiptir máli hvernig til tekst. Árið 2019 seldi Porsche meira en 100.000 Porsche Macan bíla. ■ Þróunarmyndir af rafdrifnum Macan Ljósin verða þynnri en áður í stíl við Porsche Taycan þótt reynt sé að fela það með vel útfærðum límmiðum sem minna frekar á núverandi kynslóð. Eins og sjá má er prófunarbúnaður bílsins flókinn og fyrirferðarmikill. njall@frettabladid.is Á ráðstefnu fjárfesta í Tókýó í vik- unni létu talsmenn Mitsubishi hafa það eftir sér að von væri á bílum frá merkinu með undirheitinu Ralli- Art. Það hefur ekki verið notað á bíla merkisins í áratug eða svo. Það verður þó ekki notað á hefðbundna bíla Mitsubishi eins og Lancer í Evolution útgáfu, heldur má búast við að aðeins verði jeppar og jepp- lingar Mitsubishi skreyttir merkinu. Má því búast við aflmeiri útgáf- um núverandi fjórhjóladrifsbíla ásamt einhverjum nýjum gerðum. Auk þess verður ný lína aukahluta kynnt svo búast má við að hægt verði að kaupa hefðbundna Mitsub- ishi bíla með RalliArt útlitspakka. ■ Mitsubishi endurvekur RalliArt línuna RalliArt útgáfur hafa legið í dvala í áratug en nú mun verða breyting á. njall@frettabladid.is Fyrsti 100% raf bíllinn frá Subaru, Solterra, er væntanlegur á alla helstu markaði um mitt næsta ár samkvæmt tilkynningu frá Subaru sem gefin var út í vikunni. Solterra er jepplingur í stærðarflokki C, og bætist þar í f lóru annarra jepplinga frá Subaru, svo sem Outback, Forest- er og XV. Solterra verður byggður á nýjum undirvagni, svokölluðum e- Subaru Global Platform, sem Sub- aru ætlar einnig undir f leiri gerðir rafbíla á næstu árum. Undirvagninn var þróaður í sam- starfi við Toyota og verða jafnframt samnýttir ýmsir íhlutir frá báðum aðilum við framleiðslu raf bíls- ins, sem lækkað geta þróunar- og framleiðslukostnað og f lýtt fyrir markaðssetningu bílsins. Solterra er væntanlegur á markað um mitt ár 2022 í Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Kína. ■ Subaru Solterra væntanlegur 2022 Subaru rafbíllinn og undirvagn hans er þróaður í samstarfi við Toyota. Ásamt nýrri rafútgáfu Macan verður hann einnig fáanlegur áfram með bensínvélum, fjögurra og sex strokka, sem byggðar verða á núverandi útgáfu bílsins. Subaru Solterra er væntanlegur á markað um mitt ár 2022 og þá einnig í Evrópu. 42 Bílar 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.