Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 80

Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 80
Einar Lövdahl er, ásamt Önnu Hafþórsdóttur, sigurvegari í handritasamkeppni For- lagsins sem ber heitið Nýjar raddir. Einar hlaut verðlaunin fyrir smásagnasafn sitt Í miðju mannhafi. „Ég er fyrst og fremst hrærður, þetta er óskaplega skemmtilegt. Ég vil hrósa Forlaginu fyrir framtakið því þetta er svo mikil hvatning. Ég hef skrifað heillengi en ekki birt margt og lesendahópurinn hefur fram að þessu takmarkast við konu mína, fjölskyldu og bestu vini,“ segir Einar. Að fanga stemningu Einar hefur áður sent frá sér ævi- sögu Arons Einars Gunnarssonar knattspyrnumanns. „Það var algjört draumaverkefni því ég er gamall fót- boltastrákur. Þetta var skemmti- leg leið til að samtvinna skrif og íþróttaáhuga og ég lærði þarna hvað það skiptir miklu máli að setjast niður daglega og skrifa. Stór hluti af vinnuferlinu er að skrifa ekki bara út frá hugmyndaauðgi heldur líka vöðvaafli.“ Einar hefur samið texta fyrir tónlistarmenn og má þar nefna Jón Jónsson, GDRN, Jóhönnu Guðrúnu og Helga Björnsson. Spurður hvort það sé allt annars eðlis að skrifa dægurlagatexta og smásögur segir hann: „Já og nei. Textar við lög þurfa fyrst og fremst að hljóma ágætlega í f lutningi. Það sem þeir eiga sameig- inlegt með smásögum er að maður er að reyna að fanga stemningu eða senu á mjög hnitmiðaðan hátt.“ Óuppgerð óþægindi Smásagnasafnið Í miðju mann- hafi geymir átta sögur. „Ég byrjaði að skrifa þær markvisst fyrir rétt rúmu ári. Einhverjar hugmyndir höfðu ratað til mín áður en voru ekki mikið meira en ein lína á blaði og svo kviknuðu nýjar hugmyndir þegar ég byrjaði markvisst að vinna að smásagnasafni. Ég var það lán- samur varðandi þessa keppni að ég var kominn með slatta af sögum þegar ég sá keppnina auglýsta.“ Sögur um samskipti og samskiptaleysi Þetta er ákveðin vítamínsprauta og ég get ekki beðið eftir að skrifa meira, segir Einar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI TÓNLIST Verk eftir: Schumann, Wagner, Tosti, Verdi, Bellini, Puccini, Mozart, Leoncavallo, Smetana og Wolf. Stuart Skelton og Kristinn Sigmundsson sungu. Matthildur Anna Gísladóttir lék á píanó. Salurinn í Kópavogi föstudaginn 7. maí Jónas Sen Woody Allen hefur sagt að ef hann hlustar á Wagner fyllist hann alltaf löngun til að ráðast inn í Pólland. Hitler var mjög hrifinn af Wagner og margir tengja hann því við ofbeldi og gyðingahatur. Víst er að tónskáldið var ekkert sérstaklega aðlaðandi karakter. Hann var engu að síður húmoristi. Eitt sinn varð hann vitni að því þegar hljómsveit var að æfa loka- kaflann í sjöundu sinfóníunni eftir Beethoven. Það er mjög gleðirík tónlist. Wagner gerði sér lítið fyrir og stökk upp á svið og ýtti stjórn- andanum til hliðar. Svo tók hann sjálfur við að stjórna hljómsveitinni sem spilaði alltaf hraðar og hraðar undir bendingum hans. Í lokin lék hljómsveitin á ofsahraða. Þegar hún var búin dansaði Wagner út af sviðinu og réð sér ekki fyrir gleði. Einkenndist af gríni Stemningin var ekki ósvipuð á tónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið, en þar var ein- mitt Wagner á dagskránni. Tveir söngvarar sáu um skemmtunina, þeir Stuart Skelton og Kristinn Sig- mundsson. Matthildur Anna Gísla- dóttir lék á píanó. Eitt af atriðunum eftir Wagner var aría úr óperunni Lohengrin, sem Skelton söng, en hann er svokallað- ur tenór. Hann er ekkert smáræðis raddsterkur. Ég verð að viðurkenna að þegar ég leit á miðann minn áður en ég kom á tónleikastaðinn og sá að ég sat mjög nálægt sviðinu, á fjórða bekk, fór um mig hrollur. Og það átti fullan rétt á sér, því raddstyrkurinn hjá Skelton var við sársaukamörkin. Engu að síður var rödd hans hríf- andi fögur, þó að aðeins hafi ískrað í henni hér og þar á tónleikunum. Kannski var söngvarinn ekki í sínu besta formi. Rembingur sem fer úr böndunum Kristinn virtist hins vegar í essinu sínu, og hann söng afar vel. Eitt minnisstæðasta lagið sem hann söng var Die beiden Grenadiere eftir Schu- mann. Það fjallar um tvo franska hermenn sem eru að koma heim úr stríði í Rússlandi, nær dauða en lífi. Þeir eru fullir af þjóðernisrembingi, sem fer gersamlega úr böndunum. Kristinn túlkaði þetta af sannfær- andi tilþrifum, gríðarlegum krafti og svo ýktri tilfinningasemi að það varð eiginlega hálf kómískt. Efnisskráin var í léttari kantinum, þótt einhver Wagner hafi verið á dagskránni. Lögin voru öll á topp tíu listanum og fátt ef nokkuð sem var beinlínis athyglisvert. Hins vegar var Kristinn mjög skemmtilegur, hann reytti af sér brandarana, það kjaftaði á honum hver tuska. Tón- leikarnir voru því aldrei leiðinlegir. Matthildur Anna Gísladóttir lék á píanó eins og áður sagði. Hún gerði það ágætlega, fylgdi söngnum prýðilega og náði að gæða tónlistina viðeigandi stemningu. Þetta voru fínir tónleikar, ristu samt grunnt og skildu fátt eftir sig, en það þarf ekkert alltaf. n NIÐURSTAÐA: Líflegir tónleikar sem einkenndust af húmor. Raddstyrkurinn var við sársaukamörkin Matthildur Anna, Stuart og Kristinn héldu tónleika í Salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Um umfjöllunarefni smásagn- anna segir hann: „Þetta eru raun- sæislegar samtímasögur og það má segja að ég hafi sótt innblástur í orðið „tóm“. Hver einasta mann- eskja er að vissu leyti púsluspil gagnvart öðrum manneskjum en ekki síður andspænis sjálfri sér. Í þetta púsluspil sem manneskjan er vantar stundum stykki sem skapa tóm. Þetta tóm birtist í hversdags- leikanum sem söknuður eða þrá eftir einhverju sem var eða við áttum einu sinni eða vitum að við munum aldrei eignast. Ég reyni líka að nálgast þetta umfjöllunarefni með húmor og hlýju. Þegar verkið var komið á prent uppgötvaði ég að sögurnar fjalla líka að miklu leyti um karlmennsku. Ég settist ekki niður með það markmið að skrifa sögur um karlmennsku en það umfjöllunarefni smeygði sér inn í sögurnar nánast ósjálfrátt. Þarna eru karlmenn sem eru krumpaðir að innan, það kraumar eitthvað innra með þeim sem kemst ekki upp á yfirborðið nema örsjaldan og þá er jafnvel voðinn vís. Að því leyti fjalla sögurnar um samskipti og sam- skiptaleysi og óuppgerð óþægindi.“ Einar er farinn að huga að næsta verki. „Þá kemur aftur að hvatning- unni sem felst í verðlaununum og því að bókin sé komin út. Þetta er ákveðin vítamínsprauta og ég get ekki beðið eftir að skrifa meira. Ég mun skrifa fleiri smásögur en akk- úrat núna er ég að vinna í lengra verki.“ n Hver einasta mann- eskja er að vissu leyti púsluspil gagnvart öðrum manneskjum en ekki síður and- spænis sjálfri sér. Kristinn var mjög skemmtilegur, hann reytti af sér brandar- ana, það kjaftaði á honum hver tuska. MENNING 15. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.